Yfirlýsing frá Anahitu Babaei og Elissu Bijou Anahita Babaei og Elissa Bijou skrifa 9. september 2023 10:00 Að næra og huga að heilbrigði fólks er okkur eðlislægt sem samborgarar og manneskjur. Við höfum mætt mikilli hlýju og velvild frá Íslendingum og erum innilega þakklátar og meyrar vegna þess. Þó að það sé gott að sjá svo mikla fjölmiðlaumfjöllun og athygli á friðsamlegum mótmælaaðgerðum sem við stóðum fyrir á hvalveiðibátum Hval 8 og Hval 9, megum við til með að minna á aðal viðfangsefnið. Markmið okkar með aðgerðunum var að varpa ljósi á hryllilegan raunveruleika hvalveiða Íslendinga. Eftir að við hættum okkar mótmælaaðgerðum héldu báðir bátar út til að veiða og hafa þegar þetta er skrifað drepið þrjár langreyðar. Þó okkur hafi tekist með mótmælaaðgerðum okkar að koma í veg fyrir að þeir drápu að minnsta kosti fjórar, tókst okkur því miður ekki að stöðva veiðarnar fyrir fullt og allt. Það er strax ljóst að veiðiaðferðir við hvalveiðar hafa ekki batnað neitt, vitni við hvalstöðina segja að tvær af þrem langreyðum sem drepnar voru í gær voru skotnar tvisvar og það ber vott um löng og þjáningarfull dauðastríð. Veiðiaðferðirnar eru enn jafn hræðilegar og þær voru þegar fagráð um velferð dýra gaf út yfirlýsingu sína í júní þar sem fram kom að veiðiaðferðir væru ómannúðlegar og brytu í bága við dýravelferðalög á Íslandi. En það var sú yfirlýsing sem Svandís Svavarsdóttir ráðherra notaði sem ástæðu fyrir því að hún gerði tímabundið hlé á veiðum í 2 mánuði. Það er einnig ljóst á þessum fyrstu veiðum tímabilsins að Hvalur hf. getur hvorki fylgt lögum um veiðarnar né dýravelferðarlögum. Móðir jörð og veðurguðirnir gera bátum Kristjáns Loftssonar erfitt fyrir með því að hræra í vindi og sjó. Það er mjög ólíklegt að honum takist að ná kvóta sínum vegna slæms veðurs og ferðalaga hvalanna frá Íslandsmiðum á þessum árstíma. Það er einlæg von okkar að fólk sem fylgdist með okkur og sem lætur sér málefnið varða og vilja stöðva hvalveiðar og vernda þessar mikilfenglegu skepnur taki höndum saman og krefjist þess að stjórnvöld stöðvi þessar ónauðsynlegu og hryllilegu veiðar strax. Ef þú vilt að hvalveiðar verði stöðvaðar þá getur þú skrifað til ráðherra í ríkisstjórn Íslands og/eða tjáð þig við færslur þeirra á samfélagsmiðlum, biðlaðu til þeirra að stöðva þessar veiðar. Hér má einnig finna undirskrifarsöfnun gegn hvalveiðum. Með þökk fyrir allt, stöðvum hvalveiðar núna! Höfundar eru baráttukonur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að næra og huga að heilbrigði fólks er okkur eðlislægt sem samborgarar og manneskjur. Við höfum mætt mikilli hlýju og velvild frá Íslendingum og erum innilega þakklátar og meyrar vegna þess. Þó að það sé gott að sjá svo mikla fjölmiðlaumfjöllun og athygli á friðsamlegum mótmælaaðgerðum sem við stóðum fyrir á hvalveiðibátum Hval 8 og Hval 9, megum við til með að minna á aðal viðfangsefnið. Markmið okkar með aðgerðunum var að varpa ljósi á hryllilegan raunveruleika hvalveiða Íslendinga. Eftir að við hættum okkar mótmælaaðgerðum héldu báðir bátar út til að veiða og hafa þegar þetta er skrifað drepið þrjár langreyðar. Þó okkur hafi tekist með mótmælaaðgerðum okkar að koma í veg fyrir að þeir drápu að minnsta kosti fjórar, tókst okkur því miður ekki að stöðva veiðarnar fyrir fullt og allt. Það er strax ljóst að veiðiaðferðir við hvalveiðar hafa ekki batnað neitt, vitni við hvalstöðina segja að tvær af þrem langreyðum sem drepnar voru í gær voru skotnar tvisvar og það ber vott um löng og þjáningarfull dauðastríð. Veiðiaðferðirnar eru enn jafn hræðilegar og þær voru þegar fagráð um velferð dýra gaf út yfirlýsingu sína í júní þar sem fram kom að veiðiaðferðir væru ómannúðlegar og brytu í bága við dýravelferðalög á Íslandi. En það var sú yfirlýsing sem Svandís Svavarsdóttir ráðherra notaði sem ástæðu fyrir því að hún gerði tímabundið hlé á veiðum í 2 mánuði. Það er einnig ljóst á þessum fyrstu veiðum tímabilsins að Hvalur hf. getur hvorki fylgt lögum um veiðarnar né dýravelferðarlögum. Móðir jörð og veðurguðirnir gera bátum Kristjáns Loftssonar erfitt fyrir með því að hræra í vindi og sjó. Það er mjög ólíklegt að honum takist að ná kvóta sínum vegna slæms veðurs og ferðalaga hvalanna frá Íslandsmiðum á þessum árstíma. Það er einlæg von okkar að fólk sem fylgdist með okkur og sem lætur sér málefnið varða og vilja stöðva hvalveiðar og vernda þessar mikilfenglegu skepnur taki höndum saman og krefjist þess að stjórnvöld stöðvi þessar ónauðsynlegu og hryllilegu veiðar strax. Ef þú vilt að hvalveiðar verði stöðvaðar þá getur þú skrifað til ráðherra í ríkisstjórn Íslands og/eða tjáð þig við færslur þeirra á samfélagsmiðlum, biðlaðu til þeirra að stöðva þessar veiðar. Hér má einnig finna undirskrifarsöfnun gegn hvalveiðum. Með þökk fyrir allt, stöðvum hvalveiðar núna! Höfundar eru baráttukonur.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar