Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 10:58 Bílaröð við bensínstöð við eina veginn suður frá Yellowknife í Norðurvesturhéruðum Kanada. AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. Hundruð elda brenna nú í strjálbýlum Norðvesturhéruðunum en einn þeirra stefnir á Yellowknife. Hann var um sextán kílómetra frá norðurenda bæjarins í gær. Slökkviliðsflugvélar eru nú notaðar til þess að sleppa vatni á eldinn við Yellowknife úr lofti. Hermenn vinna jafnframt að því að ryðja skóg til þess að hefta útbreiðslu eldsins. Yfirvöld óttuðust að sterkur norðlægur vindur ætti eftir að beina eldinum að einu hraðbrautinni sem liggur burt frá eldunum. Bíll við bíl var á hraðbrautinni þegar bæjarbúar komu sér undan áður en frestur til þess rennur út í hádeginu að staðartíma í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fimmtán hundruð manns voru fluttir burt með tíu flugvélum í gær. Í dag stendur til að flytja 1.800 manns til viðbótar í 22 flugferðum. Rebecca Alty, bæjarstjóri í Yellowknife, sagði að eldurinn sjálfur væri ekki eina áhyggjuefnið. „Í ljósi þykks reyks sem er á leiðinni hvetjum við alla íbúa til þess að yfirgefa bæinn eins fljótt og hægt er,“ sagði Alty í gær. Hermenn gerðu rjóður til þess að freista þess að hægja á eldinum sem brennur við Yellowknife á miðvikudag.AP/Master Cpl. Alana Morin/Kanadíski herinn/The Canadian Press/A Óvenjulegir þurrkar Eldarnir hafa nú þegar valdið miklu tjóni í Norðvesturhéruðunum. Smábærinn Enterprise brann nánast til grunna en ekkert manntjón varð þó. Um 6.800 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í héraðinu. Shane Thompson, umhverfisráðherra Norðvesturhéraðanna, segir að útlit sé fyrir að allt að 65 prósent um 46.000 íbúa fylkisins þurfi að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þremur fjöldahjálpastöðvum hefur verið komið upp fyrir flóttafólkið í nágrannaríkinu Alberta. Um 1.100 kílómetra leið er frá Yellowknife að þeirri sem er næst. Metfjöldi gróðurelda geisar nú í Kanada. Það sem af er ári hafa fleiri en 5.700 eldar kviknað og brennt meira en 137.000 ferkílómetra lands víðs vegar um landið. Í gærkvöldi geisuðu enn 1.046 eldar, um helmingur þeirra stjórnlaust. Yfirvöld segja að langvarandi þurrkur eigi þátt í fjölda og ákafa eldanna í ár. Hitabylgjur hafa bætt gráu ofan á svart. Óvenjuþurrt hefur verið víða um Kanada. Frestur til þess að rýma Yellowknife er til hádegis í dag. Íbúar voru þó hvattir til að koma sér burt tímanalega af ótta við að eldur eða reykur gæti tept einu leiðina út úr bænum til suðurs.AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Veit ekki hvort hún komi heim aftur Bílalestin frá Yellowknife var löng í gær. Linda Croft, starfsmaður bensínstöðvar um þrjú hundruð kílómetra suður af bænum segir að röðin eftir eldsneyti þar hafi verið mögnuð. „Það sér ekki fyrir endann á henni,“ sagði Croft við AP. Angela Canning, íbúi Yellowknife, pakkaði mikilvægum skjölum, munum með tilfiningalegt gildi og nauðsynjum í húsbíl sinn með tveimur hundum sínum. Eiginmaður hennar varð eftir sem nauðsynlegur starfsmaður. „Ég er virkilega kvíðin og hrædd. Ég er í uppnámi, ég er í áfalli. Ég veit ekki hvað bíður mín þegar ég kem aftur heim eða hvort ég komi heim, Það er svo mikil óvissa hérna,“ sagði hún. Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Hundruð elda brenna nú í strjálbýlum Norðvesturhéruðunum en einn þeirra stefnir á Yellowknife. Hann var um sextán kílómetra frá norðurenda bæjarins í gær. Slökkviliðsflugvélar eru nú notaðar til þess að sleppa vatni á eldinn við Yellowknife úr lofti. Hermenn vinna jafnframt að því að ryðja skóg til þess að hefta útbreiðslu eldsins. Yfirvöld óttuðust að sterkur norðlægur vindur ætti eftir að beina eldinum að einu hraðbrautinni sem liggur burt frá eldunum. Bíll við bíl var á hraðbrautinni þegar bæjarbúar komu sér undan áður en frestur til þess rennur út í hádeginu að staðartíma í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fimmtán hundruð manns voru fluttir burt með tíu flugvélum í gær. Í dag stendur til að flytja 1.800 manns til viðbótar í 22 flugferðum. Rebecca Alty, bæjarstjóri í Yellowknife, sagði að eldurinn sjálfur væri ekki eina áhyggjuefnið. „Í ljósi þykks reyks sem er á leiðinni hvetjum við alla íbúa til þess að yfirgefa bæinn eins fljótt og hægt er,“ sagði Alty í gær. Hermenn gerðu rjóður til þess að freista þess að hægja á eldinum sem brennur við Yellowknife á miðvikudag.AP/Master Cpl. Alana Morin/Kanadíski herinn/The Canadian Press/A Óvenjulegir þurrkar Eldarnir hafa nú þegar valdið miklu tjóni í Norðvesturhéruðunum. Smábærinn Enterprise brann nánast til grunna en ekkert manntjón varð þó. Um 6.800 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í héraðinu. Shane Thompson, umhverfisráðherra Norðvesturhéraðanna, segir að útlit sé fyrir að allt að 65 prósent um 46.000 íbúa fylkisins þurfi að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þremur fjöldahjálpastöðvum hefur verið komið upp fyrir flóttafólkið í nágrannaríkinu Alberta. Um 1.100 kílómetra leið er frá Yellowknife að þeirri sem er næst. Metfjöldi gróðurelda geisar nú í Kanada. Það sem af er ári hafa fleiri en 5.700 eldar kviknað og brennt meira en 137.000 ferkílómetra lands víðs vegar um landið. Í gærkvöldi geisuðu enn 1.046 eldar, um helmingur þeirra stjórnlaust. Yfirvöld segja að langvarandi þurrkur eigi þátt í fjölda og ákafa eldanna í ár. Hitabylgjur hafa bætt gráu ofan á svart. Óvenjuþurrt hefur verið víða um Kanada. Frestur til þess að rýma Yellowknife er til hádegis í dag. Íbúar voru þó hvattir til að koma sér burt tímanalega af ótta við að eldur eða reykur gæti tept einu leiðina út úr bænum til suðurs.AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Veit ekki hvort hún komi heim aftur Bílalestin frá Yellowknife var löng í gær. Linda Croft, starfsmaður bensínstöðvar um þrjú hundruð kílómetra suður af bænum segir að röðin eftir eldsneyti þar hafi verið mögnuð. „Það sér ekki fyrir endann á henni,“ sagði Croft við AP. Angela Canning, íbúi Yellowknife, pakkaði mikilvægum skjölum, munum með tilfiningalegt gildi og nauðsynjum í húsbíl sinn með tveimur hundum sínum. Eiginmaður hennar varð eftir sem nauðsynlegur starfsmaður. „Ég er virkilega kvíðin og hrædd. Ég er í uppnámi, ég er í áfalli. Ég veit ekki hvað bíður mín þegar ég kem aftur heim eða hvort ég komi heim, Það er svo mikil óvissa hérna,“ sagði hún.
Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42