„Liðið var mjög meðvitað um hvað væri í húfi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. ágúst 2023 20:17 Guðni Eiríksson gat ekki verið neitt annað en sáttur eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega kampakátur eftir 3-1 sigur liðsins gegn Selfyssingum í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að siurinn hafi í raun aldrei verið í hættu eftir að FH-ingar bættu öðru og þriðja markinu við eftir rúmlega hálftíma leik. „Ég er alveg sammála því. Við lokuðum leiknum í fyrri hálfleik með frábærri frammistöðu og þetta var verðskuldaður sigur hjá FH-liðinu í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. Með sigrinum tryggði FH sér sæti í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp eftir tæpar tvær vikur, en fyrir leik hafði Guðni einmitt orð á því að það væri gulrótin sem liðið væri að eltast við í kvöld. „Algjörlega, og liðið var mjög meðvitað um það hvað væri í húfi. Það voru líka fleiri gulrætur í boði því FH-liðið hefur ekki safnað svona mörgum stigum áður, þannig að það er líka jákvætt. Þannig að það var fullt af gulrótum og liðið vildi svo sannarlega sækja þessi þrjú stig.“ „Ég er heilt yfir mjög sáttur með uppleggið og eins sáttur með frammistöðu leikmanna.“ FH-ingar hafa nú safnað 25 stigum þegar enn eru tvær umferðir í að deildinni verði skipt upp, en Guðni segist ekki hafa verið að horfa í einhvern ákveðinn stigafjölda áður en mótið hófst. „Við vorum ekki að horfa beint í stigin, heldur vorum við að horfa í að enda í topp sex. Að það skuli vera komið í hús þegar tvær umferðir eru eftir er bara frábært.“ FH-ingar taka á móti Stjörnunni næstkomandi sunnudag í 17. umferð Bestu-deildarinnar og býst Guðni við hörkuleik þar. „Það var hörkuleikur á móti Stjörnunni síðast og ég á ekki von á neinu öðru en að sama verði uppi á teningnum um helgina. FH-liðið mætir vel gírað í þann leik.“ Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 1-3 | Nýliðarnir tryggðu sæti í efri hlutanum FH-ingar, nýliðar Bestu-deildar kvenna, tryggðu sér sæti í efri hluta deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 útisigur á Selfossi í kvöld. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. 15. ágúst 2023 19:52 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
„Ég er alveg sammála því. Við lokuðum leiknum í fyrri hálfleik með frábærri frammistöðu og þetta var verðskuldaður sigur hjá FH-liðinu í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. Með sigrinum tryggði FH sér sæti í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp eftir tæpar tvær vikur, en fyrir leik hafði Guðni einmitt orð á því að það væri gulrótin sem liðið væri að eltast við í kvöld. „Algjörlega, og liðið var mjög meðvitað um það hvað væri í húfi. Það voru líka fleiri gulrætur í boði því FH-liðið hefur ekki safnað svona mörgum stigum áður, þannig að það er líka jákvætt. Þannig að það var fullt af gulrótum og liðið vildi svo sannarlega sækja þessi þrjú stig.“ „Ég er heilt yfir mjög sáttur með uppleggið og eins sáttur með frammistöðu leikmanna.“ FH-ingar hafa nú safnað 25 stigum þegar enn eru tvær umferðir í að deildinni verði skipt upp, en Guðni segist ekki hafa verið að horfa í einhvern ákveðinn stigafjölda áður en mótið hófst. „Við vorum ekki að horfa beint í stigin, heldur vorum við að horfa í að enda í topp sex. Að það skuli vera komið í hús þegar tvær umferðir eru eftir er bara frábært.“ FH-ingar taka á móti Stjörnunni næstkomandi sunnudag í 17. umferð Bestu-deildarinnar og býst Guðni við hörkuleik þar. „Það var hörkuleikur á móti Stjörnunni síðast og ég á ekki von á neinu öðru en að sama verði uppi á teningnum um helgina. FH-liðið mætir vel gírað í þann leik.“
Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 1-3 | Nýliðarnir tryggðu sæti í efri hlutanum FH-ingar, nýliðar Bestu-deildar kvenna, tryggðu sér sæti í efri hluta deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 útisigur á Selfossi í kvöld. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. 15. ágúst 2023 19:52 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - FH 1-3 | Nýliðarnir tryggðu sæti í efri hlutanum FH-ingar, nýliðar Bestu-deildar kvenna, tryggðu sér sæti í efri hluta deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 útisigur á Selfossi í kvöld. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. 15. ágúst 2023 19:52