Stutt á milli feigs og ófeigs í umferðinni á Seltjarnarnesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2023 06:45 Konráð segir þá sem urðu vitni að atvikinu á gatnamótunum hafa verið brugðið. Vísir/Arnar Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósagatnamót Seltjarnarness á föstudag þar sem Suðurströnd og Nesvegur mætast. Íbúi sem varð vitni að atvikinu segir of algengt að ökumenn keyri hraðar en takmarkanir leyfi á svæðinu. „Mér var verulega brugðið, þetta er vinur sonar míns og ég var að sækja hann, svo hann var á mína ábyrgð,“ segir Konráð Jónsson, íbúi á Seltjarnarnesi, sem sótti son sinn og vin hans á leikskólann Sólbrekku að loknum vinnudegi á föstudaginn. Ökumaðurinn var kominn á rautt ljós og dreif sig því í beygjuna á meðan strákurinn hjólaði yfir. „Þetta gerðist allt svo hratt en mér sýnist ökumaðurinn hafa verið úti á miðjum gatnamótum að bíða eftir því að umferð úr gagnstæðri átt færi yfir svo hann gæti beygt. Svo kemur rautt ljós og hann tekur beyguna, á sama tíma og það er komið grænt á gangandi vegfarendur,“ segir Konráð. Kippti drengnum frá „Þessi fimm ára drengur er á hjólinu sínu og horfir bara á það hvort það sé komið grænt gönguljós og fer bara af stað og eiginlega lendir næstum því undir horninu á þessum bíl, sem var Tesla. Í sömu andrá er maður þarna líka að labba með sín börn og er nær drengnum en ég. Hann kippir drengnum frá og Teslan stoppar líka. Ég hef velt því fyrir mér hvort það gæti hafa verið sjálfvirkur stöðvunarbúnaður. Svo gæti líka verið að ökumaðurinn hafi bara nauðhemlað.“ Konráð segir of marga keyra hratt á Suðurströnd.Vísir/Arnar Konráð segir ökumanni bílsins hafa verið afar brugðið eins og öllum vegfarendum sem urðu vitni að atvikinu. Stráknum hafi hins vegar blessunarlega ekki orðið meint af. Konráð tekur fram að hann telji breytingar á gönguljósinu, þannig að það sé grænt þegar bílar séu á rauði, til bóta. „En það mætti láta líða aðeins lengri tíma á milli þess sem það kemur rautt á bílaumferð og þangað til það kemur grænt á gangandi umferð. Þá hefði þetta örugglega ekkert gerst.“ Ökumenn keyri of hratt Konráð gerir atvikinu skil á íbúahópi Seltirninga. Hann segir alveg ljóst að samkvæmt umferðarreglum hafi ökumanni verið skylt að fara varlega og gefa gangandi vegfarendum gaum í beygjunni. „Mér finnst eins og margir ökumenn átti sig ekki á því hvað það er stutt á milli feigs og ófeigs hér í umferðinni á Nesinu, með öll þessi börn sem þurfa að labba við og komast yfir göturnar. Umferðarreglurnar segja að ökumaður hafi sérstaka skyldu til að aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar ökutæki nálgast gangandi vegfaranda á eða við veg og skal sérstaka aðgæslu hafa ef barn er á ferð. Það er því ekki bara nóg að aka eins og hraðatakmörkunarskiltið segir, þó að það væri jú ágætis byrjun fyrir marga ökumenn að horfa á það.“ Konráð segir of marga ökumenn virða að vettugi 30 kílómetra hámarkshraðann á götunni. Hann eigi sjálfur fjögur börn, þar af þrjú undir sex ára sem þurfi að labba í kringum Suðurströndina og kveðst hann áhyggjufullur vegna ökuhraðans. „Einu sinni var ég að labba með börnunum mínum við gönguljósin sem eru nær sundlauginni og þar fór leigubílstjóri yfir á eldrauðu ljósi. Hann var bara að horfa eitthvað niður og við vorum bara heppin að vera ekki lögð af stað yfir.“ Seltjarnarnes Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
„Mér var verulega brugðið, þetta er vinur sonar míns og ég var að sækja hann, svo hann var á mína ábyrgð,“ segir Konráð Jónsson, íbúi á Seltjarnarnesi, sem sótti son sinn og vin hans á leikskólann Sólbrekku að loknum vinnudegi á föstudaginn. Ökumaðurinn var kominn á rautt ljós og dreif sig því í beygjuna á meðan strákurinn hjólaði yfir. „Þetta gerðist allt svo hratt en mér sýnist ökumaðurinn hafa verið úti á miðjum gatnamótum að bíða eftir því að umferð úr gagnstæðri átt færi yfir svo hann gæti beygt. Svo kemur rautt ljós og hann tekur beyguna, á sama tíma og það er komið grænt á gangandi vegfarendur,“ segir Konráð. Kippti drengnum frá „Þessi fimm ára drengur er á hjólinu sínu og horfir bara á það hvort það sé komið grænt gönguljós og fer bara af stað og eiginlega lendir næstum því undir horninu á þessum bíl, sem var Tesla. Í sömu andrá er maður þarna líka að labba með sín börn og er nær drengnum en ég. Hann kippir drengnum frá og Teslan stoppar líka. Ég hef velt því fyrir mér hvort það gæti hafa verið sjálfvirkur stöðvunarbúnaður. Svo gæti líka verið að ökumaðurinn hafi bara nauðhemlað.“ Konráð segir of marga keyra hratt á Suðurströnd.Vísir/Arnar Konráð segir ökumanni bílsins hafa verið afar brugðið eins og öllum vegfarendum sem urðu vitni að atvikinu. Stráknum hafi hins vegar blessunarlega ekki orðið meint af. Konráð tekur fram að hann telji breytingar á gönguljósinu, þannig að það sé grænt þegar bílar séu á rauði, til bóta. „En það mætti láta líða aðeins lengri tíma á milli þess sem það kemur rautt á bílaumferð og þangað til það kemur grænt á gangandi umferð. Þá hefði þetta örugglega ekkert gerst.“ Ökumenn keyri of hratt Konráð gerir atvikinu skil á íbúahópi Seltirninga. Hann segir alveg ljóst að samkvæmt umferðarreglum hafi ökumanni verið skylt að fara varlega og gefa gangandi vegfarendum gaum í beygjunni. „Mér finnst eins og margir ökumenn átti sig ekki á því hvað það er stutt á milli feigs og ófeigs hér í umferðinni á Nesinu, með öll þessi börn sem þurfa að labba við og komast yfir göturnar. Umferðarreglurnar segja að ökumaður hafi sérstaka skyldu til að aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar ökutæki nálgast gangandi vegfaranda á eða við veg og skal sérstaka aðgæslu hafa ef barn er á ferð. Það er því ekki bara nóg að aka eins og hraðatakmörkunarskiltið segir, þó að það væri jú ágætis byrjun fyrir marga ökumenn að horfa á það.“ Konráð segir of marga ökumenn virða að vettugi 30 kílómetra hámarkshraðann á götunni. Hann eigi sjálfur fjögur börn, þar af þrjú undir sex ára sem þurfi að labba í kringum Suðurströndina og kveðst hann áhyggjufullur vegna ökuhraðans. „Einu sinni var ég að labba með börnunum mínum við gönguljósin sem eru nær sundlauginni og þar fór leigubílstjóri yfir á eldrauðu ljósi. Hann var bara að horfa eitthvað niður og við vorum bara heppin að vera ekki lögð af stað yfir.“
Seltjarnarnes Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira