Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2023 11:52 Fjölnir Sæmundsson telur að lögreglumenn í máli hjóna sem voru handtekin hafi einfaldlega verið að vinna vinnu sína. Vísir/Vilhelm Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði. Frásögn hjóna í Bítinu á Bylgjunni af handtöku þeirra hafa vakið hörð viðbrögð í samfélaginu. Handtakan átti sér stað í Hveragerði á miðvikudagskvöld vegna gruns um akstur undir áhrifum fíknefna en amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD-lyfsins Elvanse. Þau segja að 14 ára sonur þeirra hafi verið skilinn eftir einn heima á meðan á handtökunni stóð. Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna telur að þarna hafi lögregla einfaldlega verið að vinna sína vinnu. Hún verði að bregðast við ef aksturslag vekur grunsemdir. „Þegar maður stoppar einhvern þá segist fólk oft vera á einhverjum lyfjum, þá já, þú ert á þessum lyfjum en það kemur ekki í veg fyrir að þú getir verið á einhverjum öðrum lyfjum eða tekið eitthvað annað þannig að lögreglumaður getur ekki, þó einhver sýni honum lyfseðil, bara sleppt honum.“ Fjölnir var spurður hvort handtökur þurfi að vera jafn hranalegar og hjónin lýstu þrátt fyrir að grunur sé uppi um refsiverða háttsemi og hvort slík vinnubrögð væru ekki til þess fallin að grafa undan trausti og því sambandi sem lögreglan verður að eiga við almenning. „Jú, ég held nú að það reyni allir lögreglumenn að koma fram af virðingu og meðalhófi en auðvitað er það inngrip í líf fólks þegar lögreglan stoppar það. Fólki þykir bara óþægilegt að láta stoppa sig fyrir of hraðan akstur og koma inn í lögreglubíl en það er auðvitað bara ákveðið verklag og ef einhver er grunaður um að vera undir áhrifum þá er verklagið að flytja hann á sjúkrahúsið og taka blóðprufu. Það er stórt inngrip en ég veit ekki hvernig er hægt að gera það öðruvísi nema bara sýna kurteisi, það þarf að gera þetta.“ ADHD-notkun og akstur ekki stórt vandamál en ákveðið flækjustig Fjölnir telur ekki að notkun ADHD lyfja og akstur sé stórt vandamál en það geti þó stundum flækt störf lögreglu ef aksturslag viðkomandi vekur grunsemdir. Hann muni til dæmis sjálfur ekki til þess að hafa staðið frammi fyrir slíkum aðstæðum í sínum störfum. Fólk sem noti ADHD lyf geti verið rólegt. Grundvallaratriði sé bara að það treysti sér til þess að stjórna ökutæki og að lyfin séu ekki tekin í of miklu magni. „Það eru alveg örugglega lögreglumenn, læknar og hjúkrunarfræðingar og alls konar á ADHD lyfjum. Þetta er úti um allt í samfélaginu þannig að ég held að það sé nú engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD lyfjum, það held ég að sé mikill misskilningur.“ Lögreglan Geðheilbrigði Hveragerði Lyf Bítið ADHD Tengdar fréttir Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7. september 2023 19:36 Handtekin fyrir utan heimili sitt á ADHD lyfjum Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru handtekin í fyrrakvöld þar sem amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse sem þau eru á. Fjórtán ára sonur þeirra varð eftir heima. Formaður ADHD samtakanna segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um, þar beri innviðaráðherra og dómsmálaráðherra ábyrgð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 7. september 2023 10:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Frásögn hjóna í Bítinu á Bylgjunni af handtöku þeirra hafa vakið hörð viðbrögð í samfélaginu. Handtakan átti sér stað í Hveragerði á miðvikudagskvöld vegna gruns um akstur undir áhrifum fíknefna en amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD-lyfsins Elvanse. Þau segja að 14 ára sonur þeirra hafi verið skilinn eftir einn heima á meðan á handtökunni stóð. Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna telur að þarna hafi lögregla einfaldlega verið að vinna sína vinnu. Hún verði að bregðast við ef aksturslag vekur grunsemdir. „Þegar maður stoppar einhvern þá segist fólk oft vera á einhverjum lyfjum, þá já, þú ert á þessum lyfjum en það kemur ekki í veg fyrir að þú getir verið á einhverjum öðrum lyfjum eða tekið eitthvað annað þannig að lögreglumaður getur ekki, þó einhver sýni honum lyfseðil, bara sleppt honum.“ Fjölnir var spurður hvort handtökur þurfi að vera jafn hranalegar og hjónin lýstu þrátt fyrir að grunur sé uppi um refsiverða háttsemi og hvort slík vinnubrögð væru ekki til þess fallin að grafa undan trausti og því sambandi sem lögreglan verður að eiga við almenning. „Jú, ég held nú að það reyni allir lögreglumenn að koma fram af virðingu og meðalhófi en auðvitað er það inngrip í líf fólks þegar lögreglan stoppar það. Fólki þykir bara óþægilegt að láta stoppa sig fyrir of hraðan akstur og koma inn í lögreglubíl en það er auðvitað bara ákveðið verklag og ef einhver er grunaður um að vera undir áhrifum þá er verklagið að flytja hann á sjúkrahúsið og taka blóðprufu. Það er stórt inngrip en ég veit ekki hvernig er hægt að gera það öðruvísi nema bara sýna kurteisi, það þarf að gera þetta.“ ADHD-notkun og akstur ekki stórt vandamál en ákveðið flækjustig Fjölnir telur ekki að notkun ADHD lyfja og akstur sé stórt vandamál en það geti þó stundum flækt störf lögreglu ef aksturslag viðkomandi vekur grunsemdir. Hann muni til dæmis sjálfur ekki til þess að hafa staðið frammi fyrir slíkum aðstæðum í sínum störfum. Fólk sem noti ADHD lyf geti verið rólegt. Grundvallaratriði sé bara að það treysti sér til þess að stjórna ökutæki og að lyfin séu ekki tekin í of miklu magni. „Það eru alveg örugglega lögreglumenn, læknar og hjúkrunarfræðingar og alls konar á ADHD lyfjum. Þetta er úti um allt í samfélaginu þannig að ég held að það sé nú engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD lyfjum, það held ég að sé mikill misskilningur.“
Lögreglan Geðheilbrigði Hveragerði Lyf Bítið ADHD Tengdar fréttir Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7. september 2023 19:36 Handtekin fyrir utan heimili sitt á ADHD lyfjum Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru handtekin í fyrrakvöld þar sem amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse sem þau eru á. Fjórtán ára sonur þeirra varð eftir heima. Formaður ADHD samtakanna segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um, þar beri innviðaráðherra og dómsmálaráðherra ábyrgð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 7. september 2023 10:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7. september 2023 19:36
Handtekin fyrir utan heimili sitt á ADHD lyfjum Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru handtekin í fyrrakvöld þar sem amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse sem þau eru á. Fjórtán ára sonur þeirra varð eftir heima. Formaður ADHD samtakanna segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um, þar beri innviðaráðherra og dómsmálaráðherra ábyrgð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 7. september 2023 10:32