Þakkir til fuglanna Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 08:31 Hvað er það eiginlega með fugla? Í allt sumar eru fuglar búnir að elta mig og eiginlega fyrr því í febrúar/mars verpti að venju krumma par upp á þaki. Eggjunum var því miður fórnað nú í ár með vindkviðu en samt komu krummarnir í heimsókn í síðustu viku til að kveðja. Ég veit ekki hvað það er með fugla. Ég hef aldrei velt þeim sérstaklega fyrir mér en nú í ár þá tek ég eftir þeim alls staðar og þykir svo vænt um þá. En þeir kunna nú líka að skilja eftir sig merki. Ég var ekki fyrr búin að þrífa pallinn og mála, að ég þurfti að þrífa pallinn aftur. Nýbúin þá að þrífa bílinn sem var svolítið mikið útataður. Og meðan ég var að bölsóttast yfir þeim örlögum að vera alltaf að þrífa eftir fuglana kom yfir mig ljósaperustund, svona ring, ding, ding stund. Ég meina ef ég er svona ánægð með fuglana, af hverju var ég þá að pirrast yfir nokkrum handartökum við þrifin? Það fylgir öllu sem maður tekur að sér eitthvað bögg og vesen, en ef maður getur ekki fundið gleði og þakklæti yfir því sem maður er að áskotnast í staðinn, og tekist sáttur á við óumflýjanlega fylgifiska, þá er maður kannski á rangri braut í lífinu. Er það ekki? Þetta hugarfar hjálpar mér a.m.k. yfir trampandi fílana sem gera sig heimakomna á eggjastokkunum mínum akkúrat núna. Það er víst sagt að eftir því sem konur eru lengur á blæðingum, því unglegri eiga þær að verða þegar þær eldast. Svo núna tauta ég bara með mér, jájá komið fílar, komið bara, verið velkomnir og löðra svo svellköld castor olíu á magann og vel í naflann mér til að draga úr verkjunum. Topp ráð sem virkar. Verði ykkur að góðu. Takk fyrir lesturinn og megið þið njóta allra komandi einverustunda í umferðinni næstu vikur. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Fuglar Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er það eiginlega með fugla? Í allt sumar eru fuglar búnir að elta mig og eiginlega fyrr því í febrúar/mars verpti að venju krumma par upp á þaki. Eggjunum var því miður fórnað nú í ár með vindkviðu en samt komu krummarnir í heimsókn í síðustu viku til að kveðja. Ég veit ekki hvað það er með fugla. Ég hef aldrei velt þeim sérstaklega fyrir mér en nú í ár þá tek ég eftir þeim alls staðar og þykir svo vænt um þá. En þeir kunna nú líka að skilja eftir sig merki. Ég var ekki fyrr búin að þrífa pallinn og mála, að ég þurfti að þrífa pallinn aftur. Nýbúin þá að þrífa bílinn sem var svolítið mikið útataður. Og meðan ég var að bölsóttast yfir þeim örlögum að vera alltaf að þrífa eftir fuglana kom yfir mig ljósaperustund, svona ring, ding, ding stund. Ég meina ef ég er svona ánægð með fuglana, af hverju var ég þá að pirrast yfir nokkrum handartökum við þrifin? Það fylgir öllu sem maður tekur að sér eitthvað bögg og vesen, en ef maður getur ekki fundið gleði og þakklæti yfir því sem maður er að áskotnast í staðinn, og tekist sáttur á við óumflýjanlega fylgifiska, þá er maður kannski á rangri braut í lífinu. Er það ekki? Þetta hugarfar hjálpar mér a.m.k. yfir trampandi fílana sem gera sig heimakomna á eggjastokkunum mínum akkúrat núna. Það er víst sagt að eftir því sem konur eru lengur á blæðingum, því unglegri eiga þær að verða þegar þær eldast. Svo núna tauta ég bara með mér, jájá komið fílar, komið bara, verið velkomnir og löðra svo svellköld castor olíu á magann og vel í naflann mér til að draga úr verkjunum. Topp ráð sem virkar. Verði ykkur að góðu. Takk fyrir lesturinn og megið þið njóta allra komandi einverustunda í umferðinni næstu vikur. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar