„Við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2023 20:01 Aron er mættur heim í fjörðinn. Vísir/Hulda Margrét Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor. Val er spáð deildarmeistaratitlinum kvennamegin. Í dag var árleg spá forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta kynnt. FH fékk 391 af 395 stigum í kosningunni. Val, Íslandsmeisturunum 2021 og 2022, er spáð 2. sæti, bikarmeisturum Aftureldingar 3. sætinu og Íslandsmeisturum ÍBV því fjórða en deildarkeppnin hefst á fimmtudaginn. „Við erum búnir að æfa mjög vel í sumar og spennan er að magnast. Ég allavega persónulega hlakka mikið til,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður FH, um komandi tímabil. „Það var alveg hægt að búast við þessu. Erum, kannski eðlilega, búnir að fá mikla athygli. Þetta setur ekkert auka pressu, það er búin að vera pressa á okkur í sumar að ná árangri í vetur og sú pressa verður í allan vetur. Líka bara innanbúðar hjá okkur, við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla. Það er stefna félagsins og hefur ekkert breyst,“ bætti landsliðsfyrirliðinn við. „FH var í 2. sæti í deildinni í fyrra þannig að ég er að koma inn í hrikalega sterkt lið, tel mig - og ætla mér að - styrkja það. Þar af leiðandi er þessi spá bara eðlileg,“ sagði Aron svo að lokum. Kvennamegin er Valskonum spáð efsta sætinu með 167 stig en Haukum er spáð öðru sæti með 139 stig. Díana Guðjónsdóttir, annar af þjálfurum Hauka segist vera spennt fyrir komandi tímabili en efsta deild kvenna hefst á laugardaginn. „Stebbi bjóst við því, hann er vanur að vera í 1. eða 2. og hefði verið ósáttur ef það hefði ekki verið þannig í dag. Þetta kemur allt í ljós. Þetta á eftir að vera skemmtilegt, erum með töluvert breytt lið. Held að við séum með aðeins sterkara lið heldur en í fyrra, eða ég er að vona það,“ sagði Díana en hún mun stýra liði Hauka í vetur ásamt Stefáni Arnarsyni. „Við gerðum góða hluti og ég hafði alltaf trú á mínum stelpum þegar við fórum í þetta og þessi úrslitakeppni hófst. Ég vissi hvaða leikmenn ég var með í höndum en ég var líka með mjög ungt lið. Þær eru allar áfram, reynslunni ríkari og það er engin spurning að við nýtum það.“ Haukar komu heldur betur á óvart í úrslitakeppninni á síðasta tímabili og féllu úr leik í undanúrslitin eftir oddaleik gegn ÍBV. Handbolti Olís-deild kvenna Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Í dag var árleg spá forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta kynnt. FH fékk 391 af 395 stigum í kosningunni. Val, Íslandsmeisturunum 2021 og 2022, er spáð 2. sæti, bikarmeisturum Aftureldingar 3. sætinu og Íslandsmeisturum ÍBV því fjórða en deildarkeppnin hefst á fimmtudaginn. „Við erum búnir að æfa mjög vel í sumar og spennan er að magnast. Ég allavega persónulega hlakka mikið til,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður FH, um komandi tímabil. „Það var alveg hægt að búast við þessu. Erum, kannski eðlilega, búnir að fá mikla athygli. Þetta setur ekkert auka pressu, það er búin að vera pressa á okkur í sumar að ná árangri í vetur og sú pressa verður í allan vetur. Líka bara innanbúðar hjá okkur, við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla. Það er stefna félagsins og hefur ekkert breyst,“ bætti landsliðsfyrirliðinn við. „FH var í 2. sæti í deildinni í fyrra þannig að ég er að koma inn í hrikalega sterkt lið, tel mig - og ætla mér að - styrkja það. Þar af leiðandi er þessi spá bara eðlileg,“ sagði Aron svo að lokum. Kvennamegin er Valskonum spáð efsta sætinu með 167 stig en Haukum er spáð öðru sæti með 139 stig. Díana Guðjónsdóttir, annar af þjálfurum Hauka segist vera spennt fyrir komandi tímabili en efsta deild kvenna hefst á laugardaginn. „Stebbi bjóst við því, hann er vanur að vera í 1. eða 2. og hefði verið ósáttur ef það hefði ekki verið þannig í dag. Þetta kemur allt í ljós. Þetta á eftir að vera skemmtilegt, erum með töluvert breytt lið. Held að við séum með aðeins sterkara lið heldur en í fyrra, eða ég er að vona það,“ sagði Díana en hún mun stýra liði Hauka í vetur ásamt Stefáni Arnarsyni. „Við gerðum góða hluti og ég hafði alltaf trú á mínum stelpum þegar við fórum í þetta og þessi úrslitakeppni hófst. Ég vissi hvaða leikmenn ég var með í höndum en ég var líka með mjög ungt lið. Þær eru allar áfram, reynslunni ríkari og það er engin spurning að við nýtum það.“ Haukar komu heldur betur á óvart í úrslitakeppninni á síðasta tímabili og féllu úr leik í undanúrslitin eftir oddaleik gegn ÍBV.
Handbolti Olís-deild kvenna Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira