Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 7. september 2023 19:36 Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir rannsóknarhagsmuni ástæðuna fyrir því að maður hafi ekki fengið að drekka eftir að hafa verið handtekinn. Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ef lögreglumenn sem eru í eftirliti verða þess áskynja að ökutæki sé ekki ekið líkt og umferðarlög segja til um þá hafa þeir afskipti af því. Og ef það kviknar grunur um að ökumaður sé ekki í ástandi til að aka hvort sem það sé áfengi, fíkniefni eða lyf, þá þarf að leiða það í ljós með rannsókn,“ segir Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sem tekur fram að hann geti ekki tjáð sig um einstaka mál. Oddur útskýrir að ef grunur er um fíkniefni eða lyfjanotkun fólk í akstri þá sé það rannsakað með munnsýni. Það greini hvort einstaklingur hafi mögulega amfetamínskyld lyf eða fíkniefni, en greinir ekki á milli þeirra. „Þá þarf að taka blóðsýni og það segir hver efnin eru og hvort sé hægt að skýra það með lækningalegum skömmtum eða ekki,“ segir hann. Betra að bíða bara og vera viss Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru þau sem voru handtekin í fyrrakvöld. Þau hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu og vildu meina að þau hefðu verið niðurlægð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á meðal þess sem Valdimar gagnrýndi var að hann hefði ekki fengið vökva frá lögreglu eftir að hann hafði verið handtekinn. Aðspurður út í það segir Oddur að það væri gert vegna rannsóknarhagsmuna. „Þegar það er búið að handtaka mann og átt eftir að leiða fram þau sönnunargögn sem verið er að leita að þá þarf að vera ljóst hvað er í þeim vökva sem viðkomandi er að innbyrða og þá er betra að bíða bara og vera viss. Þetta er nú ekki langur tími sem að líður frá því að fólk er komið í hendur lögreglu í að það fær þær vistir sem það biður um,“ segir hann. „Búinn að heyra allt of margar svona sögur“ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, segir mál hjónanna ekki vera einsdæmi. „Ég er búinn að heyra allt of margar svona sögur síðustu þrjú ár. Misslæmar og tengjast öllum landshlutum. Verstu dæmin koma frá lögreglunni á Suðurlandi: Þa sem þessi hjón þurfa að ganga í gegnum er það allra allra versta sem ég hef nokkurn tímann heyrt af, hvernig sem litið er á það,“ segir Vilhjálmur. Hann segir fyrirmæli frá ríkissaksóknara valda því að lögreglumenn handtaki fólk sem keyrir eftir að hafa tekið ADHD-lyf sem innihalda amfetamínafleiður. Í þeim fyrirmælum kemur fram að meðhöndla eigi akstur þeirra á lyfjunum sem akstur undir áhrifum fíkniefna. „Ég ber mikla virðingu fyrir lögregluþjónum og það hafa margir haft samband við mig í öngum sínum yfir því að þurfa að fara eftir þessu. Það er einhver lítill hópur eins og þarna á Selfossi, líklegast ungir karlmenn, sem framkvæma þetta með offorsi og dónaskap,“ segir Vilhjálmur. Lögreglan Lögreglumál Hveragerði Lyf Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
„Ef lögreglumenn sem eru í eftirliti verða þess áskynja að ökutæki sé ekki ekið líkt og umferðarlög segja til um þá hafa þeir afskipti af því. Og ef það kviknar grunur um að ökumaður sé ekki í ástandi til að aka hvort sem það sé áfengi, fíkniefni eða lyf, þá þarf að leiða það í ljós með rannsókn,“ segir Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sem tekur fram að hann geti ekki tjáð sig um einstaka mál. Oddur útskýrir að ef grunur er um fíkniefni eða lyfjanotkun fólk í akstri þá sé það rannsakað með munnsýni. Það greini hvort einstaklingur hafi mögulega amfetamínskyld lyf eða fíkniefni, en greinir ekki á milli þeirra. „Þá þarf að taka blóðsýni og það segir hver efnin eru og hvort sé hægt að skýra það með lækningalegum skömmtum eða ekki,“ segir hann. Betra að bíða bara og vera viss Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru þau sem voru handtekin í fyrrakvöld. Þau hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu og vildu meina að þau hefðu verið niðurlægð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á meðal þess sem Valdimar gagnrýndi var að hann hefði ekki fengið vökva frá lögreglu eftir að hann hafði verið handtekinn. Aðspurður út í það segir Oddur að það væri gert vegna rannsóknarhagsmuna. „Þegar það er búið að handtaka mann og átt eftir að leiða fram þau sönnunargögn sem verið er að leita að þá þarf að vera ljóst hvað er í þeim vökva sem viðkomandi er að innbyrða og þá er betra að bíða bara og vera viss. Þetta er nú ekki langur tími sem að líður frá því að fólk er komið í hendur lögreglu í að það fær þær vistir sem það biður um,“ segir hann. „Búinn að heyra allt of margar svona sögur“ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, segir mál hjónanna ekki vera einsdæmi. „Ég er búinn að heyra allt of margar svona sögur síðustu þrjú ár. Misslæmar og tengjast öllum landshlutum. Verstu dæmin koma frá lögreglunni á Suðurlandi: Þa sem þessi hjón þurfa að ganga í gegnum er það allra allra versta sem ég hef nokkurn tímann heyrt af, hvernig sem litið er á það,“ segir Vilhjálmur. Hann segir fyrirmæli frá ríkissaksóknara valda því að lögreglumenn handtaki fólk sem keyrir eftir að hafa tekið ADHD-lyf sem innihalda amfetamínafleiður. Í þeim fyrirmælum kemur fram að meðhöndla eigi akstur þeirra á lyfjunum sem akstur undir áhrifum fíkniefna. „Ég ber mikla virðingu fyrir lögregluþjónum og það hafa margir haft samband við mig í öngum sínum yfir því að þurfa að fara eftir þessu. Það er einhver lítill hópur eins og þarna á Selfossi, líklegast ungir karlmenn, sem framkvæma þetta með offorsi og dónaskap,“ segir Vilhjálmur.
Lögreglan Lögreglumál Hveragerði Lyf Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira