Gætu tekið forseta Níger af lífi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. ágúst 2023 23:40 Bazoum verður ákærður fyrir landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Getty Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger í síðasta mánuði segist ætla að rétta yfir forsetanum Mohamed Bazoum fyrir landráð. Verði Bazoum fundinn sekur gæti hann verið tekinn af lífi að sögn breska fréttamiðilsins The Guardian. Bazoum hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar síðan hún rændi völdum þann 26. júlí síðastliðinn. Hann var kjörinn forseti hins landlukta Afríkuríkis árið 2021. Samband vestur afrískra ríkja, ECOWAS, hefur krafist þess að Bazoum verði komið aftur til valda og hefur hótað að senda herlið inn í Níger til að fylgja þeirri kröfu eftir. Herforingjastjórnin nýtur hins vegar stuðnings Malí og Burkina Faso þar sem herforingjar hafa einnig rænt völdum. Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, lýsti því yfir í ávarpi hjá ríkisfréttastofu landsins að sönnunargögnum gegn Bazoum og samstarfsmönnum hans hefði verið safnað og að þau væru næg til ákæru. Bazoum er í stofufangelsi en hann er sakaður um að hafa sent skilaboð til erlendra ríkja eftir handtökuna, bæði vestur afrískra og annarra. Erlend afskipti af stjórn landsins eru landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Í yfirlýsingunni var ekki sagt við hvern Bazoum hefði haft samband. Ekki heldur hvenær réttarhöldin yfir honum muni hefjast. Maturinn að klárast Fólk tengt Bazoum segir að rafmagn og vatn hafi verið tekið af heimilinu þar sem hann og fjölskylda hans eru í varðhaldi. Þá sé maturinn á heimilinu að klárast. Sonur Bazoum er með hjartasjúkdóm og hefur ekki fengið aðstoð læknis. Herforingjastjórnin hefur hins vegar hafnað því að meðferð forsetafjölskyldunnar sé slæm. Herforingjastjórnin heldur því enn þá fram að hægt sé að ná diplómatískri lausn. Trúarlegir leiðtogar frá Nígeríu eru í heimsókn í höfuðborginni Níger til að ræða leiðir til að komast hjá blóðsúthellingum. En bæði Nígería og Senegal hafa sett heri sína á viðbúnaðarstig. Þá hefur ECOWAS einnig sett viðskiptabann á Níger og Nígeríumenn stöðvað orkusölu til landsins. Viðskiptaþvinganir farnar að bíta Níger er þegar eitt fátækasta lands heimsins og viðskiptaþvinganirnar eru farnar að bíta íbúana fast. Meðal annars eru ýmsar nauðsynjar farnar að klárast á mörkuðum, bæði matvæli og hreinlætisvörur. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum treysta 4,3 milljónir íbúa Níger á neyðaraðstoð. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi valdaránið þá verður mannúðaraðstoð áfram haldið í landinu á meðan hægt er. Níger Nígería Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Bazoum hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar síðan hún rændi völdum þann 26. júlí síðastliðinn. Hann var kjörinn forseti hins landlukta Afríkuríkis árið 2021. Samband vestur afrískra ríkja, ECOWAS, hefur krafist þess að Bazoum verði komið aftur til valda og hefur hótað að senda herlið inn í Níger til að fylgja þeirri kröfu eftir. Herforingjastjórnin nýtur hins vegar stuðnings Malí og Burkina Faso þar sem herforingjar hafa einnig rænt völdum. Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, lýsti því yfir í ávarpi hjá ríkisfréttastofu landsins að sönnunargögnum gegn Bazoum og samstarfsmönnum hans hefði verið safnað og að þau væru næg til ákæru. Bazoum er í stofufangelsi en hann er sakaður um að hafa sent skilaboð til erlendra ríkja eftir handtökuna, bæði vestur afrískra og annarra. Erlend afskipti af stjórn landsins eru landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Í yfirlýsingunni var ekki sagt við hvern Bazoum hefði haft samband. Ekki heldur hvenær réttarhöldin yfir honum muni hefjast. Maturinn að klárast Fólk tengt Bazoum segir að rafmagn og vatn hafi verið tekið af heimilinu þar sem hann og fjölskylda hans eru í varðhaldi. Þá sé maturinn á heimilinu að klárast. Sonur Bazoum er með hjartasjúkdóm og hefur ekki fengið aðstoð læknis. Herforingjastjórnin hefur hins vegar hafnað því að meðferð forsetafjölskyldunnar sé slæm. Herforingjastjórnin heldur því enn þá fram að hægt sé að ná diplómatískri lausn. Trúarlegir leiðtogar frá Nígeríu eru í heimsókn í höfuðborginni Níger til að ræða leiðir til að komast hjá blóðsúthellingum. En bæði Nígería og Senegal hafa sett heri sína á viðbúnaðarstig. Þá hefur ECOWAS einnig sett viðskiptabann á Níger og Nígeríumenn stöðvað orkusölu til landsins. Viðskiptaþvinganir farnar að bíta Níger er þegar eitt fátækasta lands heimsins og viðskiptaþvinganirnar eru farnar að bíta íbúana fast. Meðal annars eru ýmsar nauðsynjar farnar að klárast á mörkuðum, bæði matvæli og hreinlætisvörur. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum treysta 4,3 milljónir íbúa Níger á neyðaraðstoð. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi valdaránið þá verður mannúðaraðstoð áfram haldið í landinu á meðan hægt er.
Níger Nígería Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira