Farsímar í skólum Ragnar Þór Pétursson skrifar 25. ágúst 2023 09:00 Ég er fyllilega sammála þeim sem telja að skólar, sem ekki finna farsímum uppbyggilegt hlutverk, ættu að banna notkun þeirra. Ég efast bara um að slíkir skólar geti tekið sér uppbyggilegt hlutverk í því samfélagi sem við byggjum. Hver eru áhrif símanna? Um 90 prósent fullorðins, vinnandi fólks á Íslandi segist eiga í meiri eða minni erfiðleikum við að halda sér að verki á vinnutímanum. Við vitum öll að þar leika persónuleg snjalltæki verulegt hlutverk. Þetta er ekki tilfallandi vandamál, þetta er mikilvægt samfélagslegt viðfangsefni sem kallar á raunverulega naflaskoðun og breytingar. Hvernig viljum við feta okkur áfram um refilstigu tækninnar? Við getum ekki staðið kyrr. Okkar eigin stjórnvöld leiða stafrænar samfélagslegar breytingar. Það er að verða ólíft í íslensku samfélagi án rafrænna skilríkja og snjalltækjasamskipta. Persónuleg samskiptatæki eru ekki munaðarvara heldur raunveruleg forsenda þátttöku í samfélaginu, líkt og lestur og skrift áður. Það krefur okkur um að hér alist ekkert okkar upp án þess að hafa slíka tækni á valdi sínu. Hvaða samfélag bíður handan skólalóðarinnar? Þegar skólabjallan glymur stökkva nemendur út í heim stafræns áreitis. Það hafa þeir gert árum saman. Þetta er heimur mikilla tækifæra og stórra áskorana. Hann afhjúpar vægðarlaus bresti þeirra sem ekki kunna að höndla hann. Versnandi geðheilsa, félagsleg einangrun og vafasamt vinnusiðferði eru ekki vandamál einstaklinga. Þetta eru merki samfélags sem er illa búið undir eigin sköpunarverk. Í sögulegu samhengi hafa skólar gegnt lykilhlutverki í aðlögun að samfélagsbreytingu. Þeir hafa búið kynslóðirnar undir líf og starf á hverfanda hveli. Frammi fyrir áskorunum stafræns samfélags geta skólar ekki þvegið hendur sínar og afsalað sér ábyrgð. Á skólinn að vera griðastaður? Sum sjá skóla í hillingum sem griðarstað í óblíðum, stafrænum heimi. Stað, þar sem tækni er haldið að nemendum í mjög afmörkuðum, tærum og hagnýtum tilgangi. Einhverskonar heilsuhæli eins og vinsæl voru hjá fólki í gamla daga sem flýði kolareyk borganna niður á strönd. Þetta eru rómantískar hugmyndir en harla óraunhæfar. Griðastaðir hafa oft hentað fólki í öruggri forréttindastöðu en gert þeim lítið gagn sem þurfa að lifa af í heiminum eins og hann er. Illu heilli sjáum við þess merki að undir líf í raunveruleikanum er margt fólk sárlega illa undirbúið. Kjarni málsins er ekki hvort banna skuli síma og snjallúr; stafræn heyrnartæki eða gleraugu. Tæknin mun halda áfram að skora á okkur. Ef við eru sofandi mun hún hremma okkur í klakabönd sem ylurinn af nostalgíu nær aldrei að bræða. Kjarninn er sá hvort við viljum hafa menntakerfi sem bæði endurspeglar og bregst við hinni stafrænu öld. Ef svo er verðum við að undirbúa nemendur okkar í stað þess að halda þeim í hvarfi. Það er langeðlilegasta leiðin til að hér komi fram kynslóð sem hefur þá seiglu og aðlögunarhæfni sem farsæld á stafrænni öld krefst. Besti árangur sem við getum vænst ef við reynum að mennta börnin okkar eins og okkur sjálf er að þau standi sig jafn vel og við, fullorðna fólkið. Níutíu prósent í vanda með að einbeita sér að vinnunni. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Ragnar Þór Pétursson Börn og uppeldi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fyllilega sammála þeim sem telja að skólar, sem ekki finna farsímum uppbyggilegt hlutverk, ættu að banna notkun þeirra. Ég efast bara um að slíkir skólar geti tekið sér uppbyggilegt hlutverk í því samfélagi sem við byggjum. Hver eru áhrif símanna? Um 90 prósent fullorðins, vinnandi fólks á Íslandi segist eiga í meiri eða minni erfiðleikum við að halda sér að verki á vinnutímanum. Við vitum öll að þar leika persónuleg snjalltæki verulegt hlutverk. Þetta er ekki tilfallandi vandamál, þetta er mikilvægt samfélagslegt viðfangsefni sem kallar á raunverulega naflaskoðun og breytingar. Hvernig viljum við feta okkur áfram um refilstigu tækninnar? Við getum ekki staðið kyrr. Okkar eigin stjórnvöld leiða stafrænar samfélagslegar breytingar. Það er að verða ólíft í íslensku samfélagi án rafrænna skilríkja og snjalltækjasamskipta. Persónuleg samskiptatæki eru ekki munaðarvara heldur raunveruleg forsenda þátttöku í samfélaginu, líkt og lestur og skrift áður. Það krefur okkur um að hér alist ekkert okkar upp án þess að hafa slíka tækni á valdi sínu. Hvaða samfélag bíður handan skólalóðarinnar? Þegar skólabjallan glymur stökkva nemendur út í heim stafræns áreitis. Það hafa þeir gert árum saman. Þetta er heimur mikilla tækifæra og stórra áskorana. Hann afhjúpar vægðarlaus bresti þeirra sem ekki kunna að höndla hann. Versnandi geðheilsa, félagsleg einangrun og vafasamt vinnusiðferði eru ekki vandamál einstaklinga. Þetta eru merki samfélags sem er illa búið undir eigin sköpunarverk. Í sögulegu samhengi hafa skólar gegnt lykilhlutverki í aðlögun að samfélagsbreytingu. Þeir hafa búið kynslóðirnar undir líf og starf á hverfanda hveli. Frammi fyrir áskorunum stafræns samfélags geta skólar ekki þvegið hendur sínar og afsalað sér ábyrgð. Á skólinn að vera griðastaður? Sum sjá skóla í hillingum sem griðarstað í óblíðum, stafrænum heimi. Stað, þar sem tækni er haldið að nemendum í mjög afmörkuðum, tærum og hagnýtum tilgangi. Einhverskonar heilsuhæli eins og vinsæl voru hjá fólki í gamla daga sem flýði kolareyk borganna niður á strönd. Þetta eru rómantískar hugmyndir en harla óraunhæfar. Griðastaðir hafa oft hentað fólki í öruggri forréttindastöðu en gert þeim lítið gagn sem þurfa að lifa af í heiminum eins og hann er. Illu heilli sjáum við þess merki að undir líf í raunveruleikanum er margt fólk sárlega illa undirbúið. Kjarni málsins er ekki hvort banna skuli síma og snjallúr; stafræn heyrnartæki eða gleraugu. Tæknin mun halda áfram að skora á okkur. Ef við eru sofandi mun hún hremma okkur í klakabönd sem ylurinn af nostalgíu nær aldrei að bræða. Kjarninn er sá hvort við viljum hafa menntakerfi sem bæði endurspeglar og bregst við hinni stafrænu öld. Ef svo er verðum við að undirbúa nemendur okkar í stað þess að halda þeim í hvarfi. Það er langeðlilegasta leiðin til að hér komi fram kynslóð sem hefur þá seiglu og aðlögunarhæfni sem farsæld á stafrænni öld krefst. Besti árangur sem við getum vænst ef við reynum að mennta börnin okkar eins og okkur sjálf er að þau standi sig jafn vel og við, fullorðna fólkið. Níutíu prósent í vanda með að einbeita sér að vinnunni. Höfundur er kennari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun