Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Ingrid Kuhlman skrifar 12. september 2023 08:01 Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. Spurt var annars vegar um almenna afstöðu þátttakenda til dánaraðstoðar með svohljóðandi spurningu: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Svarmöguleikarnir voru: Alfarið hlynnt(ur) Mjög hlynnt(ur) Frekar hlynnt(ur) Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur) Frekar andvíg(ur) Mjög andvíg(ur) Alfarið andvíg(ur) Hins vegar var spurt um viðhorf þátttakenda til mismunandi leiða við framkvæmd dánaraðstoðar. Spurningin var svohljóðandi: Ef dánaraðstoð yrði leyfð á Íslandi, hver eftirtalinna leiða við dánaraðstoð myndi hugnast þér best? Læknir gefur sjúklingi lyf í æð Sjúklingur innbyrðir sjálfur lyf sem læknir útvegar Læknir skrifar upp á lyf sem sjúklingurinn sækir í apótek og innbyrðir sjálfur Mér hugnast engin ofantalinna leiða Í þessari grein verður einblínt á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til lögleiðingar dánaraðstoðar á Íslandi. Stærð úrtaks könnunarinnar var 1.200 þ.e. 400 félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, 400 félagsmenn í Læknafélagi Íslands og 400 félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands. Þar sem ofangreind fagfélög afhenda ekki þriðja aðila upplýsingar úr félagatali sínu veitti Gallup þeim leiðsögn um val á úrtaki og framkvæmd könnunarinnar. Fjöldi svarenda í úrtaki var 384 og þátttökuhlutfall 32,0%. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 25. apríl til 11. maí 2023. Viðhorf lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Meirihluti lækna eða 56% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og 32% segjast andvígir (alfarið, frekar eða mjög). Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga eða 86% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 7% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Mikill meirihluti sjúkraliða eða 81% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Séu þessar niðurstöður bornar saman við eldri kannanir má greina mikla viðhorfsbreytingu. Árið 1995 töldu aðeins 5% lækna og 9% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum í könnun sem var send til 184 lækna og 239 hjúkrunarfræðinga af Landspítala og Borgarspítala. Árið 2010 höfðu tölurnar hækkað aðeins en þá töldu 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt. Í viðhorfskönnun sem Brynhildur K. Ásgeirsdóttir framkvæmdi árið 2021 sem hluta af BS-ritgerð sinni meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á aðgerðar- og meðferðarsviðum Landspítalans kom fram grundvallarbreyting en 54% lækna og 71% hjúkrunarfræðinga höfðu jákvætt viðhorf til / dánaraðstoðar. Stuðningur heilbrigðisstarfsfólks við dánaraðstoð í gegnum árin. Ofangreindar niðurstöður sýna glöggt að stuðningur heilbrigðisstarfsmanna við dánaraðstoð hefur aukist verulega á skömmum tíma. Staðhæfingar um að heilbrigðisstarfsfólk sé andstæðingar dánaraðstoðar eiga sér ekki stoð. Ein af ástæðum þess er að heilbrigðisstarfsfólk er farið að viðurkenna rétt einstaklingsins til að taka ákvörðun um endalok lífs síns við tilteknar aðstæður. Einnig má álykta að með stuðningi við dánaraðstoð felist viðurkenning á að hún sé hluti af lífslokameðferð sjúklings. Sambærileg viðhorfsbreyting á Norðurlöndunum Ef skoðað er viðhorf heilbrigðisstarfsfólks á Norðurlöndum til dánaraðstoðar má sjá sambærilega viðhorfsbreytingu. Í Noregi var stuðningur lækna við dánaraðstoð 30% árið 2019 (15% árið 2009) og hjúkrunarfræðinga 40% sama ár (25% árið 2009). Í Finnlandi var stuðningur lækna 46% árið 2013 (29% árið 2002) og hjúkrunarfræðinga 74% árið 2016. Í könnun í Svíþjóð frá árinu 2021 var stuðningur lækna við dánaraðstoð 41%. Hvatning til fagfélaga um að láta af andstöðu Á undanförnum tíu árum hafa samtök lækna og hjúkrunarfræðinga breytt afstöðu sinni til dánaraðstoðar, þar á meðal bresku læknasamtökin (British Medical Association), félag skurðlækna (Royal College of Surgeons) og félag hjúkrunarfræðinga (Royal College of Nursing) en ofangreind félög hafa nú tekið upp hlutlausa afstöðu til dánaraðstoðar úr því að vera mótfallin lögleiðingu hennar. Mig langar að hvetja Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands til að ræða málefnið innan sinna raða og lýsa yfir stuðningi við dánaraðstoð eða að minnsta kosti láta af andstöðu sinni og virða það meirihlutasjónarmið heilbrigðisstarfsmanna sem kemur fram í viðhorfskönnun heilbrigðisráðherra. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu á réttinum til dánaraðstoðar á Íslandi. Félagið mun standa fyrir tveimur viðburðum á Fundi fólksins sem haldinn verður 15.-16. september n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. Spurt var annars vegar um almenna afstöðu þátttakenda til dánaraðstoðar með svohljóðandi spurningu: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Svarmöguleikarnir voru: Alfarið hlynnt(ur) Mjög hlynnt(ur) Frekar hlynnt(ur) Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur) Frekar andvíg(ur) Mjög andvíg(ur) Alfarið andvíg(ur) Hins vegar var spurt um viðhorf þátttakenda til mismunandi leiða við framkvæmd dánaraðstoðar. Spurningin var svohljóðandi: Ef dánaraðstoð yrði leyfð á Íslandi, hver eftirtalinna leiða við dánaraðstoð myndi hugnast þér best? Læknir gefur sjúklingi lyf í æð Sjúklingur innbyrðir sjálfur lyf sem læknir útvegar Læknir skrifar upp á lyf sem sjúklingurinn sækir í apótek og innbyrðir sjálfur Mér hugnast engin ofantalinna leiða Í þessari grein verður einblínt á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til lögleiðingar dánaraðstoðar á Íslandi. Stærð úrtaks könnunarinnar var 1.200 þ.e. 400 félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, 400 félagsmenn í Læknafélagi Íslands og 400 félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands. Þar sem ofangreind fagfélög afhenda ekki þriðja aðila upplýsingar úr félagatali sínu veitti Gallup þeim leiðsögn um val á úrtaki og framkvæmd könnunarinnar. Fjöldi svarenda í úrtaki var 384 og þátttökuhlutfall 32,0%. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 25. apríl til 11. maí 2023. Viðhorf lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Meirihluti lækna eða 56% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og 32% segjast andvígir (alfarið, frekar eða mjög). Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga eða 86% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 7% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Mikill meirihluti sjúkraliða eða 81% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Séu þessar niðurstöður bornar saman við eldri kannanir má greina mikla viðhorfsbreytingu. Árið 1995 töldu aðeins 5% lækna og 9% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum í könnun sem var send til 184 lækna og 239 hjúkrunarfræðinga af Landspítala og Borgarspítala. Árið 2010 höfðu tölurnar hækkað aðeins en þá töldu 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt. Í viðhorfskönnun sem Brynhildur K. Ásgeirsdóttir framkvæmdi árið 2021 sem hluta af BS-ritgerð sinni meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á aðgerðar- og meðferðarsviðum Landspítalans kom fram grundvallarbreyting en 54% lækna og 71% hjúkrunarfræðinga höfðu jákvætt viðhorf til / dánaraðstoðar. Stuðningur heilbrigðisstarfsfólks við dánaraðstoð í gegnum árin. Ofangreindar niðurstöður sýna glöggt að stuðningur heilbrigðisstarfsmanna við dánaraðstoð hefur aukist verulega á skömmum tíma. Staðhæfingar um að heilbrigðisstarfsfólk sé andstæðingar dánaraðstoðar eiga sér ekki stoð. Ein af ástæðum þess er að heilbrigðisstarfsfólk er farið að viðurkenna rétt einstaklingsins til að taka ákvörðun um endalok lífs síns við tilteknar aðstæður. Einnig má álykta að með stuðningi við dánaraðstoð felist viðurkenning á að hún sé hluti af lífslokameðferð sjúklings. Sambærileg viðhorfsbreyting á Norðurlöndunum Ef skoðað er viðhorf heilbrigðisstarfsfólks á Norðurlöndum til dánaraðstoðar má sjá sambærilega viðhorfsbreytingu. Í Noregi var stuðningur lækna við dánaraðstoð 30% árið 2019 (15% árið 2009) og hjúkrunarfræðinga 40% sama ár (25% árið 2009). Í Finnlandi var stuðningur lækna 46% árið 2013 (29% árið 2002) og hjúkrunarfræðinga 74% árið 2016. Í könnun í Svíþjóð frá árinu 2021 var stuðningur lækna við dánaraðstoð 41%. Hvatning til fagfélaga um að láta af andstöðu Á undanförnum tíu árum hafa samtök lækna og hjúkrunarfræðinga breytt afstöðu sinni til dánaraðstoðar, þar á meðal bresku læknasamtökin (British Medical Association), félag skurðlækna (Royal College of Surgeons) og félag hjúkrunarfræðinga (Royal College of Nursing) en ofangreind félög hafa nú tekið upp hlutlausa afstöðu til dánaraðstoðar úr því að vera mótfallin lögleiðingu hennar. Mig langar að hvetja Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands til að ræða málefnið innan sinna raða og lýsa yfir stuðningi við dánaraðstoð eða að minnsta kosti láta af andstöðu sinni og virða það meirihlutasjónarmið heilbrigðisstarfsmanna sem kemur fram í viðhorfskönnun heilbrigðisráðherra. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu á réttinum til dánaraðstoðar á Íslandi. Félagið mun standa fyrir tveimur viðburðum á Fundi fólksins sem haldinn verður 15.-16. september n.k.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun