Buðu flugmönnum miklar launahækkanir í gær Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2023 16:20 Birgir segist ekki geta staðfest tölurnar sem Túristi.is setti fram en segir að tilboðið sé sanngjarnt. Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, staðfestir að flugmönnum félagsins og flugstjórum hafi verið boðnar launahækkanir í gær. Samkvæmt Túrista.is eru hækkanirnar allt að 53 prósent. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að breyta kjörum hjá flugmönnum,“ segir Birgir. Þetta sé þó ekki endilega viðbragð við því að Icelandair hafi boðið mörgum flugmönnum Play störf, eins og greint var frá fyrr í dag. „Þessi vinna er búin að vera í gangi í allt sumar. Það er rosaleg eftirspurn eftir flugmönnum á heimsvísu. Stéttarfélagið hjá okkar flugmönnum er búið að flagga því að kjarasamningurinn, eins og hann er settur upp, sé kominn úr fasa við það sem er að gerast á markaðinum,“ segir Birgir. Samkvæmt Túrista.is hækka grunnlaun óbreyttra flugmanna úr 470 þúsund krónum í 718, eða um 53 prósent. Grunnlaun flugstjóra hækka úr 880 þúsund í 1.130 þúsund. Ofan á þetta bætist 95 þúsund krónur í bílastyrk og ótilgreind tala í dagpeninga. Eftir hækkanir verði launin litlu lægri en býðst hjá Icelandair. „Sanngjarnt tilboð“ Birgir segist vera með skráð félag á markaði og geti hvorki staðfest þessar tölur né hafnað þeim. „Við teljum að við séum að gera fólki mjög sanngjarnt tilboð,“ segir hann en laun flugfólks séu flókin jafna. Meðal annars þurfi að taka saman grunnlaun, dagpeninga og tryggða fartíma. Hjá Play geti óbreyttir flugmenn hækkað í tign í flugstjórastöðu innan fárra ára en hjá stærri flugfélögum taki þetta allt að 10 til 15 ár. Að sögn Birgis er ekki verið að gera breytingar á vöktum eða tímafjölda. Einnig sé aðeins verið að fara yfir laun flugmanna og flugstjóra á þessum tímapunkti. Áður hafi til dæmis laun flugliða verið hækkuð. Ástæðan fyrir þessu sé eins og áður var nefnt samkeppni um fólk sem og að flugfélagið hafi braggast og eflst. Fréttir af flugi Play Kjaramál Tengdar fréttir Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að við erum að breyta kjörum hjá flugmönnum,“ segir Birgir. Þetta sé þó ekki endilega viðbragð við því að Icelandair hafi boðið mörgum flugmönnum Play störf, eins og greint var frá fyrr í dag. „Þessi vinna er búin að vera í gangi í allt sumar. Það er rosaleg eftirspurn eftir flugmönnum á heimsvísu. Stéttarfélagið hjá okkar flugmönnum er búið að flagga því að kjarasamningurinn, eins og hann er settur upp, sé kominn úr fasa við það sem er að gerast á markaðinum,“ segir Birgir. Samkvæmt Túrista.is hækka grunnlaun óbreyttra flugmanna úr 470 þúsund krónum í 718, eða um 53 prósent. Grunnlaun flugstjóra hækka úr 880 þúsund í 1.130 þúsund. Ofan á þetta bætist 95 þúsund krónur í bílastyrk og ótilgreind tala í dagpeninga. Eftir hækkanir verði launin litlu lægri en býðst hjá Icelandair. „Sanngjarnt tilboð“ Birgir segist vera með skráð félag á markaði og geti hvorki staðfest þessar tölur né hafnað þeim. „Við teljum að við séum að gera fólki mjög sanngjarnt tilboð,“ segir hann en laun flugfólks séu flókin jafna. Meðal annars þurfi að taka saman grunnlaun, dagpeninga og tryggða fartíma. Hjá Play geti óbreyttir flugmenn hækkað í tign í flugstjórastöðu innan fárra ára en hjá stærri flugfélögum taki þetta allt að 10 til 15 ár. Að sögn Birgis er ekki verið að gera breytingar á vöktum eða tímafjölda. Einnig sé aðeins verið að fara yfir laun flugmanna og flugstjóra á þessum tímapunkti. Áður hafi til dæmis laun flugliða verið hækkuð. Ástæðan fyrir þessu sé eins og áður var nefnt samkeppni um fólk sem og að flugfélagið hafi braggast og eflst.
Fréttir af flugi Play Kjaramál Tengdar fréttir Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26