Í þágu hverra á að forgangsraða innan Samgöngusáttmálans? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 10. september 2023 10:00 Samgöngusáttmálinn er tímamótasamningur um skýra framtíðarsýn í fjölbreyttum samgöngumátum fyrir höfuðborgarsvæðið. Vinna við uppfærslu hans er í gangi. Skilaboð síðustu daga eru að endurskoða þurfi samninginn. Ekki er til nægt fjármagn til að gera allt fyrir alla strax. Það þarf að forgangsraða verkefnum og fjármunum. Hvernig er hægt að uppfylla markmið sáttmálans um að þjóna öllum ferðamátum en á sama tíma forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Í þágu hverra á að forgangsraða? Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöðina Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöð Strætó í Mjódd, stöð sem er stærri en Hlemmur, stærri en Hamraborg, Lækjartorg og Fjörður. Mjóddin er fjölförnust, mest notuð. Frá áramótum hafa tæplega 39 þúsund inn- og útstig á virkum dögum vikulega komið í gegnum Mjóddina. Þannig er það ekki bara loftslags- og lýðheilsumál að draga úr umferð úr fjölmennasta hverfi borgarinnar heldur þarf líka horfa til hvar fjölförnustu staðirnir eru, hvar býr flesta fólkið sem nú þegar nýtir sér almenningssamgöngur. Hvar er hægt að draga úr umferð til að skapa pláss fyrir aðra bíla. Þannig er brýnt að horfa á heildarmyndina til að uppfylla markmið sáttmálans, þjóna öllum ferðamátum. Íbúaráð Breiðholts minnir á viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Betri samgangna Á fundi íbúaráðs Breiðholts í maí 2021 kom fram skýr vilji ráðsins að hvetja til að forgangsröðun Borgarlínu yrði endurskoðuð og að Breiðholtið yrði fært framar á forgangslista uppbyggingarinar. Ári seinna var undirrituð viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Betri samgangna í apríl 2022, er byggir á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið undirrituðu í september árið 2019, um vilja aðilanna til að flýta Borgalínuleið frá Vogabyggð upp í Breiðholt. Þann 30. ágúst sl. birtist vilji ráðsins á fundi sem brýndi hversu mikilvægt það væri að flýta uppbyggingu og forhönnun Borgarlínu upp í Mjódd sér í lagi þar sem vinna við nýtt deiliskipulag er í gangi, sviðsmyndagreining Vegagerðar og Betri samgangna er í vinnslu með svæði Borgarlínu milli Vogabyggðar og Mjóddar í gegnum Reykjanesbraut. Einstakt tækifæri er því núna að hlusta á íbúaráðið, virða viljayfirlýsinguna frá apríl 2022, forgangsraða fjármagni þar sem fjölmennasta stoppustoð höfuðborgarsvæðins er og nýta þau tækifæri sem felast í nýrri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í Mjódd. Borgarlínu forgangsraðað beint upp í Breiðholt Við sem búum í Austurborginni teljum að brýnir almanna- og umhverfislegir hagsmunir liggi í því tækifæri, að setja í uppfærslu sáttmálanns breytta forgansröðun borgarlínunnar og flýta uppbyggingu upp í Breiðholt þannig að það þjóni þeim 23 þúsund íbúum sem búa í hverfinu. Fjárfestingartækifæri framtíðar býr í Mjódd. Svæði sem dregur að sér þéttari byggð og skapar ný tækifæri fyrir fjárfestingu samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Nýjar íbúðir kalla á fleiri íbúa - fjölbreytt fólk, fleiri fjölskyldur - tækifæri til að móta hágæða borgarumhverfi í grónu hverfi. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Besta leiðin er græna leiðin Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annara vistvænni ferðamáta. Ferja fólkið þar sem flest fólk býr, þar sem fjölmennustu stoppistöðvar strætó eru og taka frá akreinar sem eingöngu eru ætlaðar undir almenningssamgöngur og fjölbreytta ferðamáta. Til þess þarf pólitískt hugrekki, hugrekki til að standa með almenningssamgöngum, forgangsraða fjármunum í þágu grænni lausna, fyrir fólk, fyrir umhverfið, fyrir heilsuna. Fjöldi ökutækja mun halda áfram að aukast í takt við aukna fólksfjölgun og því þarf hugrekki til að velja rétt. Forgangsraða rétt. Geymum stofnvegaframkvæmdir sem eingöngu þjóna einkabílnum, eru umferðar hvetjandi og hafa slæm áhrif á loftgæði. Framkvæmdir sem ekkert hafa með góðar og sterkar almenningssamgöngur að gera. Þar er lausnin. Græna leiðin er besta leiðin. Höfundur er formaður íbúaráðsins í Breiðholti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Strætó Reykjavík Borgarlína Sveitarstjórnarmál Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Samgöngusáttmálinn er tímamótasamningur um skýra framtíðarsýn í fjölbreyttum samgöngumátum fyrir höfuðborgarsvæðið. Vinna við uppfærslu hans er í gangi. Skilaboð síðustu daga eru að endurskoða þurfi samninginn. Ekki er til nægt fjármagn til að gera allt fyrir alla strax. Það þarf að forgangsraða verkefnum og fjármunum. Hvernig er hægt að uppfylla markmið sáttmálans um að þjóna öllum ferðamátum en á sama tíma forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Í þágu hverra á að forgangsraða? Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöðina Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöð Strætó í Mjódd, stöð sem er stærri en Hlemmur, stærri en Hamraborg, Lækjartorg og Fjörður. Mjóddin er fjölförnust, mest notuð. Frá áramótum hafa tæplega 39 þúsund inn- og útstig á virkum dögum vikulega komið í gegnum Mjóddina. Þannig er það ekki bara loftslags- og lýðheilsumál að draga úr umferð úr fjölmennasta hverfi borgarinnar heldur þarf líka horfa til hvar fjölförnustu staðirnir eru, hvar býr flesta fólkið sem nú þegar nýtir sér almenningssamgöngur. Hvar er hægt að draga úr umferð til að skapa pláss fyrir aðra bíla. Þannig er brýnt að horfa á heildarmyndina til að uppfylla markmið sáttmálans, þjóna öllum ferðamátum. Íbúaráð Breiðholts minnir á viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Betri samgangna Á fundi íbúaráðs Breiðholts í maí 2021 kom fram skýr vilji ráðsins að hvetja til að forgangsröðun Borgarlínu yrði endurskoðuð og að Breiðholtið yrði fært framar á forgangslista uppbyggingarinar. Ári seinna var undirrituð viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Betri samgangna í apríl 2022, er byggir á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið undirrituðu í september árið 2019, um vilja aðilanna til að flýta Borgalínuleið frá Vogabyggð upp í Breiðholt. Þann 30. ágúst sl. birtist vilji ráðsins á fundi sem brýndi hversu mikilvægt það væri að flýta uppbyggingu og forhönnun Borgarlínu upp í Mjódd sér í lagi þar sem vinna við nýtt deiliskipulag er í gangi, sviðsmyndagreining Vegagerðar og Betri samgangna er í vinnslu með svæði Borgarlínu milli Vogabyggðar og Mjóddar í gegnum Reykjanesbraut. Einstakt tækifæri er því núna að hlusta á íbúaráðið, virða viljayfirlýsinguna frá apríl 2022, forgangsraða fjármagni þar sem fjölmennasta stoppustoð höfuðborgarsvæðins er og nýta þau tækifæri sem felast í nýrri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í Mjódd. Borgarlínu forgangsraðað beint upp í Breiðholt Við sem búum í Austurborginni teljum að brýnir almanna- og umhverfislegir hagsmunir liggi í því tækifæri, að setja í uppfærslu sáttmálanns breytta forgansröðun borgarlínunnar og flýta uppbyggingu upp í Breiðholt þannig að það þjóni þeim 23 þúsund íbúum sem búa í hverfinu. Fjárfestingartækifæri framtíðar býr í Mjódd. Svæði sem dregur að sér þéttari byggð og skapar ný tækifæri fyrir fjárfestingu samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Nýjar íbúðir kalla á fleiri íbúa - fjölbreytt fólk, fleiri fjölskyldur - tækifæri til að móta hágæða borgarumhverfi í grónu hverfi. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Besta leiðin er græna leiðin Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annara vistvænni ferðamáta. Ferja fólkið þar sem flest fólk býr, þar sem fjölmennustu stoppistöðvar strætó eru og taka frá akreinar sem eingöngu eru ætlaðar undir almenningssamgöngur og fjölbreytta ferðamáta. Til þess þarf pólitískt hugrekki, hugrekki til að standa með almenningssamgöngum, forgangsraða fjármunum í þágu grænni lausna, fyrir fólk, fyrir umhverfið, fyrir heilsuna. Fjöldi ökutækja mun halda áfram að aukast í takt við aukna fólksfjölgun og því þarf hugrekki til að velja rétt. Forgangsraða rétt. Geymum stofnvegaframkvæmdir sem eingöngu þjóna einkabílnum, eru umferðar hvetjandi og hafa slæm áhrif á loftgæði. Framkvæmdir sem ekkert hafa með góðar og sterkar almenningssamgöngur að gera. Þar er lausnin. Græna leiðin er besta leiðin. Höfundur er formaður íbúaráðsins í Breiðholti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun