Íbúar Hong Kong búa sig undir það versta Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2023 11:57 Áður en það byrjaði að dimma í Hong Kong voru götur þessarar einnar þéttbýlustu borgar heim næstum tómar. AP/Daniel Ceng Talið er að fellibylurinn Saola geti valdið miklum skaða á Hong Kong þegar hann fer þar yfir í dag. Íbúum hefur verið gert að búa sig undir það versta. Óttast er að sjór muni flæða inn á land en spár segja að sjávarstaða verði minnst fimm metrum hærri en venjulega. Þá er búist við hvössum vindi, um 58 metrum á sekúndu, og hviðum sem ná í allt að áttatíu metra á sekúndu. Samkvæmt frétt South China Morning Post var fyrirtækjum, skólum og stofnunum í borginni lokað í morgun og fólki gert að halda sig heima. Þá hefur öllum flugferðum til og frá eyjunni verið frestað og það sama á við lestaferðir. Fregnir hafa borist af lögnum biðröðum við verslanir þar sem hillur eru sagðar hafa verið tæmdar en einnig munu hafa myndast biðraðir við bílastæðahús, þar sem íbúar reyndu að koma farartækjum sínum í öruggt skjól áður en óveðrið skall á. Veðurstofa Hong Kong hefur gefið út svokallað T9 viðvörun, sem er sú næst alvarlegasta hjá stofnuninni. AP fréttaveitan hefur eftir yfirmanni stofnunarinnar að til greina komi að hækka aðvörunarstigið í T10, haldi fellibylurinn áfram að styrkjast. Íbúar söfnuðu nauðsynjum í aðdraganda þess að fellibylurinn fer framhjá Hong Kong.AP/Daniel Ceng Talið er að ástandið verði hvað verst um miðnætti að staðartíma, sem er klukkan fjögur að íslenskum tíma. Þá á auga Saoloa að vera í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Hong Kong. High tide in 2hrs - wind starting to veer and come off the water #typhoon #saola pic.twitter.com/IOLmNa5tCF— James Reynolds (@EarthUncutTV) September 1, 2023 Some hefty gusts of wind starting to hit my location in Heng Fa Chuen #typhoon #saola pic.twitter.com/zx3EaOOVYw— James Reynolds (@EarthUncutTV) September 1, 2023 Category 4 equivalent Typhoon #Saola with sustained winds of 140 mph and gusts to 170 mph headed straight for Hong Kong. One of the most densely populated places in the world. pic.twitter.com/9viSrlhrYu— Colin McCarthy (@US_Stormwatch) September 1, 2023 Hong Kong Veður Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Óttast er að sjór muni flæða inn á land en spár segja að sjávarstaða verði minnst fimm metrum hærri en venjulega. Þá er búist við hvössum vindi, um 58 metrum á sekúndu, og hviðum sem ná í allt að áttatíu metra á sekúndu. Samkvæmt frétt South China Morning Post var fyrirtækjum, skólum og stofnunum í borginni lokað í morgun og fólki gert að halda sig heima. Þá hefur öllum flugferðum til og frá eyjunni verið frestað og það sama á við lestaferðir. Fregnir hafa borist af lögnum biðröðum við verslanir þar sem hillur eru sagðar hafa verið tæmdar en einnig munu hafa myndast biðraðir við bílastæðahús, þar sem íbúar reyndu að koma farartækjum sínum í öruggt skjól áður en óveðrið skall á. Veðurstofa Hong Kong hefur gefið út svokallað T9 viðvörun, sem er sú næst alvarlegasta hjá stofnuninni. AP fréttaveitan hefur eftir yfirmanni stofnunarinnar að til greina komi að hækka aðvörunarstigið í T10, haldi fellibylurinn áfram að styrkjast. Íbúar söfnuðu nauðsynjum í aðdraganda þess að fellibylurinn fer framhjá Hong Kong.AP/Daniel Ceng Talið er að ástandið verði hvað verst um miðnætti að staðartíma, sem er klukkan fjögur að íslenskum tíma. Þá á auga Saoloa að vera í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Hong Kong. High tide in 2hrs - wind starting to veer and come off the water #typhoon #saola pic.twitter.com/IOLmNa5tCF— James Reynolds (@EarthUncutTV) September 1, 2023 Some hefty gusts of wind starting to hit my location in Heng Fa Chuen #typhoon #saola pic.twitter.com/zx3EaOOVYw— James Reynolds (@EarthUncutTV) September 1, 2023 Category 4 equivalent Typhoon #Saola with sustained winds of 140 mph and gusts to 170 mph headed straight for Hong Kong. One of the most densely populated places in the world. pic.twitter.com/9viSrlhrYu— Colin McCarthy (@US_Stormwatch) September 1, 2023
Hong Kong Veður Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira