Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2023 09:35 Teikning af fjarreikistjörnunni K2-18b. Hún gæti verið svonefnd hafvetnisreikistjarna með yfirborði fljótandi vatns. NASA, CSA, ESA, J. Olmsted (STScI), Science: N. Madhusudhan (Cam Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. K2-18b er reikistjarna, um 8,6 sinnum massameiri en jörðin og fimm sinnum stærri að þvermáli, í lífbelti rauðrar dvergstjörnu í 120 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu ljóninu. Tilgátur hafa verið um að hún kunni að vera svonefnd hafvetnisreikistjarna, reikistjarna með vetnisríkt andrúmslof og vatnshaf, frá því að hún fannst árið 2015. Nýlegar athuganir James Webb-geimsjónaukans á K2-18b benda til þess að í andrúmslofti hennar sé að finna bæði metan og koldíoxíð. Lítið reyndist hins vegar af ammoníaki, sem leysist greiðlega upp í vatni. Þetta er talið styrkja þá trú vísindamanna að undir andrúmsloftinu leynist fljótandi vatnshaf, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um uppgötvunina. Þrátt fyrir að K2-18b sé töluvert frábrugðin jörðinni og beri að mörgu leyti meiri líkindi við Neptúnus telja sumir stjörnufræðingar að hafvetnisreikistjörnur geti verið lífvænlegar. Því þykja vísindamönnunum sem gerðu rannsóknina nú það spennandi tíðindi að Webb hafi fundið merki um sameindina dímetýlsúlfíð. Á jörðinni eru það eingöngu lífverur sem framleiða hana, fyrst og fremst ljóstillífandi bláþörungar í sjónum. Niðurstöður Webb um dímetýlsúlfíð eru þó ekki staðfestar en til stendur að rannsaka reikistjörnuna frekar til þess fá betur úr því skorið hvort að sameindin sé raunverulega til staðar þar. Efnasamsetning lofthjúps K2-18b. Webb-sjónaukinn nam ljós sem skein í gegnum lofthjúpinn þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna frá jörðinni séð. Efni í lofthjúpnum skilja eftir sig verksummerki í ljósinu sem gera vísindamönnum kleift að efnagreina hann.Illustration: NASA, CSA, ESA, R. Crawford (STScI), J. Olmsted (S Hafið gæti verið of heitt fyrir líf Fleiri varnagla um mögulegan lífvænleika K2-18b þarf að slá. Þó að hún sé í lífbelti móðurstjörnu sinnar, þar sem hitinn er hvorki of mikill eða lítill til að vatn geti verið á fljótandi formi, er margt á huldu um hafvetnisreikistjörnur. Þó að þær séu algengustu fjarreikistjörnurnar sem menn hafa fundið til þessa í Vetrarbrautinni er enga slíka að finna í sólkerfinu okkar. Stærð reikistjörnunnar gæti þýtt að innviðum hennar svipi frekar til Neptúnusar en bergreikistjarna eins og jarðarinnar. Líklegt er þannig að undir niðri sé að finna stóran möttul úr ís undir miklum þrýstingi. Yfirborðið gæti verið úr fljótandi vatni með þunnum vetnislofthjúp, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Allt eins líklegt er þó talið að hafið væri of heitt til þess að líf gæti þrifist í því eða að vatn gæti hreinlega ekki verið á fljótandi formi á reikistjörnum af þessu tagi. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Webb mældi hitastig á innstu reikistjörnu Trappist Hitastigið á dagshlið fjarreikistjörnunnar Trappist-1 b nær um 230 gráðum og gefur það til kynna að ekkert andrúmsloft sé þar að finna. Þetta segja meðlimir alþjóðlegs teymis vísindamanna sem beindu öflugum linsum James Webb geimsjónaukans (JWST) að fjarreikistjörnunni. 28. mars 2023 10:24 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. 22. nóvember 2022 17:04 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
K2-18b er reikistjarna, um 8,6 sinnum massameiri en jörðin og fimm sinnum stærri að þvermáli, í lífbelti rauðrar dvergstjörnu í 120 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu ljóninu. Tilgátur hafa verið um að hún kunni að vera svonefnd hafvetnisreikistjarna, reikistjarna með vetnisríkt andrúmslof og vatnshaf, frá því að hún fannst árið 2015. Nýlegar athuganir James Webb-geimsjónaukans á K2-18b benda til þess að í andrúmslofti hennar sé að finna bæði metan og koldíoxíð. Lítið reyndist hins vegar af ammoníaki, sem leysist greiðlega upp í vatni. Þetta er talið styrkja þá trú vísindamanna að undir andrúmsloftinu leynist fljótandi vatnshaf, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um uppgötvunina. Þrátt fyrir að K2-18b sé töluvert frábrugðin jörðinni og beri að mörgu leyti meiri líkindi við Neptúnus telja sumir stjörnufræðingar að hafvetnisreikistjörnur geti verið lífvænlegar. Því þykja vísindamönnunum sem gerðu rannsóknina nú það spennandi tíðindi að Webb hafi fundið merki um sameindina dímetýlsúlfíð. Á jörðinni eru það eingöngu lífverur sem framleiða hana, fyrst og fremst ljóstillífandi bláþörungar í sjónum. Niðurstöður Webb um dímetýlsúlfíð eru þó ekki staðfestar en til stendur að rannsaka reikistjörnuna frekar til þess fá betur úr því skorið hvort að sameindin sé raunverulega til staðar þar. Efnasamsetning lofthjúps K2-18b. Webb-sjónaukinn nam ljós sem skein í gegnum lofthjúpinn þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna frá jörðinni séð. Efni í lofthjúpnum skilja eftir sig verksummerki í ljósinu sem gera vísindamönnum kleift að efnagreina hann.Illustration: NASA, CSA, ESA, R. Crawford (STScI), J. Olmsted (S Hafið gæti verið of heitt fyrir líf Fleiri varnagla um mögulegan lífvænleika K2-18b þarf að slá. Þó að hún sé í lífbelti móðurstjörnu sinnar, þar sem hitinn er hvorki of mikill eða lítill til að vatn geti verið á fljótandi formi, er margt á huldu um hafvetnisreikistjörnur. Þó að þær séu algengustu fjarreikistjörnurnar sem menn hafa fundið til þessa í Vetrarbrautinni er enga slíka að finna í sólkerfinu okkar. Stærð reikistjörnunnar gæti þýtt að innviðum hennar svipi frekar til Neptúnusar en bergreikistjarna eins og jarðarinnar. Líklegt er þannig að undir niðri sé að finna stóran möttul úr ís undir miklum þrýstingi. Yfirborðið gæti verið úr fljótandi vatni með þunnum vetnislofthjúp, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Allt eins líklegt er þó talið að hafið væri of heitt til þess að líf gæti þrifist í því eða að vatn gæti hreinlega ekki verið á fljótandi formi á reikistjörnum af þessu tagi.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Webb mældi hitastig á innstu reikistjörnu Trappist Hitastigið á dagshlið fjarreikistjörnunnar Trappist-1 b nær um 230 gráðum og gefur það til kynna að ekkert andrúmsloft sé þar að finna. Þetta segja meðlimir alþjóðlegs teymis vísindamanna sem beindu öflugum linsum James Webb geimsjónaukans (JWST) að fjarreikistjörnunni. 28. mars 2023 10:24 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. 22. nóvember 2022 17:04 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Webb mældi hitastig á innstu reikistjörnu Trappist Hitastigið á dagshlið fjarreikistjörnunnar Trappist-1 b nær um 230 gráðum og gefur það til kynna að ekkert andrúmsloft sé þar að finna. Þetta segja meðlimir alþjóðlegs teymis vísindamanna sem beindu öflugum linsum James Webb geimsjónaukans (JWST) að fjarreikistjörnunni. 28. mars 2023 10:24
Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53
Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. 22. nóvember 2022 17:04