Umboðsmaður segir heimildir til framsals löggæsluverkefna of rúmar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. ágúst 2023 06:49 Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Umboðsmaður Alþingis hefur sent forseta Alþingis ábendingu þess efnis að orðalag í lögreglulögum um heimildir ríkislögreglustjóra til að fela erlendum ríkisborgurum framkvæmd löggæsluverkefna á Íslandi sé of rúmt. Ábendingunni var komið á framfæri í kjölfar svara frá dómsmálaráðuneytinu vegna fyrirspurna umboðsmanns um erlenda lögreglumenn sem hingað komu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í maí. Í tilkynningu á vef umboðsmanns segir að af svari ráðuneytisins hafi mátt ráða að það teldi orðalag greinar í lögreglulögum sem heimilar framsal verkefna til erlendra aðila ekki of víðtækt en að tekið yrði til athugunar hvort tilefni væri til að setja nánari reglur um samstarf lögreglu við erlend löggæsluyfirvöld og alþjóðastofnanir. „Ekkert kom þó nánar fram um markmið eða efni slíkra reglna né hvort tekið yrði tillit til sjónarmiða í fyrirspurnarbréfi umboðsmanns. Þá er ljóst að ráðuneytið lítur svo á að það hafi verið fyllilega í samræmi við heimildir ríkislögreglustjóra að fela erlendu lögreglumönnunum umrædd verkefni,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður bendir á að heimild ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar sé hins vegar ekki ótakmörkuð. Lögregluvald heyri til kjarna framkvæmdavaldsins og því þurfi að gera ríkari kröfur en ella til framsals slíkra heimilda. „Í ljósi túlkunar ráðuneytisins á ákvæðinu hefur umboðsmaður því sent forseta Alþingis ábendingu þar að lútandi. Orðalag ákvæðisins sé of rúmt og til þess fallið að valda misskilningi um markmið þess og önnur atriði sem við eigi. Samkvæmt lögskýringargögnum hafi verið gert ráð fyrir því að heimild ríkislögreglustjóra, að þessu leyti, kynni að verða nánar afmörkuð með frekari reglum dómsmálaráðherra. Svör ráðuneytisins gæfu ekki tilefni til að ætla að með slíkum reglum, ef þær yrðu settar, yrði sérstaklega tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem umboðsmaður hefði komið á framfæri við það.“ Lögreglan Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Ábendingunni var komið á framfæri í kjölfar svara frá dómsmálaráðuneytinu vegna fyrirspurna umboðsmanns um erlenda lögreglumenn sem hingað komu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í maí. Í tilkynningu á vef umboðsmanns segir að af svari ráðuneytisins hafi mátt ráða að það teldi orðalag greinar í lögreglulögum sem heimilar framsal verkefna til erlendra aðila ekki of víðtækt en að tekið yrði til athugunar hvort tilefni væri til að setja nánari reglur um samstarf lögreglu við erlend löggæsluyfirvöld og alþjóðastofnanir. „Ekkert kom þó nánar fram um markmið eða efni slíkra reglna né hvort tekið yrði tillit til sjónarmiða í fyrirspurnarbréfi umboðsmanns. Þá er ljóst að ráðuneytið lítur svo á að það hafi verið fyllilega í samræmi við heimildir ríkislögreglustjóra að fela erlendu lögreglumönnunum umrædd verkefni,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður bendir á að heimild ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar sé hins vegar ekki ótakmörkuð. Lögregluvald heyri til kjarna framkvæmdavaldsins og því þurfi að gera ríkari kröfur en ella til framsals slíkra heimilda. „Í ljósi túlkunar ráðuneytisins á ákvæðinu hefur umboðsmaður því sent forseta Alþingis ábendingu þar að lútandi. Orðalag ákvæðisins sé of rúmt og til þess fallið að valda misskilningi um markmið þess og önnur atriði sem við eigi. Samkvæmt lögskýringargögnum hafi verið gert ráð fyrir því að heimild ríkislögreglustjóra, að þessu leyti, kynni að verða nánar afmörkuð með frekari reglum dómsmálaráðherra. Svör ráðuneytisins gæfu ekki tilefni til að ætla að með slíkum reglum, ef þær yrðu settar, yrði sérstaklega tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem umboðsmaður hefði komið á framfæri við það.“
Lögreglan Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira