Suðurfjarðagöng Ólafur Þór Ólafsson og Þórdís Sif Sigurðardóttir skrifa 16. september 2023 08:30 Í október næstkomandi munu íbúar í Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð kjósa um það hvort að þessi tvö sveitarfélög sameinist í eitt. Verði tillagan samþykkt verður til nýtt sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með þrjá aðskilda byggðakjarna við þrjá aðskilda firði sem tengjast með fjallvegum. Til að komast á milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar þarf að keyra yfir Mikladal í 370 metra hæð yfir sjávarmáli og ef á að fara áfram til Bíldudals þarf að keyra yfir Hálfdán í 500 metra hæð. Það segir sig sjálft að þessir fjallvegir eru farartálmar fyrir íbúa í nýju sameinuðu sveitarfélagi og eru hindranir sem standa í vegi fyrir einu heildstæðu samfélagi mannlífs og atvinnulífs. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna beggja hafa margoft ályktað um mikilvægi þess að ráðist verði í gerð jarðganga milli þessara þriggja fjarða og sameiginleg forgangsröðun Vestfirðinga í samgöngumálum styður þá kröfu. Þá hefur það komið skýrt fram á íbúafundum í aðdraganda sameiningarkosninga að fólk sem er búsett á svæðinu sér jarðgöng á milli Arnarfjarðar, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar sem forsendu fyrir því að sameinað sveitarfélag geti vaxið og dafnað til framtíðar. Vestfirðingar þurfa Suðurfjarðagöng. Í byrjun sumars lagði innviðaráðherra fram tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2024 til 2038 og þar glöddumst við á sunnanverðum Vestfjörðum mjög að sjá að loksins voru Suðurfjarðagöng komin á blað. G leðin var þó fljót að súrna þegar kom í ljós að göngin náðu ekki inn í fyrsta áfanga áætlunarinnar. Það má einfaldlega ekki bíða með viðhlítandi rannsóknir og forhönnun á þessu mannvirki sem öllu máli skiptir fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu, eins og skýrt kemur fram í umsögn beggja sveitarfélaganna um samgönguáætlunina. Við Íslendingar erum eftirbátar annarra Evrópuþjóða í uppbyggingu vegakerfis og við sem búum í dreifðari byggðum landsins finnum einna helst fyrir því. Á meðan við horfum á frændfólk okkar í Færeyjum vera með sex jarðgangaframkvæmdir í gangi á sama tíma er engar slíkar í gangi á Íslandi. Það mætti kannski taka upp símann og fá upplýsingar hvernig þessir næstu nágrannar okkar fara að, því við þurfum svo sannarlega að gera betur. Við treystum því að í umfjöllun Alþingis um samgönguáætlun á komandi vetri verði þetta lagfært, strax verði hafist handa við rannsóknir og hönnun svo að hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Vinnum saman að því að gera Suðurfjarðagöng að veruleika. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tálknafjörður Vesturbyggð Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Krefjumst aðgerða vegna Suðurfjarðarvegar Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur. 15. apríl 2022 22:00 Ný nálgun á málefni Suðurfjarðarvegar Með sameiningu Fjarðabyggðar varð Suðurfjarðarvegur, sem liggur frá Reyðarfirði um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal og þaðan áfram suður, þjóðvegur í þéttbýli. Vegurinn liggur í gegnum stóran hluta sveitarfélagsins og um þennan veg, sem er er Þjóðvegur 1, fer mikil umferð á degi hverjum; fólksflutningabifreiðar vegna atvinnu- og skólasóknar íbúa Fjarðabyggðar, vöruflutningar með afurðir tengdum sjávarútvegi og laxeldi sem eru hluti af grunnatvinnuvegum fjórðungsins, ásamt einkabifreiðum sem hefur fjölgað mjög í takt við aukna ferðamennsku. 23. apríl 2022 09:30 Bætt skipulagsmál í Fjarðabyggð Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna. 3. maí 2022 08:46 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í október næstkomandi munu íbúar í Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð kjósa um það hvort að þessi tvö sveitarfélög sameinist í eitt. Verði tillagan samþykkt verður til nýtt sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með þrjá aðskilda byggðakjarna við þrjá aðskilda firði sem tengjast með fjallvegum. Til að komast á milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar þarf að keyra yfir Mikladal í 370 metra hæð yfir sjávarmáli og ef á að fara áfram til Bíldudals þarf að keyra yfir Hálfdán í 500 metra hæð. Það segir sig sjálft að þessir fjallvegir eru farartálmar fyrir íbúa í nýju sameinuðu sveitarfélagi og eru hindranir sem standa í vegi fyrir einu heildstæðu samfélagi mannlífs og atvinnulífs. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna beggja hafa margoft ályktað um mikilvægi þess að ráðist verði í gerð jarðganga milli þessara þriggja fjarða og sameiginleg forgangsröðun Vestfirðinga í samgöngumálum styður þá kröfu. Þá hefur það komið skýrt fram á íbúafundum í aðdraganda sameiningarkosninga að fólk sem er búsett á svæðinu sér jarðgöng á milli Arnarfjarðar, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar sem forsendu fyrir því að sameinað sveitarfélag geti vaxið og dafnað til framtíðar. Vestfirðingar þurfa Suðurfjarðagöng. Í byrjun sumars lagði innviðaráðherra fram tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2024 til 2038 og þar glöddumst við á sunnanverðum Vestfjörðum mjög að sjá að loksins voru Suðurfjarðagöng komin á blað. G leðin var þó fljót að súrna þegar kom í ljós að göngin náðu ekki inn í fyrsta áfanga áætlunarinnar. Það má einfaldlega ekki bíða með viðhlítandi rannsóknir og forhönnun á þessu mannvirki sem öllu máli skiptir fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu, eins og skýrt kemur fram í umsögn beggja sveitarfélaganna um samgönguáætlunina. Við Íslendingar erum eftirbátar annarra Evrópuþjóða í uppbyggingu vegakerfis og við sem búum í dreifðari byggðum landsins finnum einna helst fyrir því. Á meðan við horfum á frændfólk okkar í Færeyjum vera með sex jarðgangaframkvæmdir í gangi á sama tíma er engar slíkar í gangi á Íslandi. Það mætti kannski taka upp símann og fá upplýsingar hvernig þessir næstu nágrannar okkar fara að, því við þurfum svo sannarlega að gera betur. Við treystum því að í umfjöllun Alþingis um samgönguáætlun á komandi vetri verði þetta lagfært, strax verði hafist handa við rannsóknir og hönnun svo að hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Vinnum saman að því að gera Suðurfjarðagöng að veruleika. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar
Krefjumst aðgerða vegna Suðurfjarðarvegar Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur. 15. apríl 2022 22:00
Ný nálgun á málefni Suðurfjarðarvegar Með sameiningu Fjarðabyggðar varð Suðurfjarðarvegur, sem liggur frá Reyðarfirði um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal og þaðan áfram suður, þjóðvegur í þéttbýli. Vegurinn liggur í gegnum stóran hluta sveitarfélagsins og um þennan veg, sem er er Þjóðvegur 1, fer mikil umferð á degi hverjum; fólksflutningabifreiðar vegna atvinnu- og skólasóknar íbúa Fjarðabyggðar, vöruflutningar með afurðir tengdum sjávarútvegi og laxeldi sem eru hluti af grunnatvinnuvegum fjórðungsins, ásamt einkabifreiðum sem hefur fjölgað mjög í takt við aukna ferðamennsku. 23. apríl 2022 09:30
Bætt skipulagsmál í Fjarðabyggð Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna. 3. maí 2022 08:46
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun