Útilokar að sádísk lið spili í Meistaradeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2023 13:30 Aleksander Ceferin er forseti evrópska knattspyrnusambandsins. Vísir/Getty Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, útilokar að lið frá Sádi-Arabíu taki þátt í keppnum á vegum sambandsins. Í síðasta mánuði var greint frá áhuga sádískra yfirvalda að koma liðum frá ríkinu að. Gríðarlega miklu hefur verið til tjaldað af sádískum yfirvöldum í gegnum opinberan fjárfestingarsjóð ríkisins, PIF, til að styrkja knattspyrnu í landinu síðustu mánuði. Hundruðum milljóna hefur verið eytt í að kaupa leikmenn til sádískra liða og þeim veitt laun á skala sem áður hefur ekki þekkst. Stjörnur á við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, Sadio Mané og N'Golo Kanté hafa verið lokkaðar til landsins og er þar aðeins snert á brotabroti þeirra leikmanna sem flust hafa frá Evrópu til olíuríkisins. Virðist sem markmiðið sé að sádíska deildin sé á meðal þeirra fremri í heimi og greint var frá því í síðasta mánuði að Sádar hefðu hug á því að félög úr deildinni geti tekið þátt í Meistaradeild Evrópu, fremstu álfukeppni heims. Sádar fái hvorki að taka þátt né halda úrslitaleiki Aleksander Ceferin, forseti UEFA, tekur slíkt hins vegar ekki í mál. „Aðeins evrópsk lið geta tekið þátt í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.“ segir Ceferin, sem segir útilokar jafnframt að úrslitaleikur keppnanna verði haldinn í Sádi-Arabíu. Ofurbikar Spánar og Ofurbikar Ítalíu eru á meðal keppna sem hafa verið seldar til ríkisins og fara þar fram. „Aðeins evrópsk sambönd geta sótt um að halda úrslitaleik, ekki einu sinni félög geta það, heldur samböndin. Við myndum þurfa að breyta allri okkar löggjöf til að slíkt væri hægt og við viljum það ekki,“ segir Ceferin. Ceferin hefur þá líkt upprisu sádísku deildarinnar við þá í kínversku deildinni fyrir nokkrum árum síðan en sú tilraun Kínverja misheppnaðist og hefur hægt mjög á fjárflæði frá kínverskum stjórnvalda til liða í þeirri deild og þekktum leikmönnum farið fækkandi. Í Kína léku þó aldrei leikmenn á því kaliberi sem finnast nú í Sádi-Arabíu og fjárútlátin á síðustu vikum í Sádi-Arabíu líklega þegar farið fram úr því sem var á nokkurra ára tímabili eystra. Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Sjá meira
Gríðarlega miklu hefur verið til tjaldað af sádískum yfirvöldum í gegnum opinberan fjárfestingarsjóð ríkisins, PIF, til að styrkja knattspyrnu í landinu síðustu mánuði. Hundruðum milljóna hefur verið eytt í að kaupa leikmenn til sádískra liða og þeim veitt laun á skala sem áður hefur ekki þekkst. Stjörnur á við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, Sadio Mané og N'Golo Kanté hafa verið lokkaðar til landsins og er þar aðeins snert á brotabroti þeirra leikmanna sem flust hafa frá Evrópu til olíuríkisins. Virðist sem markmiðið sé að sádíska deildin sé á meðal þeirra fremri í heimi og greint var frá því í síðasta mánuði að Sádar hefðu hug á því að félög úr deildinni geti tekið þátt í Meistaradeild Evrópu, fremstu álfukeppni heims. Sádar fái hvorki að taka þátt né halda úrslitaleiki Aleksander Ceferin, forseti UEFA, tekur slíkt hins vegar ekki í mál. „Aðeins evrópsk lið geta tekið þátt í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.“ segir Ceferin, sem segir útilokar jafnframt að úrslitaleikur keppnanna verði haldinn í Sádi-Arabíu. Ofurbikar Spánar og Ofurbikar Ítalíu eru á meðal keppna sem hafa verið seldar til ríkisins og fara þar fram. „Aðeins evrópsk sambönd geta sótt um að halda úrslitaleik, ekki einu sinni félög geta það, heldur samböndin. Við myndum þurfa að breyta allri okkar löggjöf til að slíkt væri hægt og við viljum það ekki,“ segir Ceferin. Ceferin hefur þá líkt upprisu sádísku deildarinnar við þá í kínversku deildinni fyrir nokkrum árum síðan en sú tilraun Kínverja misheppnaðist og hefur hægt mjög á fjárflæði frá kínverskum stjórnvalda til liða í þeirri deild og þekktum leikmönnum farið fækkandi. Í Kína léku þó aldrei leikmenn á því kaliberi sem finnast nú í Sádi-Arabíu og fjárútlátin á síðustu vikum í Sádi-Arabíu líklega þegar farið fram úr því sem var á nokkurra ára tímabili eystra.
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Sjá meira