Lýðræðislegur ómöguleiki Sigurður Páll Jónsson skrifar 11. ágúst 2023 08:31 Nú reynir formaður Sjálfstæðisflokksins að berja í brestina eða öllu heldur „að fylla uppí gljúfur“ til að halda öndunarvél sitjandi ríkisstjórnar í gangi. Átök innan ríkisstjórnarinnar voru orðin gríðarleg á haustdögum árið 2019, en þá kom Covid-19 og þríeykið fékk sviðið og ríkistjórnarflokkarnir gátu farið í sóttkví. Eftir kosningarnar árið 2021 var framlengt og ríkisstjórn „hinna breiðu skírskotana“ endurnýjaði límið í ráðherrastólunum. Stjórnarsáttmálinn um að stækka báknið, færa embættismönnum, ráðuneytum og ESB völdin var endurnýjaður. Lýðræði var fótum troðið eftir að pólitíkin var lögð til hliðar hér á Íslandi eftir kosningarnar árið 2017. Vinstri grænir, framsóknar og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ríkisstjórn um nánast ekkert af því sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni, hvorki þá eða 2021. Til að geta setið setið saman á ráðherra bekknum á alþingi þarf ríkisstjórn sem er samansett þvert yfir hinn pólitíska öxul frá vinstri til hægri að sópa öllum stefnumálum hvers flokks fyrir sig út af borðinu. Í vor fór Alþingi í sumarfrí fyrirvaralaust og öllum ágreiningsmálum sopað út af borðinu. Formaður Sjálftæðisflokksins segir í viðtali í gær að hann hafi verið ósáttur við þetta fyrirvaralausa sumarfrí alþingis, alltaf svo saklaus. Svo litu pappírar Lindarhvols málsins dagsljósið, Íslandsbankamálið tók á sig nýja mynd og sjávarútvegsráðherra bannaði hvalveiðar korter fyrir vertíð. Reiðilestur nokkra þing og flokksmanna Sjálfstæðisflokksins í greinarskrifum og viðtölum í sumar gáfu til kynna mikla óánægju innan þeirra raða. En svo komu þeir hnípnir til baka og eiginlega báðu afsökunar á sínum pirringi. Þó ég reikni með að sólin komi upp á austurhimininn í fyrra málið, sem maður efast stundum um miðað við allar þær heimsendaspár sem yfir fréttaheiminn dynja, þá er ríkisstjórnarsólin löngu sest. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú reynir formaður Sjálfstæðisflokksins að berja í brestina eða öllu heldur „að fylla uppí gljúfur“ til að halda öndunarvél sitjandi ríkisstjórnar í gangi. Átök innan ríkisstjórnarinnar voru orðin gríðarleg á haustdögum árið 2019, en þá kom Covid-19 og þríeykið fékk sviðið og ríkistjórnarflokkarnir gátu farið í sóttkví. Eftir kosningarnar árið 2021 var framlengt og ríkisstjórn „hinna breiðu skírskotana“ endurnýjaði límið í ráðherrastólunum. Stjórnarsáttmálinn um að stækka báknið, færa embættismönnum, ráðuneytum og ESB völdin var endurnýjaður. Lýðræði var fótum troðið eftir að pólitíkin var lögð til hliðar hér á Íslandi eftir kosningarnar árið 2017. Vinstri grænir, framsóknar og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ríkisstjórn um nánast ekkert af því sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni, hvorki þá eða 2021. Til að geta setið setið saman á ráðherra bekknum á alþingi þarf ríkisstjórn sem er samansett þvert yfir hinn pólitíska öxul frá vinstri til hægri að sópa öllum stefnumálum hvers flokks fyrir sig út af borðinu. Í vor fór Alþingi í sumarfrí fyrirvaralaust og öllum ágreiningsmálum sopað út af borðinu. Formaður Sjálftæðisflokksins segir í viðtali í gær að hann hafi verið ósáttur við þetta fyrirvaralausa sumarfrí alþingis, alltaf svo saklaus. Svo litu pappírar Lindarhvols málsins dagsljósið, Íslandsbankamálið tók á sig nýja mynd og sjávarútvegsráðherra bannaði hvalveiðar korter fyrir vertíð. Reiðilestur nokkra þing og flokksmanna Sjálfstæðisflokksins í greinarskrifum og viðtölum í sumar gáfu til kynna mikla óánægju innan þeirra raða. En svo komu þeir hnípnir til baka og eiginlega báðu afsökunar á sínum pirringi. Þó ég reikni með að sólin komi upp á austurhimininn í fyrra málið, sem maður efast stundum um miðað við allar þær heimsendaspár sem yfir fréttaheiminn dynja, þá er ríkisstjórnarsólin löngu sest. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun