Íslandsvinurinn geðþekki leggur landsliðsskóna á hilluna eftir tuttugu og sex ára feril Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 09:31 Lima yfirgefur völlinn sem lansliðsmaður Andorra í síðasta skipti í gærkvöldi. Vísir/EPA Hinn 43 ára gamli Ildefons Lima hefur leikið sinn síðasta leik fyrir landslið Andorra. Frá þessu greinir Lima í færslu á samfélagsmiðlum en hann hefur verið hluti af landsliði Andorra síðastliðin 26 ár. Það var þann 20. júní árið 1997 sem Lima lék sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Andorra. Síðan þá hefur hann leikið 136 leiki fyrir þjóð sína og skorað ellefu mörk. Hann er bæði leikja- og markahæsti leikmaður Andorra. Síðasti leikur hans með landsliðinu átti sér stað í ger þegar að Andorra tapaði 3-0 fyrir Sviss í undankeppni EM 2024. NO WORDS #andorra #suisse pic.twitter.com/M8S3tymoGN— Ildefons Lima Solà (@ildelima6) September 12, 2023 Lima var hylltur af áhorfendum í Sviss með standandi lófaklappi er hann yfirgaf völlinn í síðasta skipti sem landsliðsmaður Andorra og fékk hann meðal annars kveðju frá Gianni Infantino, forseta FIFA eftir leik. Hægt er að flokka þennan reynslumikla leikmann sem Íslandsvin. Lima lék meðal annars leik Andorra og Íslands í undankeppni EM 2000, þann 22. mars 1999. Íslendingar unnu leikinn, 0-2, með mörkum Eyjólfs Sverrissonar og Steinars Adolfssonar. Eftir leikinn fékk hann treyju Rúnars Kristinssonar (númer 6), leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi. Hann var síðan aftur í liði Andorra sem mætti íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2020, leik sem endaði með 2-0 sigri Íslands. Eftir leikinn bætti hann treyju Arons Einars Gunnarssonar (númer 17) í safn sitt. Hann fékk því treyjur frá tveimur af bestu miðjumönnum í sögu íslenska landsliðsins með 20 ára millibili. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Andorra Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Það var þann 20. júní árið 1997 sem Lima lék sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Andorra. Síðan þá hefur hann leikið 136 leiki fyrir þjóð sína og skorað ellefu mörk. Hann er bæði leikja- og markahæsti leikmaður Andorra. Síðasti leikur hans með landsliðinu átti sér stað í ger þegar að Andorra tapaði 3-0 fyrir Sviss í undankeppni EM 2024. NO WORDS #andorra #suisse pic.twitter.com/M8S3tymoGN— Ildefons Lima Solà (@ildelima6) September 12, 2023 Lima var hylltur af áhorfendum í Sviss með standandi lófaklappi er hann yfirgaf völlinn í síðasta skipti sem landsliðsmaður Andorra og fékk hann meðal annars kveðju frá Gianni Infantino, forseta FIFA eftir leik. Hægt er að flokka þennan reynslumikla leikmann sem Íslandsvin. Lima lék meðal annars leik Andorra og Íslands í undankeppni EM 2000, þann 22. mars 1999. Íslendingar unnu leikinn, 0-2, með mörkum Eyjólfs Sverrissonar og Steinars Adolfssonar. Eftir leikinn fékk hann treyju Rúnars Kristinssonar (númer 6), leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi. Hann var síðan aftur í liði Andorra sem mætti íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2020, leik sem endaði með 2-0 sigri Íslands. Eftir leikinn bætti hann treyju Arons Einars Gunnarssonar (númer 17) í safn sitt. Hann fékk því treyjur frá tveimur af bestu miðjumönnum í sögu íslenska landsliðsins með 20 ára millibili. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Andorra Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira