Verður að skrá sig og vera heima ef það vill leigja út til skemmri tíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2023 08:47 Stórar fjölskyldur geta ekki lengur leigt íbúð til skemmri tíma í New York í gegnum fyrirtæki á borð við Airbnb. Nýjar reglur um skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis hafa tekið gildi í New York, sem forsvarsmenn Airbnb hafa sagt jafngilda „banni“ gegn fyrirtækinu og öðrum í sama bransa. Samkvæmt reglunum mega eigendur íbúða nú aðeins leigja þær út í minna en 30 daga í einu ef þeir hafa skráð sig hjá borgaryfirvöldum og skuldbinda sig til að vera heima í húsnæðinu á meðal dvöl leigjandans stendur. Þá má ekki leigja íbúð eða herbergi út til fleiri en tveggja einstaklinga í einu, sem þýðir að stærri fjölskyldur geta ekki lengur nýtt sér þjónustu fyrirtækja á borð við Airbnb í New York. Reglurnar voru settar fyrir nokkru síðan en hafa verið til umfjöllunar hjá dómstólum þar til nú. Tilgangurinn með þeim er að koma til móts við fjölda íbúa borgarinnar, sem segja heilu fjölbýlishúsin vera orðin eins og hótel þar sem ókunnugir koma og fara allan sólahringinn, alla daga. Þá segja gagnrýnendur að þessi nýja útleigumenning hafi orðið til þess að ýta undir húsnæðisskort, sem hafi verið mikill fyrir. Aðrir íbúar, sem hafa haft tekjur af því að leigja út húsnæðið sitt, segja hins vegar grafið undan tekjum þeirra en talsmenn Airbnb segja marga reiða sig á leigutekjur til að ná endum saman. „Borgin er að senda skýr skilaboð til milljóna mögulegra ferðamanna sem hafa nú úr færri kostum að velja þegar þeir heimsækja New York: Þú ert ekki velkominn,“ segir Theo Yedinsky, framkvæmdastjóri alþjóðadeildar Airbnb. Aðeins 3.800 hafa sótt um skráningu hjá borgaryfirvöldum og af þeim umsóknum hafa aðeins 300 verið samþykktar. Airbnb Ferðalög Bandaríkin Húsnæðismál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Samkvæmt reglunum mega eigendur íbúða nú aðeins leigja þær út í minna en 30 daga í einu ef þeir hafa skráð sig hjá borgaryfirvöldum og skuldbinda sig til að vera heima í húsnæðinu á meðal dvöl leigjandans stendur. Þá má ekki leigja íbúð eða herbergi út til fleiri en tveggja einstaklinga í einu, sem þýðir að stærri fjölskyldur geta ekki lengur nýtt sér þjónustu fyrirtækja á borð við Airbnb í New York. Reglurnar voru settar fyrir nokkru síðan en hafa verið til umfjöllunar hjá dómstólum þar til nú. Tilgangurinn með þeim er að koma til móts við fjölda íbúa borgarinnar, sem segja heilu fjölbýlishúsin vera orðin eins og hótel þar sem ókunnugir koma og fara allan sólahringinn, alla daga. Þá segja gagnrýnendur að þessi nýja útleigumenning hafi orðið til þess að ýta undir húsnæðisskort, sem hafi verið mikill fyrir. Aðrir íbúar, sem hafa haft tekjur af því að leigja út húsnæðið sitt, segja hins vegar grafið undan tekjum þeirra en talsmenn Airbnb segja marga reiða sig á leigutekjur til að ná endum saman. „Borgin er að senda skýr skilaboð til milljóna mögulegra ferðamanna sem hafa nú úr færri kostum að velja þegar þeir heimsækja New York: Þú ert ekki velkominn,“ segir Theo Yedinsky, framkvæmdastjóri alþjóðadeildar Airbnb. Aðeins 3.800 hafa sótt um skráningu hjá borgaryfirvöldum og af þeim umsóknum hafa aðeins 300 verið samþykktar.
Airbnb Ferðalög Bandaríkin Húsnæðismál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira