Segir hefndarbrot gegn lögreglu viðvörunarmerki fyrir samfélagið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 10:33 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Vísir/Einar Prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir íkveikju í bíl lögreglumanns sem rannsökuð er sem hefndaraðgerð vera viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og íslenskt samfélag. Hann segir ofbeldisbrotum gegn lögreglu þó ekki fara fjölgandi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, gestur. Rætt var við hann um rannsókn héraðssaksóknara á íkveikju í bíl lögreglumanns í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Íkveikjan er rannsökuð sem hefndaraðgerð og því sem brot gegn valdstjórninni. „Ef við skoðum ofbeldisbrot gegn lögreglu, þá höfum við ekki séð aukningu í slíkum málum síðustu misseri. Það hefur þó verið til staðar og þá er um að ræða ofbeldi gegn lögreglumönnum sem þá meiðast á vettvangi við skyldustörf,“ segir Helgi. Hann segir dæmið frá því í síðustu viku, þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans, tiltölulega einstakt. Vonandi sé um að ræða einangrað atvik. „En þetta er samt sem áður einhverskonar viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og kannski líka okkur sem samfélag um það hvernig við ætlum að takast á við þessa þjóðfélagsmynd sem er smám saman að myndast og verða til hjá okkur.“ Samfélagið sé orðið miklu margbreytilegra en það var heldur en til dæmis síðustu aldamót. Nú séu ólíkir menningarstraumar í íslensku samfélagi og segir Helgi mikilvægt að lögreglan sé næm á það hvernig taka megi á þeim straumum. „Menn þurfa að vera næmir á þessa ólíku þjóðfélagshópa og hafa skilning á aðstæðum þeirra og vera til þess búin að takast á við erfiðar aðstæður sem geta komið upp. Spurningin er alltaf hvers eðlis viðbúnaður lögreglu á að vera.“ Lögreglumál Bítið Lögreglan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, gestur. Rætt var við hann um rannsókn héraðssaksóknara á íkveikju í bíl lögreglumanns í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Íkveikjan er rannsökuð sem hefndaraðgerð og því sem brot gegn valdstjórninni. „Ef við skoðum ofbeldisbrot gegn lögreglu, þá höfum við ekki séð aukningu í slíkum málum síðustu misseri. Það hefur þó verið til staðar og þá er um að ræða ofbeldi gegn lögreglumönnum sem þá meiðast á vettvangi við skyldustörf,“ segir Helgi. Hann segir dæmið frá því í síðustu viku, þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans, tiltölulega einstakt. Vonandi sé um að ræða einangrað atvik. „En þetta er samt sem áður einhverskonar viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og kannski líka okkur sem samfélag um það hvernig við ætlum að takast á við þessa þjóðfélagsmynd sem er smám saman að myndast og verða til hjá okkur.“ Samfélagið sé orðið miklu margbreytilegra en það var heldur en til dæmis síðustu aldamót. Nú séu ólíkir menningarstraumar í íslensku samfélagi og segir Helgi mikilvægt að lögreglan sé næm á það hvernig taka megi á þeim straumum. „Menn þurfa að vera næmir á þessa ólíku þjóðfélagshópa og hafa skilning á aðstæðum þeirra og vera til þess búin að takast á við erfiðar aðstæður sem geta komið upp. Spurningin er alltaf hvers eðlis viðbúnaður lögreglu á að vera.“
Lögreglumál Bítið Lögreglan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira