Leynipeppari á bak við tjöldin kveikti í Víkingsstelpunum fyrir bikarúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2023 11:00 Víkingsstelpurnar fagna hér bikarmeistaratitlinum sem var sá fyrsti hjá kvennaliði félagsins. Vísir/Hulda Margrét Nýkrýndu bikarmeistararnir Nadía Atladóttir og Emma Steinsen Jónsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir sextándu umferð Bestu deildar kvenna sem hefst í kvöld. Upphitun er að venju aðgengileg hér á Vísi en þar er farið yfir leiki helgarinnar og spáð í spilin. Lengjudeildarlið Víkings kom flestum mjög mikið á óvart með því að tryggja sér bikarmeistaratitilinn með sannfærandi 3-1 sigri á toppliði Bestu deildar kvenna í Breiðabliki. Nadía er fyrirliði Víkingsliðsins og skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum þar af annað þeirra eftir stoðsendingu frá hægri bakverðinum Emmu Steinsen. Helena forvitnaðist um undirbúning Víkingsliðsins fyrir bikarúrslitaleikinn en þar heyrðu Víkingsstelpurnar úr flestum áttum, að þær ætti enga möguleika í bikarúrslitaleiknum. Var tryllt vika „Við vorum búnar að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik. Við vorum alltaf að peppa okkur meira og meira með hverjum deginum. Því nær sem leið leiknum því meira gíraðar vorum við í þetta. Þetta var bara tryllt vika,“ sagði Nadía Atladóttir. Í spjallinu kom fram að það var leynipeppari á bak við tjöldin. Nadía hafði sjálf fengið hann til að hvetja sig áfram fyrir undanúrslitaleikinn á móti FH en nú talaði hann við allt liðið. Klippa: Besta upphitunin: Sextánda umferðin með Nadíu og Emmu Emma pressaði á Nadíu að segja söguna af pepparanum. „Við fengum smá peppfund líka, ekki gleyma honum,“ sagði Emma Steinsen Jónsdóttir en sá sem kveikti í Víkingsliðinu heitir Bjartur. „Þetta er einn mesti snillingur sem ég hef kynnst. Hann gíraður okkur svo sannarlega í gang fyrir leikinn,“ sagði Emma. Geggjaður gæi „Þetta er geggjaður gæi. Ég fór til hans fyrir FH-leikinn. Undanúrslitin. Mér fannst hann bara geðveikur. Ég kom með alls konar taktík inn í klefa fyrir þann leik. Allir voru bara: Hvað er Nadía að gera?,“ sagði Nadía. „Ég hef aldrei séð Nadíu svona. Nadía lætur aldrei svona. Hún var bara ógeðslega gíruð og ég hugsaði: Mig langar í það sem hún fékk,“ sagði Emma. „Svo sagði ég þeim eftir leikinn hvað ég hafði gert. Þær voru smá að naggast í mér: Ætlar þú ekki að heyra í Bjarti fyrir úrslitaleikinn? Ég ákvað að heyra í honum í byrjun vikunnar og hann var mjög gíraður í þetta. Hann hjálpaði okkur alveg mjög mikið,“ sagði Nadía. Gargandi á hverja aðra „Við hittumst þarna í klukkutíma og við vorum gargandi á hverja aðra að við værum með þetta og værum að fara að vinna. Svo endaði þetta meira að segja á því að við vorum allar hoppandi, dansandi og syngjandi bikarmeistarar. Þá hugsaði maður bara að þetta verður svona á eftir,“ sagði Nadía. „Við vorum bara að manifesta,“ sagði Emma. Bjartur Guðmundsson er lærður leikari sem starfar nær eingöngu sem fyrirlesari og frammistöðuþjálfari eða markþjálfi. Helena fékk stelpurnar einnig til að spá fyrir um sextándu umferðina en fjórir leikir fara fram í kvöld og einn á morgun. Leikir umferðarinnar eru: Þriðjudagurinn 15. ágúst 18.00 ÍBV-Keflavík (Stöð 2 Sport 5) 19.15 Selfoss-FH (Stöð 2 Besta Deildin 1) 19.15 Þór/KA-Valur (Stöð 2 Sport) 19.15 Þróttur-Tindastóll (Stöð 2 Besta Deildin 2) Miðvikudagurinn 16. ágúst 18.00 Stjarnan-Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Besta deild kvenna Mjólkurbikar kvenna Lengjudeild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Upphitun er að venju aðgengileg hér á Vísi en þar er farið yfir leiki helgarinnar og spáð í spilin. Lengjudeildarlið Víkings kom flestum mjög mikið á óvart með því að tryggja sér bikarmeistaratitilinn með sannfærandi 3-1 sigri á toppliði Bestu deildar kvenna í Breiðabliki. Nadía er fyrirliði Víkingsliðsins og skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum þar af annað þeirra eftir stoðsendingu frá hægri bakverðinum Emmu Steinsen. Helena forvitnaðist um undirbúning Víkingsliðsins fyrir bikarúrslitaleikinn en þar heyrðu Víkingsstelpurnar úr flestum áttum, að þær ætti enga möguleika í bikarúrslitaleiknum. Var tryllt vika „Við vorum búnar að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik. Við vorum alltaf að peppa okkur meira og meira með hverjum deginum. Því nær sem leið leiknum því meira gíraðar vorum við í þetta. Þetta var bara tryllt vika,“ sagði Nadía Atladóttir. Í spjallinu kom fram að það var leynipeppari á bak við tjöldin. Nadía hafði sjálf fengið hann til að hvetja sig áfram fyrir undanúrslitaleikinn á móti FH en nú talaði hann við allt liðið. Klippa: Besta upphitunin: Sextánda umferðin með Nadíu og Emmu Emma pressaði á Nadíu að segja söguna af pepparanum. „Við fengum smá peppfund líka, ekki gleyma honum,“ sagði Emma Steinsen Jónsdóttir en sá sem kveikti í Víkingsliðinu heitir Bjartur. „Þetta er einn mesti snillingur sem ég hef kynnst. Hann gíraður okkur svo sannarlega í gang fyrir leikinn,“ sagði Emma. Geggjaður gæi „Þetta er geggjaður gæi. Ég fór til hans fyrir FH-leikinn. Undanúrslitin. Mér fannst hann bara geðveikur. Ég kom með alls konar taktík inn í klefa fyrir þann leik. Allir voru bara: Hvað er Nadía að gera?,“ sagði Nadía. „Ég hef aldrei séð Nadíu svona. Nadía lætur aldrei svona. Hún var bara ógeðslega gíruð og ég hugsaði: Mig langar í það sem hún fékk,“ sagði Emma. „Svo sagði ég þeim eftir leikinn hvað ég hafði gert. Þær voru smá að naggast í mér: Ætlar þú ekki að heyra í Bjarti fyrir úrslitaleikinn? Ég ákvað að heyra í honum í byrjun vikunnar og hann var mjög gíraður í þetta. Hann hjálpaði okkur alveg mjög mikið,“ sagði Nadía. Gargandi á hverja aðra „Við hittumst þarna í klukkutíma og við vorum gargandi á hverja aðra að við værum með þetta og værum að fara að vinna. Svo endaði þetta meira að segja á því að við vorum allar hoppandi, dansandi og syngjandi bikarmeistarar. Þá hugsaði maður bara að þetta verður svona á eftir,“ sagði Nadía. „Við vorum bara að manifesta,“ sagði Emma. Bjartur Guðmundsson er lærður leikari sem starfar nær eingöngu sem fyrirlesari og frammistöðuþjálfari eða markþjálfi. Helena fékk stelpurnar einnig til að spá fyrir um sextándu umferðina en fjórir leikir fara fram í kvöld og einn á morgun. Leikir umferðarinnar eru: Þriðjudagurinn 15. ágúst 18.00 ÍBV-Keflavík (Stöð 2 Sport 5) 19.15 Selfoss-FH (Stöð 2 Besta Deildin 1) 19.15 Þór/KA-Valur (Stöð 2 Sport) 19.15 Þróttur-Tindastóll (Stöð 2 Besta Deildin 2) Miðvikudagurinn 16. ágúst 18.00 Stjarnan-Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Leikir umferðarinnar eru: Þriðjudagurinn 15. ágúst 18.00 ÍBV-Keflavík (Stöð 2 Sport 5) 19.15 Selfoss-FH (Stöð 2 Besta Deildin 1) 19.15 Þór/KA-Valur (Stöð 2 Sport) 19.15 Þróttur-Tindastóll (Stöð 2 Besta Deildin 2) Miðvikudagurinn 16. ágúst 18.00 Stjarnan-Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna Mjólkurbikar kvenna Lengjudeild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira