„Þetta er óafsakanlegt“ Árni Sæberg skrifar 5. september 2023 22:24 Guðmundur Ingi er ekki sáttur með aðferðir lögreglu í morgun. Vísir/Vilhelm Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann. Afstaða sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið fordæmi aðgerðir lögreglu þegar þrír menn voru handteknir í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í morgun. Ljósmynd náðist af lögreglumönnum leiða einn mannanna út úr húsi á nærbuxunum einum klæða, fyrir utan flík sem huldi höfuð hans. „Við þekkjum alveg mörg svoleiðis dæmi, en þetta er samt að verða sjaldgæfara en áður. Auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvað er um að vera á þessum tímapunkti og skiljum að oft koma upp aðstæður þar sem ekkert er hægt að vera að hugsa um eitthvað svona. En að henda teppi eða laki yfir tekur örfáar sekúndur, þannig að það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta, finnst mér. Þetta er eitthvað sem maður býst ekkert við að séu vinnubrögð í dag,“ Segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samtali við Vísi. Sendu erindi á ríkislögreglustjóra Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi sent erindi til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra og nefndar um eftirlit með lögreglu. Það hafi þó ekki verið formleg kvörtun, þar sem slíkt sé ekki innan verkahrings félagsins. „En við vonum að þetta verði tekið upp og rætt innan þeirra búða.“ Þá sendi félagið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að það að leyfa ekki handteknu fólki að klæða sig í föt áður en það er fært út úr húsi sé ekkert annað en tilraun til niðurlægingar og umræddur einstaklingur hafi verið sviptur mannlegri reisn sinni. Megi kalli aðgerðina pyndingar Þá segir Guðmundur Ingi að ef engin almannahætta liggi fyrir þá megi kalla slíkar aðgerðir lögreglu pyndingar í raun og veru. „Þetta er niðurlæging og sérstaklega slæmt þar sem við búum í þannig heimi að allir eru með myndavélar, bæði lögregla og almenningur. Manni finnst þetta vera eitthvað sem maður á ekki að sjá í dag en á sama tíma skilur maður auðvitað að það geta komið upp aðstæður. En þarna er maðurinn að labba með þeim út og þar af leiðandi er hann rólegur, og þegar menn ná tökum á aðstæðum þá á að vera hægt að hugsa út í þessa hluti. Þannig þetta er óafsakanlegt, að mínu mati.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengjast handtökurnar ráni og ofbeldisbroti á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við fréttastofu í dag að líkur væru á að lögregla myndi senda frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag. Ekkert bólar á slíkri tilkynningu og ekkert var minnst á handtökurnar í dagbók lögreglu fyrir daginn. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Sjá meira
Afstaða sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið fordæmi aðgerðir lögreglu þegar þrír menn voru handteknir í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í morgun. Ljósmynd náðist af lögreglumönnum leiða einn mannanna út úr húsi á nærbuxunum einum klæða, fyrir utan flík sem huldi höfuð hans. „Við þekkjum alveg mörg svoleiðis dæmi, en þetta er samt að verða sjaldgæfara en áður. Auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvað er um að vera á þessum tímapunkti og skiljum að oft koma upp aðstæður þar sem ekkert er hægt að vera að hugsa um eitthvað svona. En að henda teppi eða laki yfir tekur örfáar sekúndur, þannig að það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta, finnst mér. Þetta er eitthvað sem maður býst ekkert við að séu vinnubrögð í dag,“ Segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samtali við Vísi. Sendu erindi á ríkislögreglustjóra Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi sent erindi til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra og nefndar um eftirlit með lögreglu. Það hafi þó ekki verið formleg kvörtun, þar sem slíkt sé ekki innan verkahrings félagsins. „En við vonum að þetta verði tekið upp og rætt innan þeirra búða.“ Þá sendi félagið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að það að leyfa ekki handteknu fólki að klæða sig í föt áður en það er fært út úr húsi sé ekkert annað en tilraun til niðurlægingar og umræddur einstaklingur hafi verið sviptur mannlegri reisn sinni. Megi kalli aðgerðina pyndingar Þá segir Guðmundur Ingi að ef engin almannahætta liggi fyrir þá megi kalla slíkar aðgerðir lögreglu pyndingar í raun og veru. „Þetta er niðurlæging og sérstaklega slæmt þar sem við búum í þannig heimi að allir eru með myndavélar, bæði lögregla og almenningur. Manni finnst þetta vera eitthvað sem maður á ekki að sjá í dag en á sama tíma skilur maður auðvitað að það geta komið upp aðstæður. En þarna er maðurinn að labba með þeim út og þar af leiðandi er hann rólegur, og þegar menn ná tökum á aðstæðum þá á að vera hægt að hugsa út í þessa hluti. Þannig þetta er óafsakanlegt, að mínu mati.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengjast handtökurnar ráni og ofbeldisbroti á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við fréttastofu í dag að líkur væru á að lögregla myndi senda frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag. Ekkert bólar á slíkri tilkynningu og ekkert var minnst á handtökurnar í dagbók lögreglu fyrir daginn.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent