Segir enga formlega beiðni hafa komið frá Breiðabliki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2023 17:46 Það er alltaf líf og fjör þegar Víkingur og Breiðablik mætast. Vísir/Hulda Margrét Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, segir enga formlega beiðni hafa komið frá Íslandsmeisturum Breiðabliks um að færa leik liðanna og spila hann í komandi landsleikjahléi. Íslandsmeistarar Breiðabliks og topplið Víkinga eigast við í næstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á sunnudaginn kemur frekar en mánudaginn eins og ætlað var. Breiðablik vildi þó flytja leikinn aftar og spila þegar hlé verður gert á Bestu deildinni í október. Samkvæmt frétt Fótbolti.net fyrr í dag tóku Víkingar ekki í þá beiðni en Breiðablik vildi færa leikinn til að liðið fengi algjört frí á milli þess sem það spilar gegn Struga frá Norður-Makedóníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Framkvæmdastjóri Víkings staðfesti skömmu síðar í viðtali við Fótbolti.net að Breiðablik hefði ekki beðið formlega um að færa leikinn inn í landsleikjahléið. Haraldur sagði að hann hefði rætt við framkvæmdastjóra Breiðabliks, Eystein Pétur Lárusson, en þar hefðu Víkingar sagt strax að ekki væri hægt að spila leikinn í landsleikjahléinu. „… værum að keppa um titilinn, færum með færeyskan landsliðsmann, U-21 árs landsliðsmenn, svo er spurning með Aron Þrándarson og A-landsliðið,“ sagði Haraldur. Þá benti Haraldur á að hvorugt lið vissi hversu margir af leikmönnum þeirra yrðu valdir í komandi landsliðsverkefni: „Það á eftir að velja hópana, segir sig bara sjálft.“ Haraldur sagði einnig að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, væri allur af vilja gerður til að hjálpa Blikum þar sem Arnar trúir á karma. Það kom því aldrei beiðni á borð Víkinga og því ekki hægt að gera neitt í því. Í enda spjallsins við Fótbolti.net velti Haraldur fyrir sér af hverju Blikar hefðu ekki fært síðasta leik, gegn Keflavík, inn í landsleikjahléið. Keflavík væri ekki með neina landsliðsmenn og því hefði það átt að vera hægt. „Þá hefðu Blikar fengið frí fram að útileiknum í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Haraldur að lokum. Leikur Breiðabliks og Struga fer fram ytra á fimmtudaginn kemur, 24. ágúst. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sama má segja um viðureign Breiðabliks og Víkings á sunnudaginn kemur, 27. ágúst. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks og topplið Víkinga eigast við í næstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á sunnudaginn kemur frekar en mánudaginn eins og ætlað var. Breiðablik vildi þó flytja leikinn aftar og spila þegar hlé verður gert á Bestu deildinni í október. Samkvæmt frétt Fótbolti.net fyrr í dag tóku Víkingar ekki í þá beiðni en Breiðablik vildi færa leikinn til að liðið fengi algjört frí á milli þess sem það spilar gegn Struga frá Norður-Makedóníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Framkvæmdastjóri Víkings staðfesti skömmu síðar í viðtali við Fótbolti.net að Breiðablik hefði ekki beðið formlega um að færa leikinn inn í landsleikjahléið. Haraldur sagði að hann hefði rætt við framkvæmdastjóra Breiðabliks, Eystein Pétur Lárusson, en þar hefðu Víkingar sagt strax að ekki væri hægt að spila leikinn í landsleikjahléinu. „… værum að keppa um titilinn, færum með færeyskan landsliðsmann, U-21 árs landsliðsmenn, svo er spurning með Aron Þrándarson og A-landsliðið,“ sagði Haraldur. Þá benti Haraldur á að hvorugt lið vissi hversu margir af leikmönnum þeirra yrðu valdir í komandi landsliðsverkefni: „Það á eftir að velja hópana, segir sig bara sjálft.“ Haraldur sagði einnig að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, væri allur af vilja gerður til að hjálpa Blikum þar sem Arnar trúir á karma. Það kom því aldrei beiðni á borð Víkinga og því ekki hægt að gera neitt í því. Í enda spjallsins við Fótbolti.net velti Haraldur fyrir sér af hverju Blikar hefðu ekki fært síðasta leik, gegn Keflavík, inn í landsleikjahléið. Keflavík væri ekki með neina landsliðsmenn og því hefði það átt að vera hægt. „Þá hefðu Blikar fengið frí fram að útileiknum í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Haraldur að lokum. Leikur Breiðabliks og Struga fer fram ytra á fimmtudaginn kemur, 24. ágúst. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sama má segja um viðureign Breiðabliks og Víkings á sunnudaginn kemur, 27. ágúst.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki