Willum Þór skoraði í fyrri hálfleik en markið var dæmt af þar sem liðsfélagi hans var talinn rangstæður í aðdraganda þess. Það var Willum Þór ekki parsáttur með.
„Ég fæ boltann frá Jakob Breum, hleyp af stað og skora frábært mark. Því miður vita þeir ekki hvernig rangstaða virkar. Ég hef séð þetta aftur og þetta er ekki rangstaða, þeir eru jafnir,“ sagði Willum Þór í viðtali sem birtist fyrst á Fótbolti.net.
„Fyrir mér eru þetta örugglega dómarar sem hafa ekki spilað fótbolta svo þeir skilja þetta ekki. Kannski þarf að skipta um dómara í VAR-herberginu.“
Willumsson leek Go Ahead op voorsprong te zetten, maar de goal werd afgekeurd wegens buitenspel
— ESPN NL (@ESPNnl) September 17, 2023
Í upphafi síðari hálfleiks fékk samherji Willums Þórs sitt annað gula spjald og var því sendur í sturtu. Go Ahead Eagles þurftu því að klára leikinn manni færri.
„Alltaf erfitt þegar maður er manni færri. Jamal Amofa er mikilvægur leikmaður fyrir okkur svo það var ekki gott að missa hann. Við vorum stressaðir fyrstu fimm mínúturnar og þeir nýttu sér það. Eftir það gerðum við vel og unnum fyrir hvorn annan. Það sýndi hversu langt við erum komnir sem lið,“ sagði Willum Þór að endingu.
Go Ahead Eagles eru í 7. sæti með sjö stig að loknum fjórum umferðum.