Fær brjóstaminnkun ekki niðurgreidda vegna samningsdeilna lækna við SÍ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. september 2023 15:14 Indíana Rós segist ekki geta beðið með að fara í brjóstaminnkunaraðgerð þar til samningaviðræður lækna og Sjúkratrygginga Íslands séu yfirstaðnar. Aðgerðin sé það nauðsynleg. Vísir/Vilhelm/Sunna Ben Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur þarf að greiða tæpa milljón fyrir brjóstaminnkunaraðgerð vegna samningsdeilna milli Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Ekki fæst niðurgreiðsla fyrir aðgerðina meðan samningsdeilur standa yfir. Heimildin greindi fyrst frá. Indíana segir frá aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Í apríl segist hún hafa bókað tíma hjá lýtalækni til þess að fara í brjóstaminnkun, sem hún hafði upprunalega ætlað í árið 2021 en þurft að fresta vegna skyndilegrar meðgöngu. Um leið hafi hún farið að kynna sér niðurgreiðsluferli. Tveimur dögum áður en hún hitti lýtalækninn sinn í júní var tilkynnt um nýjan samning Sjúkratrygginga við sérgreinalækna. Samkvæmt honum fengi hún kostnaðinn niðurgreiddan ef hún fengi samþykki frá sjúkratryggingum. Samningurinn skyldi taka gildi 1. september. „Þegar kemur að viðtalstímanum þá sé ég þennan samning og hugsa, geggjað! Ef ég fæ þetta samþykkt þá þarf ég ekki að borga nema 31 þúsund krónur,“ segir Indíana, en 31 þúsund krónurnar eru hámarksfjárhæð sem einstaklingur þarf að borga fyrir heilbrigðisþjónustu mánaðarlega. „Svo fæ ég samþykkta greiðsluþátttöku í byrjun ágúst frá sjúkratryggingum, af því að ég uppfyllti öll skilyrðin sem þarf að uppfylla,“ segir Indíana. Síðar segist hún hafa hringt í sjúkratryggingar og spurt hversu mikið hún þyrfti að borga og hún verið fullvissuð um að aukagjöldin fyrir aðgerðina yrðu engin. „Ég heyri í Klíníkinni, af því að ég er að fara í aðgerðina hjá þeim, og spyr hvað ég sé að fara að borga fyrir aðgerðina, og hún segir að niðurgreiðslan sé milli tvö og þrjú hundruð þúsund og ég þurfi að borga um sex hundruð þúsund sjálf,“ segir Indíana. „Sem voru svolítið misvísandi upplýsingar þannig að ég heyri aftur í sjúkratryggingum.“ Þar hafi henni aftur verið tjáð að hún þyrfti sannarlega ekki að borga neitt aukalega fyrir aðgerðina. Ekki hægt að bíða Í gær kveðst Indíana aftur hafa heyrt í Klíníkinni og fengið þær upplýsingar um að lýtalæknarnir þar sem framkvæma brjóstaminnkunaraðgerðir hafi ekki gert samning við sjúkratryggingarnar vegna þess að greiðsluskráin sem þeir eigi að fara eftir sé of lág. Þannig geti hún ekki nýtt sér greiðsluþátttökuna vegna þess að læknarnir eru ekki á samningi við Sjúkratryggingar. „Nú eru samstarfsnefnd Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga að skoða þessa verðskrá, og þangað til að þeir eru búnir að finna út úr því þá vilja lýtalæknar ekki gera samning. Þannig að maður lendir inn á milli,“ segir Indíana. Hún segir óvissu ríkja um hve langan tíma samningaviðræðurnar muni taka og því geti hún ekki tekið áhættuna á að bíða lengur. Aðgerðin sé það nauðsynleg. „Hefur mikil áhrif á líf mitt“ „Ég er hjá sjúkraþjálfara vikulega út af bakinu á mér. Og brjóstin hafa þar alveg gríðarlega mikil áhrif. Ef ég fer ekki í aðgerð þá held ég áfram að vera hjá sjúkraþjálfara sem kostar sjúkratryggingar pening,“ segir Indíana. Þá sé hún líka að fá verkjalyfjakostnað niðurgreiddan. „Þá má segja að þeir séu að spara sér eyrinn til að kasta krónunni.“ „Það er milljón sem ég þarf núna að punga út,“ segir Indíana. „Ég er að koma úr átján mánaða fæðingarorlofi af því að strákurinn minn var bara að fá leikskólapláss núna.