Segir enga formlega beiðni hafa komið frá Breiðabliki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2023 17:46 Það er alltaf líf og fjör þegar Víkingur og Breiðablik mætast. Vísir/Hulda Margrét Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, segir enga formlega beiðni hafa komið frá Íslandsmeisturum Breiðabliks um að færa leik liðanna og spila hann í komandi landsleikjahléi. Íslandsmeistarar Breiðabliks og topplið Víkinga eigast við í næstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á sunnudaginn kemur frekar en mánudaginn eins og ætlað var. Breiðablik vildi þó flytja leikinn aftar og spila þegar hlé verður gert á Bestu deildinni í október. Samkvæmt frétt Fótbolti.net fyrr í dag tóku Víkingar ekki í þá beiðni en Breiðablik vildi færa leikinn til að liðið fengi algjört frí á milli þess sem það spilar gegn Struga frá Norður-Makedóníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Framkvæmdastjóri Víkings staðfesti skömmu síðar í viðtali við Fótbolti.net að Breiðablik hefði ekki beðið formlega um að færa leikinn inn í landsleikjahléið. Haraldur sagði að hann hefði rætt við framkvæmdastjóra Breiðabliks, Eystein Pétur Lárusson, en þar hefðu Víkingar sagt strax að ekki væri hægt að spila leikinn í landsleikjahléinu. „… værum að keppa um titilinn, færum með færeyskan landsliðsmann, U-21 árs landsliðsmenn, svo er spurning með Aron Þrándarson og A-landsliðið,“ sagði Haraldur. Þá benti Haraldur á að hvorugt lið vissi hversu margir af leikmönnum þeirra yrðu valdir í komandi landsliðsverkefni: „Það á eftir að velja hópana, segir sig bara sjálft.“ Haraldur sagði einnig að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, væri allur af vilja gerður til að hjálpa Blikum þar sem Arnar trúir á karma. Það kom því aldrei beiðni á borð Víkinga og því ekki hægt að gera neitt í því. Í enda spjallsins við Fótbolti.net velti Haraldur fyrir sér af hverju Blikar hefðu ekki fært síðasta leik, gegn Keflavík, inn í landsleikjahléið. Keflavík væri ekki með neina landsliðsmenn og því hefði það átt að vera hægt. „Þá hefðu Blikar fengið frí fram að útileiknum í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Haraldur að lokum. Leikur Breiðabliks og Struga fer fram ytra á fimmtudaginn kemur, 24. ágúst. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sama má segja um viðureign Breiðabliks og Víkings á sunnudaginn kemur, 27. ágúst. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks og topplið Víkinga eigast við í næstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á sunnudaginn kemur frekar en mánudaginn eins og ætlað var. Breiðablik vildi þó flytja leikinn aftar og spila þegar hlé verður gert á Bestu deildinni í október. Samkvæmt frétt Fótbolti.net fyrr í dag tóku Víkingar ekki í þá beiðni en Breiðablik vildi færa leikinn til að liðið fengi algjört frí á milli þess sem það spilar gegn Struga frá Norður-Makedóníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Framkvæmdastjóri Víkings staðfesti skömmu síðar í viðtali við Fótbolti.net að Breiðablik hefði ekki beðið formlega um að færa leikinn inn í landsleikjahléið. Haraldur sagði að hann hefði rætt við framkvæmdastjóra Breiðabliks, Eystein Pétur Lárusson, en þar hefðu Víkingar sagt strax að ekki væri hægt að spila leikinn í landsleikjahléinu. „… værum að keppa um titilinn, færum með færeyskan landsliðsmann, U-21 árs landsliðsmenn, svo er spurning með Aron Þrándarson og A-landsliðið,“ sagði Haraldur. Þá benti Haraldur á að hvorugt lið vissi hversu margir af leikmönnum þeirra yrðu valdir í komandi landsliðsverkefni: „Það á eftir að velja hópana, segir sig bara sjálft.“ Haraldur sagði einnig að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, væri allur af vilja gerður til að hjálpa Blikum þar sem Arnar trúir á karma. Það kom því aldrei beiðni á borð Víkinga og því ekki hægt að gera neitt í því. Í enda spjallsins við Fótbolti.net velti Haraldur fyrir sér af hverju Blikar hefðu ekki fært síðasta leik, gegn Keflavík, inn í landsleikjahléið. Keflavík væri ekki með neina landsliðsmenn og því hefði það átt að vera hægt. „Þá hefðu Blikar fengið frí fram að útileiknum í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Haraldur að lokum. Leikur Breiðabliks og Struga fer fram ytra á fimmtudaginn kemur, 24. ágúst. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sama má segja um viðureign Breiðabliks og Víkings á sunnudaginn kemur, 27. ágúst.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira