Hvalir og kolefni Hilmar J. Malmquist skrifar 29. ágúst 2023 14:30 Efnafræðingur hefur reiknað út að langreyðar við Ísland losi meira af kolefni (koltvísýringi, CO2) út í andrúmsloftið en þær binda af efninu (kolefni, C) í vefjum sínum og birtir útreikningana á heimasíðu sinni (gudjonatli.is). Morgunblaðið og Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. grípa þessa mjög svo sérkennilegu útreikninga á lofti og draga af þeim þá vafasömu ályktun að hefðu þeir hvalir sem fyrirtæki forstjórans hefur veitt á undanförnum tíu árum (tæplega 150 langreyðar á ári) ekki verið veiddir hefði losun á koltvísýringi út í andrúmsloftið orðið 1,8 milljón tonnum meiri en ella. Hvalveiðar styðji með öðrum orðum við þau loftslagsmarkmið Íslands að draga úr losun koltvísýrings. Önnur eins vitleysa hefur tæplega sést í þessu brýnasta umhverfismáli sem mannkyn glímir við – baráttunni við losun manna á koltvísýringi, sem stafar aðallega af bruna á jarðefnaeldsneyti, þ.e. bruna á lífrænu kolefni sem hefur verið bundið í milljónir ára djúpt í setlögum jarðar og staðið fyrir utan hina virku kolefnishringrás jarðar. Að blanda losun á kolefni í útblæstri hvala, kolefni sem hvalirnir verða sér úti um með því að éta smágerð krabbadýr, einkum ljósátu, inn í umræðuna um loftslagsmál vegna losunar af mannavöldum á langtímaurðuðum koltvísýringi, ber vitni um alvarlegan skilningsskort á kolefnishringrásinni og loftslagsvánni. Allar lífverur losa koltvísýring – ekki bara hvalir Hvers eiga hvalir að gjalda? Hvað með losun koltvísýrings hjá öllum hinum dýrunum í hafinu? Öll dýr, ekki aðeins í hafinu, heldur einnig í lofti og á láði, losa koltvísýring út í umhverfið. Og vel að merkja, flestir dýrahópar losa meira af koltvísýringi í umhverfið en hvalir gera. Og meira að segja lífverur sem ljóstillífa, þ. á m. þörungar, blóm, grös og tré, losa einnig koltvísýring út í andrúmsloftið, sumar allt að helmingnum sem þær taka upp úr andrúmsloftinu á dag. Hve mörgum lífum vilja Morgunblaðið og Kristján Loftsson fórna til að bjarga manninum, skaðvaldinum, frá loftslagsvánni? Auðvitað ganga pælingar Moggans og Hvals hf. engan veginn upp um að hvalveiðar séu á einhvern hátt liður í aðgerðum til að sporna við loftslagsvánni. Það kemur líffræðingum og vistfræðingum ekki á óvart að langreyðar losi meira af kolefni en þær binda í lífrænum vefjum sínum. Sem fyrr segir á þetta við um öll dýr á jörðinni, þau losa meira af kolefni á líftíma sínum með öndun heldur en þau ná að binda í vefjum sínum. Kolefni verða öll dýr sér úti um einvörðungu með því að éta önnur dýr og/eða ljóstillífandi lífverur, svo sem þörunga og plöntur, sem ólíkt dýrum verða sér úti um kolefni með því að taka upp koltvísýring úr andrúmsloftinu og binda í lífrænan vef. Hvað hvalina varðar skal jafnframt bent á, líkt og efnafræðingurinn tæpir á undir lok útreikninga sinna, að ef jafnþyngd fiska æti alla þá ljósátu sem 150 langreyðar myndu annars éta þá má ætla að losun koltvísýrings út í umhverfið vegna öndunar fiskanna yrði um 4−5 sinnum meiri en af völdum langreyðanna. Þetta stafar af því að hvalir eru nýtnari á orku í efnaskiptum líkamans heldur en fiskar (efnaskiptahraði vex í öfugu hlutfalli við stærð dýra). Samanburðurinn á fiskum og hvölum minnir okkur á að það er varhugavert að einblína á eina tegund lífveru, eins og efnafræðingurinn gerir, þegar fengist er við flókið vistkerfi sjávar. Nauðsynlegt er að huga að sem flestum þáttum til að fá sem raunhæfasta mynd. Af framansögðu er ljóst að allar lífverur, að manninum undanskildum, taka einungis upp og losa sig við kolefni sem er bundið til skemmri tíma og er á ferð í kolefnishringrásinni. Á heildina litið eru lífverurnar því hvorki að auka né minnka það magn kolefnis sem er á hreyfingu í kolefnishringrásinni. Hvorki hvalir né aðrar lífverur, að undanskildum manninum, eiga því nokkra sök á því ójafnvægi sem nú ríkir í kolefnisbúskap jarðar. Langtímaurðun kolefnis Við dauða lífvera rotna þær og brotna niður og stór hluti kolefnisins losnar út í umhverfið og verður þannig aðgengilegt lífverum á ný og hluti af hinni virku kolefnishringrás. Hluti kolefnisins í lífverunum hverfur hins vegar úr umferð virku kolefnishringrásarinnar í langan tíma. Þetta á m.a. við um sjávarlífverur, einkum þó þörunga og götunga. Leifar lífveranna falla til botns úr efri lögum sjávar og grafast ofan í mjúk setlög á miklu dýpi og á löngum tíma geta leifarnar breyst í kolefnisríka jarðolíu og jarðgös. Með þessum hætti binst kolefni í feikilangan tíma, 100–300 milljónir ár, og kúplast út úr hinni virku kolefnishringrás. Þetta kallast langtímaurðun kolefnis (e. carbon sequestration) og er viðtekið fyrirbæri í vísindasamfélaginu. Að undanskildum náttúrulegum ferlum á borð við eldgos, þá er það vegna athafna mannanna en ekki annarra lífvera, sem þetta langtímabundna kolefni losnar á ný út í andrúmsloftið og fer á hreyfingu í kolefnishringrásinni. Vegna stærðar hvalanna og langlífis hefur verið ætlað að þeir taki með sér mikið magn kolefnis í gröfina þegar þeir drepast og falla til botns. Efnafræðingurinn gerir mjög lítið úr þessum þætti en bendir aftur á móti að aðrar lífverur njóti góðs af hvalhræjunum í djúpinu og éti hvalina upp áður en þeir hverfa ofan í botnsetið. Því sé ekki um langtímaurðun kolefnis að ræða. Það er rétt að hvalshræin skapa kjöraðstæður fyrir býsna fjölbreytt líf í annars fremur lífsnauðum hafsdjúpunum. Öllu vafasamara er að þar eigi sér ekki stað langtímaurðun á kolefni. Vegna einangrunar djúpbotnsins endar líklega mikið af kolefni sem þar er í lifandi verum á sama hátt og kolefni í þörungum og götungum og öðrum lífverum sem falla dauð niður til botns úr efri sjávarlögum, það lokast af í setinu áður en það losnar út í umhverfið. Losun hvalveiðiskipanna Vert er að benda á, sem ekki kemur fram í útreikningum efnafræðingsins en Kristján forstjóri hefur upplýst, að losun hvalveiðiskipa Hvals hf. á koltvísýringi við veiðar á 150 langreyðum ku vera nær hin sama og langreyðarnar 150 eru taldar losa á ári við öndun, um 4200 tonn. Þessi losun hvalveiðiskipanna er hrein viðbót við losun koltvísýrings á hnattrænu vísu, ólíkt því sem gildir um hvalina. Þetta er vegna þess að losun hvalveiðiskipanna stafar af bruna á langtímaurðuðu kolefni í jarðefnaeldsneyti, sem er ekki tilfellið meðal hvalanna. Í þessu ljósi er eðlilegt að Hvalur hf. greiði mengunarskatt í samræmi við losun hvalveiðiskipanna. Hættum hvalveiðum Skynsamlegast er að leggja hvalveiðar í iðnaðarskyni af á Ísland og feta þannig í fótspor flestra annarra siðmenntaðra þjóða sem við jafnan berum okkur saman við. Slíkt væri mjög siðlegt og vistfræðilega vænt með hliðsjón af versnandi stöðu heimshafa af völdum hlýnunar, súrnunar og hnignunar líffræðilegrar fjölbreytni. Þvert á það sem haldið er fram í Morgunblaðinu þá myndi stöðvun veiða á langreyðum styðja við stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, að ógleymdri stefnu hennar í málefnum um líffræðilega fjölbreytni. Hvalveiðiskipin myndu ekki losa koltvísýring og stærstu dýr jarðar héldu áfram að auðga lífríki jarðar og binda kolefni til lengri og skemmri tíma með sem skilvirkasta hætti sem um getur meðal sjávardýra. Höfundur er líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Efnafræðingur hefur reiknað út að langreyðar við Ísland losi meira af kolefni (koltvísýringi, CO2) út í andrúmsloftið en þær binda af efninu (kolefni, C) í vefjum sínum og birtir útreikningana á heimasíðu sinni (gudjonatli.is). Morgunblaðið og Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. grípa þessa mjög svo sérkennilegu útreikninga á lofti og draga af þeim þá vafasömu ályktun að hefðu þeir hvalir sem fyrirtæki forstjórans hefur veitt á undanförnum tíu árum (tæplega 150 langreyðar á ári) ekki verið veiddir hefði losun á koltvísýringi út í andrúmsloftið orðið 1,8 milljón tonnum meiri en ella. Hvalveiðar styðji með öðrum orðum við þau loftslagsmarkmið Íslands að draga úr losun koltvísýrings. Önnur eins vitleysa hefur tæplega sést í þessu brýnasta umhverfismáli sem mannkyn glímir við – baráttunni við losun manna á koltvísýringi, sem stafar aðallega af bruna á jarðefnaeldsneyti, þ.e. bruna á lífrænu kolefni sem hefur verið bundið í milljónir ára djúpt í setlögum jarðar og staðið fyrir utan hina virku kolefnishringrás jarðar. Að blanda losun á kolefni í útblæstri hvala, kolefni sem hvalirnir verða sér úti um með því að éta smágerð krabbadýr, einkum ljósátu, inn í umræðuna um loftslagsmál vegna losunar af mannavöldum á langtímaurðuðum koltvísýringi, ber vitni um alvarlegan skilningsskort á kolefnishringrásinni og loftslagsvánni. Allar lífverur losa koltvísýring – ekki bara hvalir Hvers eiga hvalir að gjalda? Hvað með losun koltvísýrings hjá öllum hinum dýrunum í hafinu? Öll dýr, ekki aðeins í hafinu, heldur einnig í lofti og á láði, losa koltvísýring út í umhverfið. Og vel að merkja, flestir dýrahópar losa meira af koltvísýringi í umhverfið en hvalir gera. Og meira að segja lífverur sem ljóstillífa, þ. á m. þörungar, blóm, grös og tré, losa einnig koltvísýring út í andrúmsloftið, sumar allt að helmingnum sem þær taka upp úr andrúmsloftinu á dag. Hve mörgum lífum vilja Morgunblaðið og Kristján Loftsson fórna til að bjarga manninum, skaðvaldinum, frá loftslagsvánni? Auðvitað ganga pælingar Moggans og Hvals hf. engan veginn upp um að hvalveiðar séu á einhvern hátt liður í aðgerðum til að sporna við loftslagsvánni. Það kemur líffræðingum og vistfræðingum ekki á óvart að langreyðar losi meira af kolefni en þær binda í lífrænum vefjum sínum. Sem fyrr segir á þetta við um öll dýr á jörðinni, þau losa meira af kolefni á líftíma sínum með öndun heldur en þau ná að binda í vefjum sínum. Kolefni verða öll dýr sér úti um einvörðungu með því að éta önnur dýr og/eða ljóstillífandi lífverur, svo sem þörunga og plöntur, sem ólíkt dýrum verða sér úti um kolefni með því að taka upp koltvísýring úr andrúmsloftinu og binda í lífrænan vef. Hvað hvalina varðar skal jafnframt bent á, líkt og efnafræðingurinn tæpir á undir lok útreikninga sinna, að ef jafnþyngd fiska æti alla þá ljósátu sem 150 langreyðar myndu annars éta þá má ætla að losun koltvísýrings út í umhverfið vegna öndunar fiskanna yrði um 4−5 sinnum meiri en af völdum langreyðanna. Þetta stafar af því að hvalir eru nýtnari á orku í efnaskiptum líkamans heldur en fiskar (efnaskiptahraði vex í öfugu hlutfalli við stærð dýra). Samanburðurinn á fiskum og hvölum minnir okkur á að það er varhugavert að einblína á eina tegund lífveru, eins og efnafræðingurinn gerir, þegar fengist er við flókið vistkerfi sjávar. Nauðsynlegt er að huga að sem flestum þáttum til að fá sem raunhæfasta mynd. Af framansögðu er ljóst að allar lífverur, að manninum undanskildum, taka einungis upp og losa sig við kolefni sem er bundið til skemmri tíma og er á ferð í kolefnishringrásinni. Á heildina litið eru lífverurnar því hvorki að auka né minnka það magn kolefnis sem er á hreyfingu í kolefnishringrásinni. Hvorki hvalir né aðrar lífverur, að undanskildum manninum, eiga því nokkra sök á því ójafnvægi sem nú ríkir í kolefnisbúskap jarðar. Langtímaurðun kolefnis Við dauða lífvera rotna þær og brotna niður og stór hluti kolefnisins losnar út í umhverfið og verður þannig aðgengilegt lífverum á ný og hluti af hinni virku kolefnishringrás. Hluti kolefnisins í lífverunum hverfur hins vegar úr umferð virku kolefnishringrásarinnar í langan tíma. Þetta á m.a. við um sjávarlífverur, einkum þó þörunga og götunga. Leifar lífveranna falla til botns úr efri lögum sjávar og grafast ofan í mjúk setlög á miklu dýpi og á löngum tíma geta leifarnar breyst í kolefnisríka jarðolíu og jarðgös. Með þessum hætti binst kolefni í feikilangan tíma, 100–300 milljónir ár, og kúplast út úr hinni virku kolefnishringrás. Þetta kallast langtímaurðun kolefnis (e. carbon sequestration) og er viðtekið fyrirbæri í vísindasamfélaginu. Að undanskildum náttúrulegum ferlum á borð við eldgos, þá er það vegna athafna mannanna en ekki annarra lífvera, sem þetta langtímabundna kolefni losnar á ný út í andrúmsloftið og fer á hreyfingu í kolefnishringrásinni. Vegna stærðar hvalanna og langlífis hefur verið ætlað að þeir taki með sér mikið magn kolefnis í gröfina þegar þeir drepast og falla til botns. Efnafræðingurinn gerir mjög lítið úr þessum þætti en bendir aftur á móti að aðrar lífverur njóti góðs af hvalhræjunum í djúpinu og éti hvalina upp áður en þeir hverfa ofan í botnsetið. Því sé ekki um langtímaurðun kolefnis að ræða. Það er rétt að hvalshræin skapa kjöraðstæður fyrir býsna fjölbreytt líf í annars fremur lífsnauðum hafsdjúpunum. Öllu vafasamara er að þar eigi sér ekki stað langtímaurðun á kolefni. Vegna einangrunar djúpbotnsins endar líklega mikið af kolefni sem þar er í lifandi verum á sama hátt og kolefni í þörungum og götungum og öðrum lífverum sem falla dauð niður til botns úr efri sjávarlögum, það lokast af í setinu áður en það losnar út í umhverfið. Losun hvalveiðiskipanna Vert er að benda á, sem ekki kemur fram í útreikningum efnafræðingsins en Kristján forstjóri hefur upplýst, að losun hvalveiðiskipa Hvals hf. á koltvísýringi við veiðar á 150 langreyðum ku vera nær hin sama og langreyðarnar 150 eru taldar losa á ári við öndun, um 4200 tonn. Þessi losun hvalveiðiskipanna er hrein viðbót við losun koltvísýrings á hnattrænu vísu, ólíkt því sem gildir um hvalina. Þetta er vegna þess að losun hvalveiðiskipanna stafar af bruna á langtímaurðuðu kolefni í jarðefnaeldsneyti, sem er ekki tilfellið meðal hvalanna. Í þessu ljósi er eðlilegt að Hvalur hf. greiði mengunarskatt í samræmi við losun hvalveiðiskipanna. Hættum hvalveiðum Skynsamlegast er að leggja hvalveiðar í iðnaðarskyni af á Ísland og feta þannig í fótspor flestra annarra siðmenntaðra þjóða sem við jafnan berum okkur saman við. Slíkt væri mjög siðlegt og vistfræðilega vænt með hliðsjón af versnandi stöðu heimshafa af völdum hlýnunar, súrnunar og hnignunar líffræðilegrar fjölbreytni. Þvert á það sem haldið er fram í Morgunblaðinu þá myndi stöðvun veiða á langreyðum styðja við stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, að ógleymdri stefnu hennar í málefnum um líffræðilega fjölbreytni. Hvalveiðiskipin myndu ekki losa koltvísýring og stærstu dýr jarðar héldu áfram að auðga lífríki jarðar og binda kolefni til lengri og skemmri tíma með sem skilvirkasta hætti sem um getur meðal sjávardýra. Höfundur er líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun