„Auðvitað gerum við kröfu á sigur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2023 12:01 Ísak Andri Sigurgeirsson fagnaði tvítugsafmæli sínu í gær. vísir/sigurjón Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta, segir að krafan sé sett á sigur gegn Tékklandi í fyrsta leik undankeppni EM í dag. Hann segir fyrstu mánuðina í atvinnumennsku hafa gengið vel. „Þetta leggst mjög vel í mig. Undirbúningurinn hjá okkur er búinn að vera mjög góður, líka þessi leikur gegn Finnlandi. Hann var mjög góður,“ sagði Ísak og vísaði til 3-2 sigur Íslendinga á Finnum í vináttulandsleik í Finnlandi á föstudaginn. Í hópi U-21 árs liðsins eru nokkrir leikmenn sem tóku þátt á EM U-19 ára í sumar auk eldri leikmanna. Ísak segir að þeir nái vel saman. „Ég myndi segja að þetta væri góð blanda af nýliðum og reynslumeiri leikmönnum sem hafa verið hérna. Það eru nokkrir sem voru í síðustu undankeppni þannig það er mikil reynsla í liðinu. Þetta er mjög góð blanda,“ sagði Ísak. Ætla sér á EM Ísland er í I-riðli undankeppni EM ásamt Tékklandi, Danmörku, Wales og Litáen. Sigurvegarar riðlanna níu í undankeppninni auk þeirra þriggja liða sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna komast beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti riðlanna fara í umspil. Frá æfingu U-21 árs landsliðsins í Víkinni í gær.vísir/sigurjón „Þetta er heilt yfir mjög jafn riðill en auðvitað er markmiðið hjá okkur að komast beint upp úr honum,“ sagði Ísak. „Ég hef heyrt að Danir og Tékkar séu mjög góðir. En við einbeitum okkur bara að okkur og ætlum upp úr þessum riðli.“ Garðbæingurinn segir íslenska liðið stefna á sigur í Víkinni í dag. „Auðvitað setjum við kröfu á það, að ná góðri byrjun í riðlinum og vinna leikinn á morgun (í dag),“ sagði Ísak. Um mitt sumar gekk Ísak í raðir Norrköping í Svíþjóð frá Stjörnunni. Hann nýtur sín vel í atvinnumennskunni. Viðbrigði í atvinnumennskunni „Lífið hefur verið geggjað. Þetta er mjög skemmtilegt en allt annað en heima,“ sagði Ísak og bætti við að lífið í atvinnumennsku hafi staðist allar væntingar þótt það sé ansi frábrugðið því sem hann er vanur. „Já, stundum getur manni leiðst mikið á daginn en maður finnur sér eitthvað að gera. Það eru smá viðbrigði að búa einn en þetta er mjög fínt.“ Öfugt við það sem margir spáðu hefur Stjörnunni gengið vel eftir að Ísak fór utan og er í 4. sæti Bestu deildarinnar. Ísak skoraði sex mörk í ellefu deildarleikjum með Stjörnunni áður en hann fór til Norrköping.vísir/hulda margrét „Jökull (Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar) er búinn að gera geggjaða hluti þarna. Það er ekkert eðlilega margir ungir leikmenn sem eru að koma upp og standa sig ekkert eðlilega vel. Það er gaman að fylgjast með þessu.“ Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 16:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Undirbúningurinn hjá okkur er búinn að vera mjög góður, líka þessi leikur gegn Finnlandi. Hann var mjög góður,“ sagði Ísak og vísaði til 3-2 sigur Íslendinga á Finnum í vináttulandsleik í Finnlandi á föstudaginn. Í hópi U-21 árs liðsins eru nokkrir leikmenn sem tóku þátt á EM U-19 ára í sumar auk eldri leikmanna. Ísak segir að þeir nái vel saman. „Ég myndi segja að þetta væri góð blanda af nýliðum og reynslumeiri leikmönnum sem hafa verið hérna. Það eru nokkrir sem voru í síðustu undankeppni þannig það er mikil reynsla í liðinu. Þetta er mjög góð blanda,“ sagði Ísak. Ætla sér á EM Ísland er í I-riðli undankeppni EM ásamt Tékklandi, Danmörku, Wales og Litáen. Sigurvegarar riðlanna níu í undankeppninni auk þeirra þriggja liða sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna komast beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti riðlanna fara í umspil. Frá æfingu U-21 árs landsliðsins í Víkinni í gær.vísir/sigurjón „Þetta er heilt yfir mjög jafn riðill en auðvitað er markmiðið hjá okkur að komast beint upp úr honum,“ sagði Ísak. „Ég hef heyrt að Danir og Tékkar séu mjög góðir. En við einbeitum okkur bara að okkur og ætlum upp úr þessum riðli.“ Garðbæingurinn segir íslenska liðið stefna á sigur í Víkinni í dag. „Auðvitað setjum við kröfu á það, að ná góðri byrjun í riðlinum og vinna leikinn á morgun (í dag),“ sagði Ísak. Um mitt sumar gekk Ísak í raðir Norrköping í Svíþjóð frá Stjörnunni. Hann nýtur sín vel í atvinnumennskunni. Viðbrigði í atvinnumennskunni „Lífið hefur verið geggjað. Þetta er mjög skemmtilegt en allt annað en heima,“ sagði Ísak og bætti við að lífið í atvinnumennsku hafi staðist allar væntingar þótt það sé ansi frábrugðið því sem hann er vanur. „Já, stundum getur manni leiðst mikið á daginn en maður finnur sér eitthvað að gera. Það eru smá viðbrigði að búa einn en þetta er mjög fínt.“ Öfugt við það sem margir spáðu hefur Stjörnunni gengið vel eftir að Ísak fór utan og er í 4. sæti Bestu deildarinnar. Ísak skoraði sex mörk í ellefu deildarleikjum með Stjörnunni áður en hann fór til Norrköping.vísir/hulda margrét „Jökull (Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar) er búinn að gera geggjaða hluti þarna. Það er ekkert eðlilega margir ungir leikmenn sem eru að koma upp og standa sig ekkert eðlilega vel. Það er gaman að fylgjast með þessu.“ Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 16:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Sjá meira