Í umfjöllun Ekstrabladet um málið kemur fram að konan hafi eignast barnið í heimahúsi í bænum í gærmorgun, um sexleytið að dönskum tíma og svo myrt það. Ekki er vitað hvernig.
Þá er ekki vitað hvort um hafi verið að ræða strák eða stelpu. Fram kemur í frétt blaðsins að konan sé á spítala og hafi því ekki getað verið viðstödd þegar ákæra á hendur henni var gefin út af dómara.
Ekstrabladet hefur eftir verjenda konunnar, Steen Djurtoft, að málið sé harmleikur. Réttað verður yfir konunni fyrir luktum dyrum en Steen segir að málið sé á algjöru frumstigi.
Konunni verður gert að mæta fyrir dómara þegar hún hefur heilsu til. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi vegna málsins.