Símafrí í september Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir skrifa 3. september 2023 08:00 Árið er 2016 og við erum stödd í fermingarveislu. Fermingarbarnið brosir breitt við kökuborðið og húsið er þétt setið gestum. Ömmur ræða hvað börnin hafa stækkað, afar segja sögur úr veiði síðasta sumars, og vinir og ættingjar gúffa í sig veitingar í háum kliðnum sem myndast við skjall og hlátur. Það er hins vegar þögn í unglingaherberginu. Þar sitja nokkrar hræður límdar við símaskjáinn. Allir mættir - en samt ekki á staðnum. Við ferðumst til dagsins í dag og sjáum að staðan í unglingaherberginu hefur víða dreift sér og jafnvel margfaldast. Sumarbústaðarferðir, matarboð og kósýkvöld fela oft í sér nýja tegund samveru við eitthvað, eða einhvern, sem er annars staðar. Dýnamík breytist þegar hluti hóps hverfur á braut í skjáinn, en er samt með manni í sófanum, og hvatinn til að sogast inn í „skroll“ virðist toga fastar í fólk. Á sama tíma er vinnan hjá mörgum mætt í símann sem og óþrjótandi upplýsingapóstar úr skólum og áhugamálum sem bæta við andlega fjarveru og hafa áhrif gæðastundir heimila og hópa. Símtækið og fjölbreytt forrit þess eru samt sennilega ein uppáhaldsuppfinning okkar flestra. Þau tengja fólk saman og gefa færi til að festa verðmætar minningar í myndabankann og deila gleði þeirra með öðrum, oft þvert á höf og lönd. Í gegnum símann höfum við aðgengi að hafsjó upplýsinga á ljóshraða og getum deilt hugmyndum og skoðunum. Svo er síminn tryggur þjónn þegar kemur að því að rata um borgir og bæi, versla vörur á hagstæðu verði og finna næsta „best reitaða“ skyndibitann. Já snjallsíminn einfaldar lífið og er oftast með okkur í liði, en viljum við hafa hann í fyrsta sæti alltaf þegar kemur að tíma okkar og samveru? Tekur hann stundum of mikið pláss? Við fengum þessum spurningum svarað í Þjóðarpúls Gallup nú í sumar þar sem sjá má hvað fólki almennt finnst. Niðurstöðurnar sýna að helmingur landsmanna telur sig verja of miklum tíma í síma, eða öðrum snjalltækjum, og myndi gjarnan vilja draga úr notkun sinni. Hlutfallið fer upp í 65% þegar horft er til aldurshópsins 30-60 ára. En er okkur sama hversu mikið fólkið, sem við verjum tíma með, notar tækin? Niðurstöður benda einmitt til að svo sé alls ekki en helmingur landsmanna á aldrinum 30-60 ára finnst maki sinn vera of mikið í símanum/snjalltækjum og vill að makinn dragi úr notkun sinni. Þá telja 80% foreldra barna á aldrinum 10-14 ára barnið verja of miklum tíma í síma/snjalltækjum og myndu vilja minnka notkunina. Við sjáum á þessum háu tölum að umræðurnar undanfarið um síma og skóla teygja anga sína víðar. Það gefur færi á að hugsa betur fyrir haustið hvernig við högum samvist við tækin í amstri hversdagsins og gæðastundum helganna. Eru matmálstímar símafríir, sunnudagsbrönsinn eða spilakvöldið? Litlar breytingar sem þessar velta oft þungu hlassi. Sem sérstakt áhugafólk um skemmtilega og skapandi samveru skorum við á landann að nýta upphaf haustsins með okkur til að skapa góðar venjur varðandi símanotkun, alveg eins og við setjum okkur gjarnan markmið í hreyfingu, leik og starfi. Tökum meðvituð símafrí í september og njótum samveru og samtala sem best. Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Halla Hrund Logadóttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2016 og við erum stödd í fermingarveislu. Fermingarbarnið brosir breitt við kökuborðið og húsið er þétt setið gestum. Ömmur ræða hvað börnin hafa stækkað, afar segja sögur úr veiði síðasta sumars, og vinir og ættingjar gúffa í sig veitingar í háum kliðnum sem myndast við skjall og hlátur. Það er hins vegar þögn í unglingaherberginu. Þar sitja nokkrar hræður límdar við símaskjáinn. Allir mættir - en samt ekki á staðnum. Við ferðumst til dagsins í dag og sjáum að staðan í unglingaherberginu hefur víða dreift sér og jafnvel margfaldast. Sumarbústaðarferðir, matarboð og kósýkvöld fela oft í sér nýja tegund samveru við eitthvað, eða einhvern, sem er annars staðar. Dýnamík breytist þegar hluti hóps hverfur á braut í skjáinn, en er samt með manni í sófanum, og hvatinn til að sogast inn í „skroll“ virðist toga fastar í fólk. Á sama tíma er vinnan hjá mörgum mætt í símann sem og óþrjótandi upplýsingapóstar úr skólum og áhugamálum sem bæta við andlega fjarveru og hafa áhrif gæðastundir heimila og hópa. Símtækið og fjölbreytt forrit þess eru samt sennilega ein uppáhaldsuppfinning okkar flestra. Þau tengja fólk saman og gefa færi til að festa verðmætar minningar í myndabankann og deila gleði þeirra með öðrum, oft þvert á höf og lönd. Í gegnum símann höfum við aðgengi að hafsjó upplýsinga á ljóshraða og getum deilt hugmyndum og skoðunum. Svo er síminn tryggur þjónn þegar kemur að því að rata um borgir og bæi, versla vörur á hagstæðu verði og finna næsta „best reitaða“ skyndibitann. Já snjallsíminn einfaldar lífið og er oftast með okkur í liði, en viljum við hafa hann í fyrsta sæti alltaf þegar kemur að tíma okkar og samveru? Tekur hann stundum of mikið pláss? Við fengum þessum spurningum svarað í Þjóðarpúls Gallup nú í sumar þar sem sjá má hvað fólki almennt finnst. Niðurstöðurnar sýna að helmingur landsmanna telur sig verja of miklum tíma í síma, eða öðrum snjalltækjum, og myndi gjarnan vilja draga úr notkun sinni. Hlutfallið fer upp í 65% þegar horft er til aldurshópsins 30-60 ára. En er okkur sama hversu mikið fólkið, sem við verjum tíma með, notar tækin? Niðurstöður benda einmitt til að svo sé alls ekki en helmingur landsmanna á aldrinum 30-60 ára finnst maki sinn vera of mikið í símanum/snjalltækjum og vill að makinn dragi úr notkun sinni. Þá telja 80% foreldra barna á aldrinum 10-14 ára barnið verja of miklum tíma í síma/snjalltækjum og myndu vilja minnka notkunina. Við sjáum á þessum háu tölum að umræðurnar undanfarið um síma og skóla teygja anga sína víðar. Það gefur færi á að hugsa betur fyrir haustið hvernig við högum samvist við tækin í amstri hversdagsins og gæðastundum helganna. Eru matmálstímar símafríir, sunnudagsbrönsinn eða spilakvöldið? Litlar breytingar sem þessar velta oft þungu hlassi. Sem sérstakt áhugafólk um skemmtilega og skapandi samveru skorum við á landann að nýta upphaf haustsins með okkur til að skapa góðar venjur varðandi símanotkun, alveg eins og við setjum okkur gjarnan markmið í hreyfingu, leik og starfi. Tökum meðvituð símafrí í september og njótum samveru og samtala sem best. Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar