„Við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2023 20:01 Aron er mættur heim í fjörðinn. Vísir/Hulda Margrét Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor. Val er spáð deildarmeistaratitlinum kvennamegin. Í dag var árleg spá forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta kynnt. FH fékk 391 af 395 stigum í kosningunni. Val, Íslandsmeisturunum 2021 og 2022, er spáð 2. sæti, bikarmeisturum Aftureldingar 3. sætinu og Íslandsmeisturum ÍBV því fjórða en deildarkeppnin hefst á fimmtudaginn. „Við erum búnir að æfa mjög vel í sumar og spennan er að magnast. Ég allavega persónulega hlakka mikið til,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður FH, um komandi tímabil. „Það var alveg hægt að búast við þessu. Erum, kannski eðlilega, búnir að fá mikla athygli. Þetta setur ekkert auka pressu, það er búin að vera pressa á okkur í sumar að ná árangri í vetur og sú pressa verður í allan vetur. Líka bara innanbúðar hjá okkur, við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla. Það er stefna félagsins og hefur ekkert breyst,“ bætti landsliðsfyrirliðinn við. „FH var í 2. sæti í deildinni í fyrra þannig að ég er að koma inn í hrikalega sterkt lið, tel mig - og ætla mér að - styrkja það. Þar af leiðandi er þessi spá bara eðlileg,“ sagði Aron svo að lokum. Kvennamegin er Valskonum spáð efsta sætinu með 167 stig en Haukum er spáð öðru sæti með 139 stig. Díana Guðjónsdóttir, annar af þjálfurum Hauka segist vera spennt fyrir komandi tímabili en efsta deild kvenna hefst á laugardaginn. „Stebbi bjóst við því, hann er vanur að vera í 1. eða 2. og hefði verið ósáttur ef það hefði ekki verið þannig í dag. Þetta kemur allt í ljós. Þetta á eftir að vera skemmtilegt, erum með töluvert breytt lið. Held að við séum með aðeins sterkara lið heldur en í fyrra, eða ég er að vona það,“ sagði Díana en hún mun stýra liði Hauka í vetur ásamt Stefáni Arnarsyni. „Við gerðum góða hluti og ég hafði alltaf trú á mínum stelpum þegar við fórum í þetta og þessi úrslitakeppni hófst. Ég vissi hvaða leikmenn ég var með í höndum en ég var líka með mjög ungt lið. Þær eru allar áfram, reynslunni ríkari og það er engin spurning að við nýtum það.“ Haukar komu heldur betur á óvart í úrslitakeppninni á síðasta tímabili og féllu úr leik í undanúrslitin eftir oddaleik gegn ÍBV. Handbolti Olís-deild kvenna Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Í dag var árleg spá forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta kynnt. FH fékk 391 af 395 stigum í kosningunni. Val, Íslandsmeisturunum 2021 og 2022, er spáð 2. sæti, bikarmeisturum Aftureldingar 3. sætinu og Íslandsmeisturum ÍBV því fjórða en deildarkeppnin hefst á fimmtudaginn. „Við erum búnir að æfa mjög vel í sumar og spennan er að magnast. Ég allavega persónulega hlakka mikið til,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður FH, um komandi tímabil. „Það var alveg hægt að búast við þessu. Erum, kannski eðlilega, búnir að fá mikla athygli. Þetta setur ekkert auka pressu, það er búin að vera pressa á okkur í sumar að ná árangri í vetur og sú pressa verður í allan vetur. Líka bara innanbúðar hjá okkur, við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla. Það er stefna félagsins og hefur ekkert breyst,“ bætti landsliðsfyrirliðinn við. „FH var í 2. sæti í deildinni í fyrra þannig að ég er að koma inn í hrikalega sterkt lið, tel mig - og ætla mér að - styrkja það. Þar af leiðandi er þessi spá bara eðlileg,“ sagði Aron svo að lokum. Kvennamegin er Valskonum spáð efsta sætinu með 167 stig en Haukum er spáð öðru sæti með 139 stig. Díana Guðjónsdóttir, annar af þjálfurum Hauka segist vera spennt fyrir komandi tímabili en efsta deild kvenna hefst á laugardaginn. „Stebbi bjóst við því, hann er vanur að vera í 1. eða 2. og hefði verið ósáttur ef það hefði ekki verið þannig í dag. Þetta kemur allt í ljós. Þetta á eftir að vera skemmtilegt, erum með töluvert breytt lið. Held að við séum með aðeins sterkara lið heldur en í fyrra, eða ég er að vona það,“ sagði Díana en hún mun stýra liði Hauka í vetur ásamt Stefáni Arnarsyni. „Við gerðum góða hluti og ég hafði alltaf trú á mínum stelpum þegar við fórum í þetta og þessi úrslitakeppni hófst. Ég vissi hvaða leikmenn ég var með í höndum en ég var líka með mjög ungt lið. Þær eru allar áfram, reynslunni ríkari og það er engin spurning að við nýtum það.“ Haukar komu heldur betur á óvart í úrslitakeppninni á síðasta tímabili og féllu úr leik í undanúrslitin eftir oddaleik gegn ÍBV.
Handbolti Olís-deild kvenna Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira