Inga greindi frá þessu á Facebook síðu sinni á dögunum. Þar segir hún að árin í stjórnmálum hafi verið lærdómsrík en nú sé tími til kominn til að verja meri tíma með fjölskyldunni og snúa sér að nýjum verkefnum. Þann 1. október næstkomandi muni hún taka við stöðu forstöðumanns sjálfbærni og samskipta hjá flugfélaginu Air Greenland.
Inga var kjörinn formaður jafnaðarmannaflokksins Siumut í höfuðstaðnum Nuuk árið 2020. Frá árinu 2021 hefur hún starfað sem skipulagsfulltrúi flokksins og setið í framkvæmdastjórn hans.
Áður starfaði Inga sem framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins. Inga er hálfíslensk en faðir hennar er Guðmundur Þorsteinsson, Gujo. Móðir hennar er Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra Grænlands.