“ Því segist hún þurfa að taka yfirdrátt og þannig muni heildarkostnaður með vöxtum nema allt að 1,2 milljónum. Indíana segist ekki geta beðið með aðgerðina, enda viti hún ekki hversu lengi samningsdeilurnar muni standa og hvernig muni fara. „Þetta hefur það mikil áhrif á líf mitt. Ég ætlaði að gera þetta fyrir tveimur árum, og þá var ég búin að draga þetta alltof lengi. Þannig að núna er staðan bara þannig.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Heimildin greindi fyrst frá. Indíana segir frá aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Í apríl segist hún hafa bókað tíma hjá lýtalækni til þess að fara í brjóstaminnkun, sem hún hafði upprunalega ætlað í árið 2021 en þurft að fresta vegna skyndilegrar meðgöngu. Um leið hafi hún farið að kynna sér niðurgreiðsluferli. Tveimur dögum áður en hún hitti lýtalækninn sinn í júní var tilkynnt um nýjan samning Sjúkratrygginga við sérgreinalækna. Samkvæmt honum fengi hún kostnaðinn niðurgreiddan ef hún fengi samþykki frá sjúkratryggingum. Samningurinn skyldi taka gildi 1. september. „Þegar kemur að viðtalstímanum þá sé ég þennan samning og hugsa, geggjað! Ef ég fæ þetta samþykkt þá þarf ég ekki að borga nema 31 þúsund krónur,“ segir Indíana, en 31 þúsund krónurnar eru hámarksfjárhæð sem einstaklingur þarf að borga fyrir heilbrigðisþjónustu mánaðarlega. „Svo fæ ég samþykkta greiðsluþátttöku í byrjun ágúst frá sjúkratryggingum, af því að ég uppfyllti öll skilyrðin sem þarf að uppfylla,“ segir Indíana. Síðar segist hún hafa hringt í sjúkratryggingar og spurt hversu mikið hún þyrfti að borga og hún verið fullvissuð um að aukagjöldin fyrir aðgerðina yrðu engin. „Ég heyri í Klíníkinni, af því að ég er að fara í aðgerðina hjá þeim, og spyr hvað ég sé að fara að borga fyrir aðgerðina, og hún segir að niðurgreiðslan sé milli tvö og þrjú hundruð þúsund og ég þurfi að borga um sex hundruð þúsund sjálf,“ segir Indíana. „Sem voru svolítið misvísandi upplýsingar þannig að ég heyri aftur í sjúkratryggingum.“ Þar hafi henni aftur verið tjáð að hún þyrfti sannarlega ekki að borga neitt aukalega fyrir aðgerðina. Ekki hægt að bíða Í gær kveðst Indíana aftur hafa heyrt í Klíníkinni og fengið þær upplýsingar um að lýtalæknarnir þar sem framkvæma brjóstaminnkunaraðgerðir hafi ekki gert samning við sjúkratryggingarnar vegna þess að greiðsluskráin sem þeir eigi að fara eftir sé of lág. Þannig geti hún ekki nýtt sér greiðsluþátttökuna vegna þess að læknarnir eru ekki á samningi við Sjúkratryggingar. „Nú eru samstarfsnefnd Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga að skoða þessa verðskrá, og þangað til að þeir eru búnir að finna út úr því þá vilja lýtalæknar ekki gera samning. Þannig að maður lendir inn á milli,“ segir Indíana. Hún segir óvissu ríkja um hve langan tíma samningaviðræðurnar muni taka og því geti hún ekki tekið áhættuna á að bíða lengur. Aðgerðin sé það nauðsynleg. „Hefur mikil áhrif á líf mitt“ „Ég er hjá sjúkraþjálfara vikulega út af bakinu á mér. Og brjóstin hafa þar alveg gríðarlega mikil áhrif. Ef ég fer ekki í aðgerð þá held ég áfram að vera hjá sjúkraþjálfara sem kostar sjúkratryggingar pening,“ segir Indíana. Þá sé hún líka að fá verkjalyfjakostnað niðurgreiddan. „Þá má segja að þeir séu að spara sér eyrinn til að kasta krónunni.“ „Það er milljón sem ég þarf núna að punga út,“ segir Indíana. „Ég er að koma úr átján mánaða fæðingarorlofi af því að strákurinn minn var bara að fá leikskólapláss núna.“ Því segist hún þurfa að taka yfirdrátt og þannig muni heildarkostnaður með vöxtum nema allt að 1,2 milljónum. Indíana segist ekki geta beðið með aðgerðina, enda viti hún ekki hversu lengi samningsdeilurnar muni standa og hvernig muni fara. „Þetta hefur það mikil áhrif á líf mitt. Ég ætlaði að gera þetta fyrir tveimur árum, og þá var ég búin að draga þetta alltof lengi. Þannig að núna er staðan bara þannig.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira