Ariana Katrín nýr verkefnastjóri miðlunar Máni Snær Þorláksson skrifar 16. ágúst 2023 14:34 Ariana Katrín Katrínardóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur. Aðsend Ariana Katrín Katrínardóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra miðlunar Listasafns Reykjavíkur. Katrín mun annast samstarf við skóla, móttöku skólahópa og aðra miðlun til barna, ungmenna og fjölskyldna. Fram kemur í tilkynningu að Ariana Katrín muni hefja störf hjá safninu um næstu mánaðarmót. Ariana Katrín er með meistaragráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Þar lagði hún sérstaka áherslu á safnfræðslu. Lokaritgerð hennar fjallaði um listsmiðjur með grunnskólanemendum í safnaumhverfi. Einnig hefur Ariana Katrín numið myndlýsingar við Academy of Art University í San Francisco í Bandaríkjunum, listfræði við Háskóla Íslands og myndlist við Instituto Lorenzo de Medici í Flórens á Ítalíu. Ariana Katrín hefur starfað við sérkennslu hjá Brúarskóla, almenna kennslu í Flataskóla, sem leiðbeinandi á leikskólanum Grænuborg og deildarstjóri á leikskólanum Gullborg. Á þeim síðastnefnda stýrði hún jafnframt listasmiðju og hlaut skólinn í hennar tíð Menningarfána Reykjavíkurborgar fyrir framúrskarandi menningarstarf. Þá hefur hún stýrt námskeiðum um sköpun í leikskólastarfi fyrir leikskólakennara og komið að ólíkum listasmiðjum og sérverkefnum á ýmsum stöðum. Auk þess hefur hún starfað sjálfstætt sem myndskreytir og hönnuður. Fréttin hefur verið uppfærð. Vistaskipti Myndlist Skóla - og menntamál Söfn Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að Ariana Katrín muni hefja störf hjá safninu um næstu mánaðarmót. Ariana Katrín er með meistaragráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Þar lagði hún sérstaka áherslu á safnfræðslu. Lokaritgerð hennar fjallaði um listsmiðjur með grunnskólanemendum í safnaumhverfi. Einnig hefur Ariana Katrín numið myndlýsingar við Academy of Art University í San Francisco í Bandaríkjunum, listfræði við Háskóla Íslands og myndlist við Instituto Lorenzo de Medici í Flórens á Ítalíu. Ariana Katrín hefur starfað við sérkennslu hjá Brúarskóla, almenna kennslu í Flataskóla, sem leiðbeinandi á leikskólanum Grænuborg og deildarstjóri á leikskólanum Gullborg. Á þeim síðastnefnda stýrði hún jafnframt listasmiðju og hlaut skólinn í hennar tíð Menningarfána Reykjavíkurborgar fyrir framúrskarandi menningarstarf. Þá hefur hún stýrt námskeiðum um sköpun í leikskólastarfi fyrir leikskólakennara og komið að ólíkum listasmiðjum og sérverkefnum á ýmsum stöðum. Auk þess hefur hún starfað sjálfstætt sem myndskreytir og hönnuður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vistaskipti Myndlist Skóla - og menntamál Söfn Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira