Chelsea gerir níu ára samning við Caicedo og fær líka Lavia Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2023 22:30 Hart er barist um hinn 21 árs gamla Ekvadora Moisés Caicedo, sem kom til Brighton fyrir tveimur árum. Getty/Craig Mercer Moisés Caicedo virðist vera á leið til Chelsea fremur en Liverpool og mun verða dýrasti leikmaður sem fer á milli enskra úrvalsdeildarfélaga. Chelsea gerir afar langan samning við kauða. Fabrizio Romano segir skiptin vera á lokametrunum. Mikið hefur gengið á í kringum Caicedo en Liverpool fékk samþykkt kauptilboð í hann fyrir helgi en tilboði Chelsea hafnað. Caicedo vill hins vegar frekar fara til Lundúnafélagsins sem hefur bætt boð sitt og mun festa kaup á miðjumanninum. Brighton mun fá 115 milljónir punda frá Chelsea fyrir ekvadorska miðjumanninn auk þess að fá hluta af næsta kaupverði hans. Caicedo er á leið í læknisskoðun á morgun og mun gera samning til 2031, með framlengingarmöguleika til 2032. BREAKING: Moisés Caicedo to Chelsea, here we go! Agreement reached and sealed right now it s gonna British record transfer fee #CFC£115m fee plus sell-on clause included for Brighton.Medical tests, booked.Caicedo will sign until June 2031 with option until 2032. pic.twitter.com/7O8whsRLdK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 13, 2023 Chelsea og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge í dag en Chelsea virðist ætla að hafa betur á leikmannamarkaðinum. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea hyggist ekki aðeins fá Caicedo á kostnað Liverpool heldur einnig Belgann unga Romeo Lavia frá Southampton, sem Liverpool hefur elst við í sumar. Final announcement for Romeo Lavia incoming. Just waiting for a final confirmation but the player arrived in London this week-end & enjoyed a private moment with friends in order to celebrate his move. Player s side now being formal on the fact he´s off to Chelsea. This — Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 13, 2023 Liverpool leitar áfram logandi ljósi að djúpum miðjumanni, eftir að hafa selt Fabinho og Jordan Henderson til Sádi-Arabíu. Fyrr í sumar yfirgáfu miðjumennirnir Alex Oxlade-Chamberlain, Naby Keita og James Milner einnig félagið en í þeirra stað hafa komið þeir Dominik Szobozslai og Alexis Mac Allister, sem báðir byrjuðu leik dagsins við Chelsea. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Caicedo hafnar Liverpool og vill bara Chelsea Enn ríkir algjör óvissa um að Mosies Caicedo gangi í raðir Liverpool frá Brighton, fyrir metfé í enskri knattspyrnu, þar sem að leikmaðurinn er sagður hafa fengið bakþanka. 11. ágúst 2023 11:21 Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Sjá meira
Fabrizio Romano segir skiptin vera á lokametrunum. Mikið hefur gengið á í kringum Caicedo en Liverpool fékk samþykkt kauptilboð í hann fyrir helgi en tilboði Chelsea hafnað. Caicedo vill hins vegar frekar fara til Lundúnafélagsins sem hefur bætt boð sitt og mun festa kaup á miðjumanninum. Brighton mun fá 115 milljónir punda frá Chelsea fyrir ekvadorska miðjumanninn auk þess að fá hluta af næsta kaupverði hans. Caicedo er á leið í læknisskoðun á morgun og mun gera samning til 2031, með framlengingarmöguleika til 2032. BREAKING: Moisés Caicedo to Chelsea, here we go! Agreement reached and sealed right now it s gonna British record transfer fee #CFC£115m fee plus sell-on clause included for Brighton.Medical tests, booked.Caicedo will sign until June 2031 with option until 2032. pic.twitter.com/7O8whsRLdK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 13, 2023 Chelsea og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge í dag en Chelsea virðist ætla að hafa betur á leikmannamarkaðinum. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea hyggist ekki aðeins fá Caicedo á kostnað Liverpool heldur einnig Belgann unga Romeo Lavia frá Southampton, sem Liverpool hefur elst við í sumar. Final announcement for Romeo Lavia incoming. Just waiting for a final confirmation but the player arrived in London this week-end & enjoyed a private moment with friends in order to celebrate his move. Player s side now being formal on the fact he´s off to Chelsea. This — Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 13, 2023 Liverpool leitar áfram logandi ljósi að djúpum miðjumanni, eftir að hafa selt Fabinho og Jordan Henderson til Sádi-Arabíu. Fyrr í sumar yfirgáfu miðjumennirnir Alex Oxlade-Chamberlain, Naby Keita og James Milner einnig félagið en í þeirra stað hafa komið þeir Dominik Szobozslai og Alexis Mac Allister, sem báðir byrjuðu leik dagsins við Chelsea.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Caicedo hafnar Liverpool og vill bara Chelsea Enn ríkir algjör óvissa um að Mosies Caicedo gangi í raðir Liverpool frá Brighton, fyrir metfé í enskri knattspyrnu, þar sem að leikmaðurinn er sagður hafa fengið bakþanka. 11. ágúst 2023 11:21 Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Sjá meira
Caicedo hafnar Liverpool og vill bara Chelsea Enn ríkir algjör óvissa um að Mosies Caicedo gangi í raðir Liverpool frá Brighton, fyrir metfé í enskri knattspyrnu, þar sem að leikmaðurinn er sagður hafa fengið bakþanka. 11. ágúst 2023 11:21