Byrjunarlið Íslands gegn Bosníu: Orri leiðir sóknarlínuna Aron Guðmundsson skrifar 11. september 2023 17:34 Orri fær stórt tækifæri til að láta að sér kveða með íslenska landsliðinu í kvöld. Vísir/Getty Byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fyrir leik liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024 í kvöld, hefur verið opinberað. Orri Óskarsson leikur sinn fyrsta leik í byrjunarliði íslenska landsliðsins í kvöld, hann leiðir sóknarlínu Íslands en alls gerir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands fimm breytingar á liði sínu milli leikja. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri-bakvörður: Alfons Sampsted Miðverðir: Hjörtur Hermannsson, Guðlaugur Victor Pálsson Vinstri bakvörður: Kolbeinn Finnsson Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson, Mikael Neville Anderson Sóknarmenn: Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson Varnarjaxlinn Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann í leiknum en hann var rekinn af velli með rautt spjald í leik Íslands gegn Lúxemborg fyrir helgi. Inn í hans stað í hjarta íslensku varnarinnar kemur Hjörtur Hermannsson og þá má einnig finna Alfons Sampsted í hægri bakvarðarstöðunni. Þá tekur Willum Þór Willumsson sér aftur stöðu á miðjunni en Willum hefur nú tekið út leikbann sitt sem hann fékk eftir að hafa verið rekinn af velli gegn Portúgal í síðasta landsliðsglugga. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni og situr liðið í 5.sæti í sínum riðli með aðeins þrjú stig. Fyrri leik þessara liða lauk með öruggum 3-0 sigri Bosníu & Herzegovinu en leikið var í Bosníu. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði greint frá því í viðtölum í aðdraganda leiksins í kvöld að breytingar yrðu á byrjunarliði Íslands frá leik liðsins gegn Lúxemborg. „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide. Leikurinn Íslands og Bosníu & Herzegovinu er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir hann klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira
Orri Óskarsson leikur sinn fyrsta leik í byrjunarliði íslenska landsliðsins í kvöld, hann leiðir sóknarlínu Íslands en alls gerir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands fimm breytingar á liði sínu milli leikja. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri-bakvörður: Alfons Sampsted Miðverðir: Hjörtur Hermannsson, Guðlaugur Victor Pálsson Vinstri bakvörður: Kolbeinn Finnsson Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson, Mikael Neville Anderson Sóknarmenn: Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson Varnarjaxlinn Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann í leiknum en hann var rekinn af velli með rautt spjald í leik Íslands gegn Lúxemborg fyrir helgi. Inn í hans stað í hjarta íslensku varnarinnar kemur Hjörtur Hermannsson og þá má einnig finna Alfons Sampsted í hægri bakvarðarstöðunni. Þá tekur Willum Þór Willumsson sér aftur stöðu á miðjunni en Willum hefur nú tekið út leikbann sitt sem hann fékk eftir að hafa verið rekinn af velli gegn Portúgal í síðasta landsliðsglugga. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni og situr liðið í 5.sæti í sínum riðli með aðeins þrjú stig. Fyrri leik þessara liða lauk með öruggum 3-0 sigri Bosníu & Herzegovinu en leikið var í Bosníu. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði greint frá því í viðtölum í aðdraganda leiksins í kvöld að breytingar yrðu á byrjunarliði Íslands frá leik liðsins gegn Lúxemborg. „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide. Leikurinn Íslands og Bosníu & Herzegovinu er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir hann klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira