Bölvun íslensku perlunnar Kristófer Már Maronsson skrifar 15. september 2023 14:01 20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum. Ein af þeim sem gerðu atlögu að gullinu var Píratinn Þórhildur Sunna sem reyndi að teikna upp þjóðfélagið sem leikrit og mætti halda að hún væri að kynna handrit að sjöttu myndinni um Pírata Karabíska hafsins - bölvun íslensku perlunnar. Sem betur fer eru flest leikrit skáldskapur og það leikrit sem Þórhildur Sunna lýsti er þar engin undantekning. Mig langar að hrekja fleiri bullyrðingar en ég geri í þessum pistli, því fæstir nenna að lesa mörg þúsund orða ritgerð, svo ég læt tvær stærstu duga. „Misskipting auðs á Íslandi fer ört vaxandi” Hér dregin upp mynd í leikriti Þórhildar Sunnu sem á ekki við nein rök að styðjast. Þetta virðist vera útbreiddur misskilningur sem mátti finna í leiðara Heimildarinnar ásamt fleiri rangfærslum um stöðuna í þjóðfélaginu fyrir nokkrum vikum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, svaraði þessu atriði á Heimildinni í vikunni með þessari mynd sem sýnir þróun síðustu 10 ára. Hér eru gögn Hagstofunnar um eigið fé (eignir að frádregnum skuldum) sett upp sem eign hverrar tíundar (10% af heildinni) sem hlutfall af heildarauði í landinu. Líkt og sjá má áttu ríkustu 10% landsmanna 70% af eignum landsins árið 2013 en í fyrra var hlutfallið orðið 54%. Þeir sem minnst eiga eru mjög nálægt því að komast í jákvætt eigið fé, þ.e.a.s. að hún eigi meira en hún skuldar. Þetta er stórmerkilegt því í þessari tíund er yfirleitt stór hluti námsmanna sem safnar skuldum áður en haldið er út í lífið og hefur ekki hafið eignasöfnun. Það er annað sem þarf að hafa í huga hér að á milli ára getur fólk færst á milli tíunda og margir sem byrja fullorðinsárin í neðstu tíundunum en vinna sig svo upp. Fullyrðing Þórhildar Sunnu er sem betur fer bara í leikritinu hennar, því hér er ekki vaxandi misskipting auðs heldur þvert á móti - eignajöfnuður er að aukast á Íslandi. „Kaupmáttur almennings rýrnar jafnt og þétt” Önnur sorgleg staðreynd sem Þórhildur Sunna segir frá í leikriti sínu er sú að kaupmáttur almennings sé að rýrna jafnt og þétt. Hún gleymir að vísu að tala um hvaða tímabil hún á við, en vissulega hefur í raunveruleikanum kaupmáttur rýrnað lítillega nokkra mánuði í röð - sáralítið á heildina litið en sum heimili koma verr út en önnur. Síðastliðin 10 ár hefur kaupmáttur þó aukist um yfir 40% að jafnaði - og mest í þeim hópum sem lægstar hafa tekjurnar líkt og birtist í kynningu á fjárlögum ársins. Þetta þýðir að fyrir launin sín getur fólk keypt meira en áður, laun hafa hækkað hraðar en verðlag. Þetta er fyrst og fremst vegna þess að okkur hefur tekist að skapa meiri verðmæti innanlands en áður og það skapar rými fyrir launahækkunum. Á hinn bóginn eru einnig markviss skref sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið í ríkisstjórn sem stuðla að þessu, t.a.m. niðurfelling vörugjalda, lækkun tekjuskatts og fleiri skattalækkanir sem hafa bein áhrif á veski heimila. Aftur - mest hjá þeim sem minnstar hafa tekjurnar. Það ætti ekki að koma neinum á óvart enda er það hluti sjálfstæðisstefnunnar að tryggja afkomu og verja velferð þeirra sem eiga undir högg að sækja í lífinu. Að lokum Það getur verið töfrandi að stíga í leikhús og miklir snillingar á sínu sviði hrífa okkur með sér inn í aðra veröld. Nokkrum klukkustundum síðar stígum við svo út úr leikhúsinu og aftur út í raunveruleikann. Sem betur fer er það eins í þessu tilfelli, leikrit Þórhildar Sunnu er ekki sá raunveruleiki sem við búum við hér á Íslandi. Hér er staðan góð þó áfram megi gera betur en hún er miklu betri en fyrri 10 árum síðan á flesta mælikvarða. Nýjar áskoranir berast samfélaginu reglulega og það tekur mismikið á að eiga við þær. Andúð á Sjálfstæðisflokknum er til staðar hjá háværum hóp í samfélaginu og reynir þessi hópur að skilgreina hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir, með rógburði og ósannindum. Ég hvet alla til þess að kynna sér sjálfsstæðisstefnuna, sem er lífsviðurhorf frekar en hugmyndafræði. Þar er lögð áhersla á að tryggja sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga og að þeir verði kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi. Slíku verkefni lýkur aldrei, því kynslóðir vaxa úr grasi og nýjar taka við - en við erum sannarlega á réttri leið. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Alþingi Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum. Ein af þeim sem gerðu atlögu að gullinu var Píratinn Þórhildur Sunna sem reyndi að teikna upp þjóðfélagið sem leikrit og mætti halda að hún væri að kynna handrit að sjöttu myndinni um Pírata Karabíska hafsins - bölvun íslensku perlunnar. Sem betur fer eru flest leikrit skáldskapur og það leikrit sem Þórhildur Sunna lýsti er þar engin undantekning. Mig langar að hrekja fleiri bullyrðingar en ég geri í þessum pistli, því fæstir nenna að lesa mörg þúsund orða ritgerð, svo ég læt tvær stærstu duga. „Misskipting auðs á Íslandi fer ört vaxandi” Hér dregin upp mynd í leikriti Þórhildar Sunnu sem á ekki við nein rök að styðjast. Þetta virðist vera útbreiddur misskilningur sem mátti finna í leiðara Heimildarinnar ásamt fleiri rangfærslum um stöðuna í þjóðfélaginu fyrir nokkrum vikum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, svaraði þessu atriði á Heimildinni í vikunni með þessari mynd sem sýnir þróun síðustu 10 ára. Hér eru gögn Hagstofunnar um eigið fé (eignir að frádregnum skuldum) sett upp sem eign hverrar tíundar (10% af heildinni) sem hlutfall af heildarauði í landinu. Líkt og sjá má áttu ríkustu 10% landsmanna 70% af eignum landsins árið 2013 en í fyrra var hlutfallið orðið 54%. Þeir sem minnst eiga eru mjög nálægt því að komast í jákvætt eigið fé, þ.e.a.s. að hún eigi meira en hún skuldar. Þetta er stórmerkilegt því í þessari tíund er yfirleitt stór hluti námsmanna sem safnar skuldum áður en haldið er út í lífið og hefur ekki hafið eignasöfnun. Það er annað sem þarf að hafa í huga hér að á milli ára getur fólk færst á milli tíunda og margir sem byrja fullorðinsárin í neðstu tíundunum en vinna sig svo upp. Fullyrðing Þórhildar Sunnu er sem betur fer bara í leikritinu hennar, því hér er ekki vaxandi misskipting auðs heldur þvert á móti - eignajöfnuður er að aukast á Íslandi. „Kaupmáttur almennings rýrnar jafnt og þétt” Önnur sorgleg staðreynd sem Þórhildur Sunna segir frá í leikriti sínu er sú að kaupmáttur almennings sé að rýrna jafnt og þétt. Hún gleymir að vísu að tala um hvaða tímabil hún á við, en vissulega hefur í raunveruleikanum kaupmáttur rýrnað lítillega nokkra mánuði í röð - sáralítið á heildina litið en sum heimili koma verr út en önnur. Síðastliðin 10 ár hefur kaupmáttur þó aukist um yfir 40% að jafnaði - og mest í þeim hópum sem lægstar hafa tekjurnar líkt og birtist í kynningu á fjárlögum ársins. Þetta þýðir að fyrir launin sín getur fólk keypt meira en áður, laun hafa hækkað hraðar en verðlag. Þetta er fyrst og fremst vegna þess að okkur hefur tekist að skapa meiri verðmæti innanlands en áður og það skapar rými fyrir launahækkunum. Á hinn bóginn eru einnig markviss skref sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið í ríkisstjórn sem stuðla að þessu, t.a.m. niðurfelling vörugjalda, lækkun tekjuskatts og fleiri skattalækkanir sem hafa bein áhrif á veski heimila. Aftur - mest hjá þeim sem minnstar hafa tekjurnar. Það ætti ekki að koma neinum á óvart enda er það hluti sjálfstæðisstefnunnar að tryggja afkomu og verja velferð þeirra sem eiga undir högg að sækja í lífinu. Að lokum Það getur verið töfrandi að stíga í leikhús og miklir snillingar á sínu sviði hrífa okkur með sér inn í aðra veröld. Nokkrum klukkustundum síðar stígum við svo út úr leikhúsinu og aftur út í raunveruleikann. Sem betur fer er það eins í þessu tilfelli, leikrit Þórhildar Sunnu er ekki sá raunveruleiki sem við búum við hér á Íslandi. Hér er staðan góð þó áfram megi gera betur en hún er miklu betri en fyrri 10 árum síðan á flesta mælikvarða. Nýjar áskoranir berast samfélaginu reglulega og það tekur mismikið á að eiga við þær. Andúð á Sjálfstæðisflokknum er til staðar hjá háværum hóp í samfélaginu og reynir þessi hópur að skilgreina hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir, með rógburði og ósannindum. Ég hvet alla til þess að kynna sér sjálfsstæðisstefnuna, sem er lífsviðurhorf frekar en hugmyndafræði. Þar er lögð áhersla á að tryggja sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga og að þeir verði kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi. Slíku verkefni lýkur aldrei, því kynslóðir vaxa úr grasi og nýjar taka við - en við erum sannarlega á réttri leið. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar