Pólitískt meðvitundarleysi ríkisstjórnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. ágúst 2023 07:30 Í sumar hefur lítið heyrst frá ríkisstjórninni annað en hávær rifrildi innan úr stjórnarráðinu. Á sama tíma glímir almenningur við raunverulegan vanda. Vaxtahækkanir og verðbólga rýra ráðstöfunartekjur og óvissan um framhaldið er mikil. Sundruð ríkisstjórn virðist ekki geta starfað eftir skýrri stefnu í þágu almennings og ræðir það aðallega núna að leggja fram vantrauststillögu á sig sjálfa. Á meðan bíða mikilvæg verkefni næstu ríkisstjórnar. Ríkisstjórnar með pólitíska meðvitund og skýra sýn. Eitt loforð Þegar seinna kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar hófst var loforð hennar í grunninn aðeins eitt: að ætla að starfa saman í 4 ár í viðbót. Skilaboðin til almennings voru þau að aðrar ríkisstjórnir hefðu skilað fólkinu í landinu hárri verðbólgu og háum vöxtum. Nú er kjörtímabilið hálfnað og stýrivextir hafa tólf-faldast. Þrátt fyrir það má búast við því að stjórnin tóri áfram í tvö ár, pólitískt meðvitundarlaus en ástandið sagt stöðugt. Ríkisstjórnin er stefnulaus í efnahagsmálum jafnt sem velferðarmálum. Hún er sundruð í löggæslumálum og húsnæðismálum, útlendingamálum sem orkumálum. Raunar í flestum þeim málum sem snerta venjulegt fólk í landinu. Millistéttin sem gleymdist Hvert sem maður kemur er fólk með hugann við efnahagsmálin. Tugþúsundir Íslendinga glíma við hærri afborganir og ungt fólk horfir fram á eignatilfærslu milli kynslóða vegna stöðunnar á fasteignamarkaði. Fyrstu kaupendur og millistéttin eiga ekkert skjól hjá ríkisstjórn í landi þar sem nafnvextir á húsnæðislánum eru 10,5%, margfalt á við vaxtastigið í öðrum löndum. Afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað mikið og enn aðrir sjá hvernig höfuðstóll húsnæðislána hækkar þrátt fyrir að borgað sé af láninu mánaðarlega. Vaxtahækkanir bitna hart á ungu fólki og barnafjölskyldum með millitekjur og efri- millitekjur. Ríkisstjórnin hefur hins vegar eingöngu viljað beita húsnæðis-, vaxta- og barnabótum til að verja láglaunahópa meðan höggin dynja á millistéttinni. Þeim sömu og fjármagnað hafa aukinn jöfnuð um langt skeið. Og ekki lítur út fyrir að birta muni til í bráð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á landi fyrr á árinu metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og erfitt. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Vextir voru þá sögulega lágir. Þegar stýrivextir fóru að hækka var rúmur fjórðungur lántakenda með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Í ár munu svo 4.500 heimili bætast í þennan hóp og verða þá ekki lengur í skjóli þess að hafa fest vexti. Ruglingur fjármálaráðherra Þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlög fyrir árið 2023 og fjármálaáætlun fyrir 2024-2028 þá spurðum við í Viðreisn hann að því hvort hann teldi þessar áætlanir myndu hafa jákvæð áhrif á vaxtastigið í landinu. Nú þegar dómurinn liggur fyrir hefur fjármálaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að það sé bara ekki í hans verkahring að berjast gegn verðbólgu. Þrátt fyrir að skýrt sé talað um það í lögum um opinber fjármál að ríkisstjórninni beri að hafa stöðugleika að leiðarljósi. Eitthvað hefur það farið fram hjá ríkisstjórn sem beinlínis hefur að markmiði að boða samfelldan hallarekstur í tæpan áratug. Trúverðugar aðgerðir Nú þarf pólitíkin að sýna forystu og bregðast við þessu verðbólgu ástandi með trúverðugum aðgerðum. Það gerði Viðreisn einmitt við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. Þá lögðum við fram tillögur til að verja millistéttina gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Við lögðum ein flokka fram hagræðingartillögur sem beindust að því að fara betur með fjármuni hjá hinu opinbera og að skuldir ríkisins yrðu greiddar niður á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Allar okkar tillögur spegluðu þá hugmyndafræði Viðreisnar að sýna verði ábyrgð í efnahagsmálum og fara vel með skattfé almennings, á sama tíma og leitað er leiða til að verja og styðja velferðarkerfin með bættri forgangsröðun. Um það snýst ábyrg hagstjórn, að fara vel með fjármuni ríkisins og sýna hófsemi í skattlagningu fólksins í landinu. Þannig er hægt að reka skynsamari velferðarstefnu en við upplifum í dag og forgangsraða í þágu almannahagsmuna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í sumar hefur lítið heyrst frá ríkisstjórninni annað en hávær rifrildi innan úr stjórnarráðinu. Á sama tíma glímir almenningur við raunverulegan vanda. Vaxtahækkanir og verðbólga rýra ráðstöfunartekjur og óvissan um framhaldið er mikil. Sundruð ríkisstjórn virðist ekki geta starfað eftir skýrri stefnu í þágu almennings og ræðir það aðallega núna að leggja fram vantrauststillögu á sig sjálfa. Á meðan bíða mikilvæg verkefni næstu ríkisstjórnar. Ríkisstjórnar með pólitíska meðvitund og skýra sýn. Eitt loforð Þegar seinna kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar hófst var loforð hennar í grunninn aðeins eitt: að ætla að starfa saman í 4 ár í viðbót. Skilaboðin til almennings voru þau að aðrar ríkisstjórnir hefðu skilað fólkinu í landinu hárri verðbólgu og háum vöxtum. Nú er kjörtímabilið hálfnað og stýrivextir hafa tólf-faldast. Þrátt fyrir það má búast við því að stjórnin tóri áfram í tvö ár, pólitískt meðvitundarlaus en ástandið sagt stöðugt. Ríkisstjórnin er stefnulaus í efnahagsmálum jafnt sem velferðarmálum. Hún er sundruð í löggæslumálum og húsnæðismálum, útlendingamálum sem orkumálum. Raunar í flestum þeim málum sem snerta venjulegt fólk í landinu. Millistéttin sem gleymdist Hvert sem maður kemur er fólk með hugann við efnahagsmálin. Tugþúsundir Íslendinga glíma við hærri afborganir og ungt fólk horfir fram á eignatilfærslu milli kynslóða vegna stöðunnar á fasteignamarkaði. Fyrstu kaupendur og millistéttin eiga ekkert skjól hjá ríkisstjórn í landi þar sem nafnvextir á húsnæðislánum eru 10,5%, margfalt á við vaxtastigið í öðrum löndum. Afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað mikið og enn aðrir sjá hvernig höfuðstóll húsnæðislána hækkar þrátt fyrir að borgað sé af láninu mánaðarlega. Vaxtahækkanir bitna hart á ungu fólki og barnafjölskyldum með millitekjur og efri- millitekjur. Ríkisstjórnin hefur hins vegar eingöngu viljað beita húsnæðis-, vaxta- og barnabótum til að verja láglaunahópa meðan höggin dynja á millistéttinni. Þeim sömu og fjármagnað hafa aukinn jöfnuð um langt skeið. Og ekki lítur út fyrir að birta muni til í bráð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á landi fyrr á árinu metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og erfitt. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Vextir voru þá sögulega lágir. Þegar stýrivextir fóru að hækka var rúmur fjórðungur lántakenda með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Í ár munu svo 4.500 heimili bætast í þennan hóp og verða þá ekki lengur í skjóli þess að hafa fest vexti. Ruglingur fjármálaráðherra Þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlög fyrir árið 2023 og fjármálaáætlun fyrir 2024-2028 þá spurðum við í Viðreisn hann að því hvort hann teldi þessar áætlanir myndu hafa jákvæð áhrif á vaxtastigið í landinu. Nú þegar dómurinn liggur fyrir hefur fjármálaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að það sé bara ekki í hans verkahring að berjast gegn verðbólgu. Þrátt fyrir að skýrt sé talað um það í lögum um opinber fjármál að ríkisstjórninni beri að hafa stöðugleika að leiðarljósi. Eitthvað hefur það farið fram hjá ríkisstjórn sem beinlínis hefur að markmiði að boða samfelldan hallarekstur í tæpan áratug. Trúverðugar aðgerðir Nú þarf pólitíkin að sýna forystu og bregðast við þessu verðbólgu ástandi með trúverðugum aðgerðum. Það gerði Viðreisn einmitt við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. Þá lögðum við fram tillögur til að verja millistéttina gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Við lögðum ein flokka fram hagræðingartillögur sem beindust að því að fara betur með fjármuni hjá hinu opinbera og að skuldir ríkisins yrðu greiddar niður á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Allar okkar tillögur spegluðu þá hugmyndafræði Viðreisnar að sýna verði ábyrgð í efnahagsmálum og fara vel með skattfé almennings, á sama tíma og leitað er leiða til að verja og styðja velferðarkerfin með bættri forgangsröðun. Um það snýst ábyrg hagstjórn, að fara vel með fjármuni ríkisins og sýna hófsemi í skattlagningu fólksins í landinu. Þannig er hægt að reka skynsamari velferðarstefnu en við upplifum í dag og forgangsraða í þágu almannahagsmuna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun