Á flótta í tæpar tvær vikur og nú vopnaður Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 00:00 Um fimm hundruð lögregluþjónar leita morðingja sem slapp úr fangelsi fyrir tæpum tveimur vikum. AP/Matt Rourke Dæmdur morðingi sem gengið hefur laus í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í tæpar tvær vikur er vopnaður. Hann er sagður hafa fundið riffil í skúr sem hann fór inn í. Maðurinn, sem heitir Daneolo Cavalcante og er 34 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 2021. Hann er einnig sagður hafa myrt mann í Brasilíu árið 2017. Móðir hans, býr í Brasilíu, segir að engum stafi ógn af honum. og að hann hafi í gegnum lífstíðina orðið góður í því að standa á eigin fótum og lifa af á litlu, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Dæmdur morðingi slapp úr fangelsi á ótrúlegan hátt Cavalcante slapp úr fangelsi þann 31. ágúst og hefur gengið laus síðan, þrátt fyrir að hundruð lögregluþjóna hafa leitað hans. Það hvernig hann slapp úr fangelsi vakti á sínum tíma mikla athygli en honum tókst að klifra upp á þak fangelsisins á ótrúlegan hátt. AP fréttaveitan segir Cavalcante hafa stolið riffli úr skúr sem hann braust í á dögunum. Riffillinn er .22 kalibera og hann stal einnig skotfærum. Eigandi hússins sá hann og skaut á hann úr skammbyssu en Cavalcante komst undan á hlaupum. Maðurinn segist ekki telja að hann hafi hæft strokufangann. Svæðið sem hann felur sig á er mjög strjálbýlt og skógi vaxið en forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja að hann muni finnast. Við leitina er notast við hesta, hunda, þyrlur og jafnvel brynvarða bíla en svæðið sem um ræðir er um 26 ferkílómetrar. Lögreglan segir að það gæti tekið langan tíma að leita á öllu þessu svæði. Áður en leitin á þessu svæði hófst, hafði Cavalcante verið króaður af á um þrettán ferkílómetra svæði sunnar í Pennsylvaníu. Honum tókst þó að flýja þaðan á mjólkurbíl sem hann fann ólæstan og þar að auki voru lyklarnir í honum. Tveimur klukkustundum áður en Cavalcante sást í skúrnum, hafði ökumaður bíls tilkynnt grunsamlegan mann í felum við veg. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir fótspor og skó Cavalcante úr fangelsisins. Þá hafði borist tilkynning um að skóm hefði verið stolið á svæðinu. Íbúar sem búa þar sem leitin stendur yfir hafa sagt blaðamönnum að þeir skilji ekki af hverju leitin taki svo mikinn tíma. Þau eiga erfitt með svefn og þá að hluta af ótta við Cavalcante en einnig vegna láta frá leitinni. Áhugasamir geta fylgst með beinni útsendingu héraðsmiðilsins Fix 29 í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Daneolo Cavalcante og er 34 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 2021. Hann er einnig sagður hafa myrt mann í Brasilíu árið 2017. Móðir hans, býr í Brasilíu, segir að engum stafi ógn af honum. og að hann hafi í gegnum lífstíðina orðið góður í því að standa á eigin fótum og lifa af á litlu, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Dæmdur morðingi slapp úr fangelsi á ótrúlegan hátt Cavalcante slapp úr fangelsi þann 31. ágúst og hefur gengið laus síðan, þrátt fyrir að hundruð lögregluþjóna hafa leitað hans. Það hvernig hann slapp úr fangelsi vakti á sínum tíma mikla athygli en honum tókst að klifra upp á þak fangelsisins á ótrúlegan hátt. AP fréttaveitan segir Cavalcante hafa stolið riffli úr skúr sem hann braust í á dögunum. Riffillinn er .22 kalibera og hann stal einnig skotfærum. Eigandi hússins sá hann og skaut á hann úr skammbyssu en Cavalcante komst undan á hlaupum. Maðurinn segist ekki telja að hann hafi hæft strokufangann. Svæðið sem hann felur sig á er mjög strjálbýlt og skógi vaxið en forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja að hann muni finnast. Við leitina er notast við hesta, hunda, þyrlur og jafnvel brynvarða bíla en svæðið sem um ræðir er um 26 ferkílómetrar. Lögreglan segir að það gæti tekið langan tíma að leita á öllu þessu svæði. Áður en leitin á þessu svæði hófst, hafði Cavalcante verið króaður af á um þrettán ferkílómetra svæði sunnar í Pennsylvaníu. Honum tókst þó að flýja þaðan á mjólkurbíl sem hann fann ólæstan og þar að auki voru lyklarnir í honum. Tveimur klukkustundum áður en Cavalcante sást í skúrnum, hafði ökumaður bíls tilkynnt grunsamlegan mann í felum við veg. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir fótspor og skó Cavalcante úr fangelsisins. Þá hafði borist tilkynning um að skóm hefði verið stolið á svæðinu. Íbúar sem búa þar sem leitin stendur yfir hafa sagt blaðamönnum að þeir skilji ekki af hverju leitin taki svo mikinn tíma. Þau eiga erfitt með svefn og þá að hluta af ótta við Cavalcante en einnig vegna láta frá leitinni. Áhugasamir geta fylgst með beinni útsendingu héraðsmiðilsins Fix 29 í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira