Listin að segja...og þegja Magnús Þór Jónsson skrifar 18. september 2023 13:31 Málfrelsi er ein undirstaða lýðræðisins og grunnur samfélagsgerðarinnar. Við sem búum við það eigum þar sannarlega lífsgæði sem að því miður eru ekki sjálfsögð eða öllum gefin. Öllu frelsi fylgir ábyrgð og frelsi einstaklingsins takmarkast við frelsi og réttindi annars fólks. Í því felst ekki heimild til að ganga á frelsi annarra og rétt þeirra til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Ljóðskáldið Einar Ben minnti á það fyrir allnokkru að þörf sé á aðgát í nærveru sálar. Þau orð eiga svo sannarlega við í dag þótt þau hafi verið látin falla á tímum þar sem samskipti og samskiptaleiðir voru aðrar. Sér í lagi nú þegar við hvert og eitt getum í raun verið okkar eigin fjölmiðill. Ábyrgð einstaklingsins á nýtingu málfrelsisins er alger. Orð hafa áhrif og geta meitt, hvort sem þau eru sögð, rituð á blað, í bók eða á alnetið. Lög og reglur eru settar til þess að tryggja að frelsi eins gangi ekki gegn frelsi annarra og þannig er reynt að stýra umræðunni á réttar brautir. Starfsstéttir setja sér mjög oft siðareglur sem eru viðmið um hlutverk starfs síns. Við kennarar höfum um langa hríð átt slíkar reglur. Þær eru grunnur starfs okkar með nemendum á öllum aldri. Í þeim er farið yfir þá fagmennsku sem við gerum kröfu á okkur sjálf að fylgja. Í þeim segir meðal annars: Kennari ber virðingu fyrir fjölbreytileika nemenda og ólíkum þörfum þeirra, virðir réttindi þeirra og lætur sig hagsmuni og velferð nemenda varða. Hann eflir og eykur víðsýni þeirra. Kennari hefur jafnrétti að leiðarljósi og vinnur gegn hvers kyns fordómum, áreitni, ofbeldi og mismunun í samfélaginu. Kennari gætir að framkomu sinni á opinberum vettvangi og er meðvitaður um samfélagsábyrgð sína. Annað ljóðskáld orti nú nýverið „burtu með fordóma og annan eins ósóma“. Það er mér persónulega afskaplega sárt að sjá þá umræðu um hinseginleikannsem nú fer um íslenskt samfélag og meiðir og særir. Við höfum ávallt treyst skólum til að búa börn undir ólíka tilveru. Það er sjálfsögð krafa að íslensk börn fái fræðslu um margbreytileika mannlífs í skólanum sínum, og hefur svo verið um langa hríð, í gegnum alls konar samfélagsbreytingar. Fræðsla er eitt mikilvægasta hlutverk skóla og kennara. Hlutverk sem byggir meðal annars á þeim siðareglum sem ég vísa í hér að ofan. Hvert einasta barn í íslenskum skólum á þar skjól. Börnin eru sannarlega ólík og það hefur sem betur fer orðið gjörbreyting á viðurkenningu á fjölbreytileika þeirra. Á mínum ferli eru sérstaklega eftirminnileg þau augnablik að kynnast nemendum sem hafa staðið upp, haft hugrekki til að segja heiminum frá því að þau eru eins og þau eru og fá algera viðurkenningu vina sinna. Þar hafa verið mölbrotin tabú sem fólk á mínum aldri og upp úr bjó við og ollu ólýsanlegri vanlíðan fólks sem troðið var „inn í skápa“ samfélags sem ekki hafði kjark í að mæta fjölbreytileikanum. Það er ótrúlega mikilvægt að sú afturför sem okkur er að birtast í málefnum hinsegin fólks verði ekki til þess að nokkuð einasta barn lendi í slíkum skáp. Börn eiga að fá að vera nákvæmlega eins og þau eru og njóta stuðnings skólafélaga sinna og samfélagsins alls. Aðeins þannig tryggjum við velferð þeirra. Þar er hlutverk skólans auðvitað gríðarlegt og það er trú mín að kennarar séu með mér í þeirri vegferð að ryðja burt allri þröngsýninemendum sínum til heilla. Við höfum öll áhrif. Það hvað við segjum og gerum hefur áhrif. Á sama hátt hefur það hvað við segjum ekki og gerum ekki áhrif. Framtíðin ræðst ekki bara af því hvað sumt fólk segir, heldur líka hvort annað fólk þegir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Tjáningarfrelsi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Málfrelsi er ein undirstaða lýðræðisins og grunnur samfélagsgerðarinnar. Við sem búum við það eigum þar sannarlega lífsgæði sem að því miður eru ekki sjálfsögð eða öllum gefin. Öllu frelsi fylgir ábyrgð og frelsi einstaklingsins takmarkast við frelsi og réttindi annars fólks. Í því felst ekki heimild til að ganga á frelsi annarra og rétt þeirra til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Ljóðskáldið Einar Ben minnti á það fyrir allnokkru að þörf sé á aðgát í nærveru sálar. Þau orð eiga svo sannarlega við í dag þótt þau hafi verið látin falla á tímum þar sem samskipti og samskiptaleiðir voru aðrar. Sér í lagi nú þegar við hvert og eitt getum í raun verið okkar eigin fjölmiðill. Ábyrgð einstaklingsins á nýtingu málfrelsisins er alger. Orð hafa áhrif og geta meitt, hvort sem þau eru sögð, rituð á blað, í bók eða á alnetið. Lög og reglur eru settar til þess að tryggja að frelsi eins gangi ekki gegn frelsi annarra og þannig er reynt að stýra umræðunni á réttar brautir. Starfsstéttir setja sér mjög oft siðareglur sem eru viðmið um hlutverk starfs síns. Við kennarar höfum um langa hríð átt slíkar reglur. Þær eru grunnur starfs okkar með nemendum á öllum aldri. Í þeim er farið yfir þá fagmennsku sem við gerum kröfu á okkur sjálf að fylgja. Í þeim segir meðal annars: Kennari ber virðingu fyrir fjölbreytileika nemenda og ólíkum þörfum þeirra, virðir réttindi þeirra og lætur sig hagsmuni og velferð nemenda varða. Hann eflir og eykur víðsýni þeirra. Kennari hefur jafnrétti að leiðarljósi og vinnur gegn hvers kyns fordómum, áreitni, ofbeldi og mismunun í samfélaginu. Kennari gætir að framkomu sinni á opinberum vettvangi og er meðvitaður um samfélagsábyrgð sína. Annað ljóðskáld orti nú nýverið „burtu með fordóma og annan eins ósóma“. Það er mér persónulega afskaplega sárt að sjá þá umræðu um hinseginleikannsem nú fer um íslenskt samfélag og meiðir og særir. Við höfum ávallt treyst skólum til að búa börn undir ólíka tilveru. Það er sjálfsögð krafa að íslensk börn fái fræðslu um margbreytileika mannlífs í skólanum sínum, og hefur svo verið um langa hríð, í gegnum alls konar samfélagsbreytingar. Fræðsla er eitt mikilvægasta hlutverk skóla og kennara. Hlutverk sem byggir meðal annars á þeim siðareglum sem ég vísa í hér að ofan. Hvert einasta barn í íslenskum skólum á þar skjól. Börnin eru sannarlega ólík og það hefur sem betur fer orðið gjörbreyting á viðurkenningu á fjölbreytileika þeirra. Á mínum ferli eru sérstaklega eftirminnileg þau augnablik að kynnast nemendum sem hafa staðið upp, haft hugrekki til að segja heiminum frá því að þau eru eins og þau eru og fá algera viðurkenningu vina sinna. Þar hafa verið mölbrotin tabú sem fólk á mínum aldri og upp úr bjó við og ollu ólýsanlegri vanlíðan fólks sem troðið var „inn í skápa“ samfélags sem ekki hafði kjark í að mæta fjölbreytileikanum. Það er ótrúlega mikilvægt að sú afturför sem okkur er að birtast í málefnum hinsegin fólks verði ekki til þess að nokkuð einasta barn lendi í slíkum skáp. Börn eiga að fá að vera nákvæmlega eins og þau eru og njóta stuðnings skólafélaga sinna og samfélagsins alls. Aðeins þannig tryggjum við velferð þeirra. Þar er hlutverk skólans auðvitað gríðarlegt og það er trú mín að kennarar séu með mér í þeirri vegferð að ryðja burt allri þröngsýninemendum sínum til heilla. Við höfum öll áhrif. Það hvað við segjum og gerum hefur áhrif. Á sama hátt hefur það hvað við segjum ekki og gerum ekki áhrif. Framtíðin ræðst ekki bara af því hvað sumt fólk segir, heldur líka hvort annað fólk þegir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar