Ekki til betri tilfinning Kári Mímisson skrifar 20. ágúst 2023 20:25 Aron Jóhannsson, fyrir miðju, skoraði sigurmark dagsins. Vísir/Anton Brink Aron Jóhannsson var hetja Fram í dag þegar liðið lagði KA 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu. Aron skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir góða skyndisókn. Hann var að vonum gríðarlega sáttur þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Það lá svolítið á okkur þarna rétt áður en markið kom. Við vorum orðnir smá þreyttir fannst mér enda búnir að leggja mjög mikið í þennan leik. Mér fannst við geta verið með meiri forystu áður en þeir jafna en eins og ég segi þá vorum við orðnir ansi þreyttir. KA er með mjög gott lið og herjuðu vel á okkur en við náðum sigurmarkinu sem er mjög sætt.“ En hvernig lýsir Aron þessu dramatíska sigurmarki sínu á lokamínútu leiksins? „Við vinnum boltann og sækjum hratt eins og við gerðum svo oft vel í þessum leik. Tryggva tekst svo að þræða mig í gegn og ég var nú svo búinn á því að ég sá ekki einu sinni samherjana þarna hliðin á mér svo ég ákvað að skjóta sjálfur og sem betur fer fór boltinn í netið. Það er ekki til betri tilfinning en að sjá boltann í markinu á lokamínútunni.“ Uppbótatíminn var ansi þungur fyrir þreytta Framara sem vörðust þó mjög vel norðanmönnum sem reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Aron er sáttur með að liðið hafi náð að halda þetta út en segir að liðið hafi mögulega gert þetta full spennandi. „Það var svona eins og það gengur og gerist í þessu. Þegar lið komast yfir svona seint í leiknum þá er verið að reyna að hengja langa bolta upp og við vorum mögulega ekki að verjast því alveg nógu vel, vorum að gefa þeim aukaspyrnur sem voru að skapa full mikla spennu skulum við segja en við náðum að halda þetta út.“ Fram mætir Keflavík í sannkölluðum sex stiga leik í næstu umferð. Keflavík situr á botninum og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir að eiga einhverja von á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Aron segir að liðið þurfum að halda áfram að byggja á því sem það gerði í dag og því sem það hefur verið að gera í undanförnum leikjum. „Nú höldum við bara áfram að gera það sem við gerðum í dag og það sem við höfum verið að gera í síðastliðnum tveimur leikjum og ná að gera það í lengri tíma í leikjunum. Við gerðum það í dag í lengri tíma en í leikjunum á undan og sköpum sigurinn fyrir vikið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Fram Besta deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
„Það lá svolítið á okkur þarna rétt áður en markið kom. Við vorum orðnir smá þreyttir fannst mér enda búnir að leggja mjög mikið í þennan leik. Mér fannst við geta verið með meiri forystu áður en þeir jafna en eins og ég segi þá vorum við orðnir ansi þreyttir. KA er með mjög gott lið og herjuðu vel á okkur en við náðum sigurmarkinu sem er mjög sætt.“ En hvernig lýsir Aron þessu dramatíska sigurmarki sínu á lokamínútu leiksins? „Við vinnum boltann og sækjum hratt eins og við gerðum svo oft vel í þessum leik. Tryggva tekst svo að þræða mig í gegn og ég var nú svo búinn á því að ég sá ekki einu sinni samherjana þarna hliðin á mér svo ég ákvað að skjóta sjálfur og sem betur fer fór boltinn í netið. Það er ekki til betri tilfinning en að sjá boltann í markinu á lokamínútunni.“ Uppbótatíminn var ansi þungur fyrir þreytta Framara sem vörðust þó mjög vel norðanmönnum sem reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Aron er sáttur með að liðið hafi náð að halda þetta út en segir að liðið hafi mögulega gert þetta full spennandi. „Það var svona eins og það gengur og gerist í þessu. Þegar lið komast yfir svona seint í leiknum þá er verið að reyna að hengja langa bolta upp og við vorum mögulega ekki að verjast því alveg nógu vel, vorum að gefa þeim aukaspyrnur sem voru að skapa full mikla spennu skulum við segja en við náðum að halda þetta út.“ Fram mætir Keflavík í sannkölluðum sex stiga leik í næstu umferð. Keflavík situr á botninum og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir að eiga einhverja von á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Aron segir að liðið þurfum að halda áfram að byggja á því sem það gerði í dag og því sem það hefur verið að gera í undanförnum leikjum. „Nú höldum við bara áfram að gera það sem við gerðum í dag og það sem við höfum verið að gera í síðastliðnum tveimur leikjum og ná að gera það í lengri tíma í leikjunum. Við gerðum það í dag í lengri tíma en í leikjunum á undan og sköpum sigurinn fyrir vikið.“
Fótbolti Íslenski boltinn Fram Besta deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira