Gætu tekið forseta Níger af lífi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. ágúst 2023 23:40 Bazoum verður ákærður fyrir landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Getty Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger í síðasta mánuði segist ætla að rétta yfir forsetanum Mohamed Bazoum fyrir landráð. Verði Bazoum fundinn sekur gæti hann verið tekinn af lífi að sögn breska fréttamiðilsins The Guardian. Bazoum hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar síðan hún rændi völdum þann 26. júlí síðastliðinn. Hann var kjörinn forseti hins landlukta Afríkuríkis árið 2021. Samband vestur afrískra ríkja, ECOWAS, hefur krafist þess að Bazoum verði komið aftur til valda og hefur hótað að senda herlið inn í Níger til að fylgja þeirri kröfu eftir. Herforingjastjórnin nýtur hins vegar stuðnings Malí og Burkina Faso þar sem herforingjar hafa einnig rænt völdum. Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, lýsti því yfir í ávarpi hjá ríkisfréttastofu landsins að sönnunargögnum gegn Bazoum og samstarfsmönnum hans hefði verið safnað og að þau væru næg til ákæru. Bazoum er í stofufangelsi en hann er sakaður um að hafa sent skilaboð til erlendra ríkja eftir handtökuna, bæði vestur afrískra og annarra. Erlend afskipti af stjórn landsins eru landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Í yfirlýsingunni var ekki sagt við hvern Bazoum hefði haft samband. Ekki heldur hvenær réttarhöldin yfir honum muni hefjast. Maturinn að klárast Fólk tengt Bazoum segir að rafmagn og vatn hafi verið tekið af heimilinu þar sem hann og fjölskylda hans eru í varðhaldi. Þá sé maturinn á heimilinu að klárast. Sonur Bazoum er með hjartasjúkdóm og hefur ekki fengið aðstoð læknis. Herforingjastjórnin hefur hins vegar hafnað því að meðferð forsetafjölskyldunnar sé slæm. Herforingjastjórnin heldur því enn þá fram að hægt sé að ná diplómatískri lausn. Trúarlegir leiðtogar frá Nígeríu eru í heimsókn í höfuðborginni Níger til að ræða leiðir til að komast hjá blóðsúthellingum. En bæði Nígería og Senegal hafa sett heri sína á viðbúnaðarstig. Þá hefur ECOWAS einnig sett viðskiptabann á Níger og Nígeríumenn stöðvað orkusölu til landsins. Viðskiptaþvinganir farnar að bíta Níger er þegar eitt fátækasta lands heimsins og viðskiptaþvinganirnar eru farnar að bíta íbúana fast. Meðal annars eru ýmsar nauðsynjar farnar að klárast á mörkuðum, bæði matvæli og hreinlætisvörur. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum treysta 4,3 milljónir íbúa Níger á neyðaraðstoð. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi valdaránið þá verður mannúðaraðstoð áfram haldið í landinu á meðan hægt er. Níger Nígería Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Bazoum hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar síðan hún rændi völdum þann 26. júlí síðastliðinn. Hann var kjörinn forseti hins landlukta Afríkuríkis árið 2021. Samband vestur afrískra ríkja, ECOWAS, hefur krafist þess að Bazoum verði komið aftur til valda og hefur hótað að senda herlið inn í Níger til að fylgja þeirri kröfu eftir. Herforingjastjórnin nýtur hins vegar stuðnings Malí og Burkina Faso þar sem herforingjar hafa einnig rænt völdum. Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, lýsti því yfir í ávarpi hjá ríkisfréttastofu landsins að sönnunargögnum gegn Bazoum og samstarfsmönnum hans hefði verið safnað og að þau væru næg til ákæru. Bazoum er í stofufangelsi en hann er sakaður um að hafa sent skilaboð til erlendra ríkja eftir handtökuna, bæði vestur afrískra og annarra. Erlend afskipti af stjórn landsins eru landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Í yfirlýsingunni var ekki sagt við hvern Bazoum hefði haft samband. Ekki heldur hvenær réttarhöldin yfir honum muni hefjast. Maturinn að klárast Fólk tengt Bazoum segir að rafmagn og vatn hafi verið tekið af heimilinu þar sem hann og fjölskylda hans eru í varðhaldi. Þá sé maturinn á heimilinu að klárast. Sonur Bazoum er með hjartasjúkdóm og hefur ekki fengið aðstoð læknis. Herforingjastjórnin hefur hins vegar hafnað því að meðferð forsetafjölskyldunnar sé slæm. Herforingjastjórnin heldur því enn þá fram að hægt sé að ná diplómatískri lausn. Trúarlegir leiðtogar frá Nígeríu eru í heimsókn í höfuðborginni Níger til að ræða leiðir til að komast hjá blóðsúthellingum. En bæði Nígería og Senegal hafa sett heri sína á viðbúnaðarstig. Þá hefur ECOWAS einnig sett viðskiptabann á Níger og Nígeríumenn stöðvað orkusölu til landsins. Viðskiptaþvinganir farnar að bíta Níger er þegar eitt fátækasta lands heimsins og viðskiptaþvinganirnar eru farnar að bíta íbúana fast. Meðal annars eru ýmsar nauðsynjar farnar að klárast á mörkuðum, bæði matvæli og hreinlætisvörur. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum treysta 4,3 milljónir íbúa Níger á neyðaraðstoð. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi valdaránið þá verður mannúðaraðstoð áfram haldið í landinu á meðan hægt er.
Níger Nígería Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira