Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 21:27 Breiðablik og Víkingur eiga að mætast á Víkingsvelli á morgun. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. Leikur Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla er á dagskrá klukkan 19:15 annað kvöld á Víkingsvelli. Þegar leikurinn fer fram verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga í umspili Sambandsdeildarinnar. Seinni leikurinn í einvíginu fer fram næstkomandi fimmtudag. Breiðablik óskaði eftir því við KSÍ snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingi á morgun yrði frestað. Hann yrði þess í stað leikinn í landsleikjahléi Bestu deildarinnar svo liðið fengi meiri hvíld fyrir seinni leikinn gegn Struga Í viðtali við Harald Haraldsson framkvæmdastjóra Víkinga, sem birtist á Fótbolti.net í vikunni, sagði hann að Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu þar sem leikmenn liðsins væru þá fjarverandi í landsliðsverkefnum. Svar barst frá KSÍ í gær vegna beiðni Breiðabliks þar sem Blikum var neitað um frestun en við frestanir sem þessar þarf samþykki beggja liða að vera fyrir hendi. Andstæðingarnir fá vikufrí Nú undir kvöld greindi síðan Fótbolti.net frá því að Breiðablik hefði sent beiðni til KSÍ um að ákvörðun stjórnar sambandsins yrði endurskoðuð. Í samtali við íþróttadeild staðfesti framkvæmdastjóri Breiðabliks Eysteinn Pétur Lárusson að Blikar hefðu sent inn beiðni síðdegis í dag til KSÍ um að endurskoða ákvörðun sína. Breiðablik hafði engin viðbrögð fengið nú undir kvöld nema um að erindi Blika væri móttekið. Fyrr í dag tók knattspyrnusamband Norður-Makedóníu ákvörðun um að fresta leik FC Struga sem átti að fara fram á morgun. Leikmenn Struga fá því vikufrí á milli leikjanna tveggja við Breiðablik. Þetta er þriðji leikur Struga sem frestað er til að auðvelda liðinu Evrópuundirbúning sinn. Í greinargerð sinni til KSÍ í dag vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða og óskuðu eftir að stjórn KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína. Blikar geta orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni nái þeir að vinna einvígið gegn Struga en síðari leikur liðanna fer fram á fimmtudag í næstu viku. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Blikar einu stóru skrefi nær því að fá næstum því hálfan milljarð frá UEFA Breiðablik vann 1-0 sigur á Struga í Norður Makedóníu í umspili Sambandsdeildar Evrópu í gær sem eru frábær úrslit og gott veganesti inn í síðari leikinn í Kópavogi í næstu viku. 25. ágúst 2023 14:30 Umfjöllun: Struga - Breiðablik 0-1 | Blikar með yfirhöndina eftir fyrri leikinn Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu. Markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson á 35. mínútu. Liðin mætast svo í seinni viðureign umspilsins á Kópavogsvelli eftir eina viku. 24. ágúst 2023 17:06 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Leikur Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla er á dagskrá klukkan 19:15 annað kvöld á Víkingsvelli. Þegar leikurinn fer fram verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga í umspili Sambandsdeildarinnar. Seinni leikurinn í einvíginu fer fram næstkomandi fimmtudag. Breiðablik óskaði eftir því við KSÍ snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingi á morgun yrði frestað. Hann yrði þess í stað leikinn í landsleikjahléi Bestu deildarinnar svo liðið fengi meiri hvíld fyrir seinni leikinn gegn Struga Í viðtali við Harald Haraldsson framkvæmdastjóra Víkinga, sem birtist á Fótbolti.net í vikunni, sagði hann að Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu þar sem leikmenn liðsins væru þá fjarverandi í landsliðsverkefnum. Svar barst frá KSÍ í gær vegna beiðni Breiðabliks þar sem Blikum var neitað um frestun en við frestanir sem þessar þarf samþykki beggja liða að vera fyrir hendi. Andstæðingarnir fá vikufrí Nú undir kvöld greindi síðan Fótbolti.net frá því að Breiðablik hefði sent beiðni til KSÍ um að ákvörðun stjórnar sambandsins yrði endurskoðuð. Í samtali við íþróttadeild staðfesti framkvæmdastjóri Breiðabliks Eysteinn Pétur Lárusson að Blikar hefðu sent inn beiðni síðdegis í dag til KSÍ um að endurskoða ákvörðun sína. Breiðablik hafði engin viðbrögð fengið nú undir kvöld nema um að erindi Blika væri móttekið. Fyrr í dag tók knattspyrnusamband Norður-Makedóníu ákvörðun um að fresta leik FC Struga sem átti að fara fram á morgun. Leikmenn Struga fá því vikufrí á milli leikjanna tveggja við Breiðablik. Þetta er þriðji leikur Struga sem frestað er til að auðvelda liðinu Evrópuundirbúning sinn. Í greinargerð sinni til KSÍ í dag vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða og óskuðu eftir að stjórn KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína. Blikar geta orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni nái þeir að vinna einvígið gegn Struga en síðari leikur liðanna fer fram á fimmtudag í næstu viku.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Blikar einu stóru skrefi nær því að fá næstum því hálfan milljarð frá UEFA Breiðablik vann 1-0 sigur á Struga í Norður Makedóníu í umspili Sambandsdeildar Evrópu í gær sem eru frábær úrslit og gott veganesti inn í síðari leikinn í Kópavogi í næstu viku. 25. ágúst 2023 14:30 Umfjöllun: Struga - Breiðablik 0-1 | Blikar með yfirhöndina eftir fyrri leikinn Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu. Markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson á 35. mínútu. Liðin mætast svo í seinni viðureign umspilsins á Kópavogsvelli eftir eina viku. 24. ágúst 2023 17:06 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Blikar einu stóru skrefi nær því að fá næstum því hálfan milljarð frá UEFA Breiðablik vann 1-0 sigur á Struga í Norður Makedóníu í umspili Sambandsdeildar Evrópu í gær sem eru frábær úrslit og gott veganesti inn í síðari leikinn í Kópavogi í næstu viku. 25. ágúst 2023 14:30
Umfjöllun: Struga - Breiðablik 0-1 | Blikar með yfirhöndina eftir fyrri leikinn Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu. Markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson á 35. mínútu. Liðin mætast svo í seinni viðureign umspilsins á Kópavogsvelli eftir eina viku. 24. ágúst 2023 17:06