AZ komust í 3-0 en Philippe Rommens skoraði eitt sárabótamark fyrir Go Ahead Eagles um miðjan seinni hálfleik. Willum Þór lék allan leikinn fyrir Go Ahead Eagles.
Meðal markaskorara AZ var hinn 19 ára og bráðefnilegi Ruben van Bommel í sínum fyrsta leik í efstu deild. Ruben er sonur Mark van Bommel, sem lék m.a. með Bayern, PSV, Barcelona og AC Milan, og lék 79 landsleiki fyrir Holland. Ruben lék síðasta ár í næst efstu deild með MVV þar sem hann skoraði 15 mörk í 31 leik.
Ruben fagnaði 19 ára afmæli sínu 3. ágúst og er því 19 ára og 10 daga gamall. Hann er næst yngsti leikmaðurinn til að skora mark í sínum fyrsta leik í deildinni.
Leikir dagsins
NEC 3 - Excelsir 3
AZ 4 - GA Eagles 1
Feyenoord 0 - Fortuna 0
Almere City - Twente hefst kl. 14:45