Frekari vaxtahækkanir óþarfar Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 21. ágúst 2023 15:00 Það bárust jákvæð tíðindi í lok júlí þegar verðbólga hjaðnaði nokkuð milli mánaða og mældist 7,6%. Ljóst er að verðbólga er enn óásættanlega mikil en tölurnar gefa þó væntingar um að toppnum sé náð, verðbólga hafi náð hámarki og stýrivextir einnig. Sú þróun myndi styðja við gerð langtímasamnings á vinnumarkaði. Peningastefnunefnd mun á miðvikudag tilkynna ákvörðun sína um breytingu stýrivaxta. Bankarnir og fjármálakerfið munu án vafa vilja sjá enn aðra vaxtahækkunina. Hinsvegar er erfitt að finna rök fyrir áframhaldandi hækkun stýrivaxta. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og sjá má merki um kólnun í hagkerfinu. Seðlabankinn hefur þó gefið til kynna að fjölgun ferðamanna umfram grunnspá bankans kunni að leiða til frekari vaxtahækkana. Eðlilegt að halda stýrivöxtum óbreyttum Stýrivextir voru hækkaðir um 1,25 prósentur í maí og eru í dag 8,75%. Peningastefnunefnd rökstuddi hækkunina með vísan í 9,9% verðbólgumælingu, háa undirliggjandi verðbólgu og mikla þenslu í hagkerfinu. Ljóst er að tíma tekur fyrir stýrivexti að hafa áhrif á verðlag og eftirspurn. Áhrif undangenginna vaxtahækkana bankans eru því ekki að fullu komin fram. Skýr merki eru um að nú dragi úr þenslu í hagkerfinu. Þetta sést meðal annars í minni undirliggjandi verðbólgu, samdrætti í kortaveltu heimila og hægagangi á húsnæðismarkaði. Þó hefur þróun í ferðaþjónustu verið í aðra átt, þar hefur fjölgun ferðamanna verið umfram væntingar flestra spáaðila. Hætta er á því að verði gengið of langt í hækkun vaxta muni það ekki einungis þrengja enn frekar að heimilum heldur einnig skapa vanda á framboðshlið, þ.e. verktakar muni draga úr nýbyggingum húsnæðis. Þar með yrði tímabundið dregið úr þenslu en vandanum og verðbólgunni frestað þar til síðar. Nú þegar er hætta á því að metnaðarfull áform stjórnvalda að stuðla að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum gangi ekki eftir. Skapa þarf forsendur fyrir langtímasamningum Þeir samningar sem undirritaðir voru á almennum vinnumarkaði í desember miðuðu að því að verja kaupmátt launafólks á verðbólgutímum, auka fyrirsjáanleika og leggja þannig grunn að gerð langtímasamnings. Samningarnir tóku mið af sterkri afkomu fyrirtækja sem búið hafa við methagnað undanfarin ár. Að mörgu leyti hefur markmið samningana gengið eftir, tekist hefur að verja kaupmátt og verðbólga fer nú lækkandi. Nú er verkefnið að skapa forsendur fyrir gerð langtímasamnings. Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk með aðgerðum sem stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum lífskjörum launafólks. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Verðlag Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það bárust jákvæð tíðindi í lok júlí þegar verðbólga hjaðnaði nokkuð milli mánaða og mældist 7,6%. Ljóst er að verðbólga er enn óásættanlega mikil en tölurnar gefa þó væntingar um að toppnum sé náð, verðbólga hafi náð hámarki og stýrivextir einnig. Sú þróun myndi styðja við gerð langtímasamnings á vinnumarkaði. Peningastefnunefnd mun á miðvikudag tilkynna ákvörðun sína um breytingu stýrivaxta. Bankarnir og fjármálakerfið munu án vafa vilja sjá enn aðra vaxtahækkunina. Hinsvegar er erfitt að finna rök fyrir áframhaldandi hækkun stýrivaxta. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og sjá má merki um kólnun í hagkerfinu. Seðlabankinn hefur þó gefið til kynna að fjölgun ferðamanna umfram grunnspá bankans kunni að leiða til frekari vaxtahækkana. Eðlilegt að halda stýrivöxtum óbreyttum Stýrivextir voru hækkaðir um 1,25 prósentur í maí og eru í dag 8,75%. Peningastefnunefnd rökstuddi hækkunina með vísan í 9,9% verðbólgumælingu, háa undirliggjandi verðbólgu og mikla þenslu í hagkerfinu. Ljóst er að tíma tekur fyrir stýrivexti að hafa áhrif á verðlag og eftirspurn. Áhrif undangenginna vaxtahækkana bankans eru því ekki að fullu komin fram. Skýr merki eru um að nú dragi úr þenslu í hagkerfinu. Þetta sést meðal annars í minni undirliggjandi verðbólgu, samdrætti í kortaveltu heimila og hægagangi á húsnæðismarkaði. Þó hefur þróun í ferðaþjónustu verið í aðra átt, þar hefur fjölgun ferðamanna verið umfram væntingar flestra spáaðila. Hætta er á því að verði gengið of langt í hækkun vaxta muni það ekki einungis þrengja enn frekar að heimilum heldur einnig skapa vanda á framboðshlið, þ.e. verktakar muni draga úr nýbyggingum húsnæðis. Þar með yrði tímabundið dregið úr þenslu en vandanum og verðbólgunni frestað þar til síðar. Nú þegar er hætta á því að metnaðarfull áform stjórnvalda að stuðla að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum gangi ekki eftir. Skapa þarf forsendur fyrir langtímasamningum Þeir samningar sem undirritaðir voru á almennum vinnumarkaði í desember miðuðu að því að verja kaupmátt launafólks á verðbólgutímum, auka fyrirsjáanleika og leggja þannig grunn að gerð langtímasamnings. Samningarnir tóku mið af sterkri afkomu fyrirtækja sem búið hafa við methagnað undanfarin ár. Að mörgu leyti hefur markmið samningana gengið eftir, tekist hefur að verja kaupmátt og verðbólga fer nú lækkandi. Nú er verkefnið að skapa forsendur fyrir gerð langtímasamnings. Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk með aðgerðum sem stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum lífskjörum launafólks. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun