Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 10:22 Fólk skoðar hergögn sem her Aserbaídsjan tók af Armenum í átökunum árið 2020. EPA/MAXIM SHIPENKOV Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. Hernaðaraðgerðinni hefur verið lýst af yfirvöldum í Aserbaídsjan sem and-hryðjuverkaaðgerð en Aserar segja tilefnið vera að fjórir lögregluþjónar og tveir vegagerðarmenn hafi dáið í morgun eftir að þeir óku á jarðsprengju. Þá sprengju eiga armenskir öfgamenn að hafa lagt. Aserski herinn segir Armena einnig hafa gert stórskotaliðsárásir á her Aserbaídsjan. Azerbaijani forces are conducting strikes on Stepanakert/Khankendi. This strike is reported as one on an Armenian TOR air defense complex. pic.twitter.com/tY1TwEx6Ii— NOELREPORTS (@NOELreports) September 19, 2023 Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hermenn Aserbaídsjan hafa verið sakaðir um fjölmörg ódæði vegna átakanna 2020 en þeir birtu meðal annars myndbönd af sér taka armenska stríðsfanga af lífi. Sjá einnig: Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Aftur kom til átaka í fyrra en rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Aserar segjast hafa látið þá vita af hernaðaraðgerðinni og heita því að gera ekki árás á borgaraleg skotmörk. Aserar hafa haldið því fram að Armenar hafi verið að smygla vopnum inn í Nagorno-Karabakh og hafa setið um héraðið um nokkra vikna skeið. Fregnir hafa borist af miklum skorti á nauðsynjum eins og matvælum og lyfjum frá héraðinu. Video purportedly from Stepanakert in Karabakh - sounds of fighting and loitering munitions above #Azerbaijan, #Armenia (via @marutvanian) pic.twitter.com/Kwcxrsd2ww— Michael A. Horowitz (@michaelh992) September 19, 2023 Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Hernaður Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Hernaðaraðgerðinni hefur verið lýst af yfirvöldum í Aserbaídsjan sem and-hryðjuverkaaðgerð en Aserar segja tilefnið vera að fjórir lögregluþjónar og tveir vegagerðarmenn hafi dáið í morgun eftir að þeir óku á jarðsprengju. Þá sprengju eiga armenskir öfgamenn að hafa lagt. Aserski herinn segir Armena einnig hafa gert stórskotaliðsárásir á her Aserbaídsjan. Azerbaijani forces are conducting strikes on Stepanakert/Khankendi. This strike is reported as one on an Armenian TOR air defense complex. pic.twitter.com/tY1TwEx6Ii— NOELREPORTS (@NOELreports) September 19, 2023 Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hermenn Aserbaídsjan hafa verið sakaðir um fjölmörg ódæði vegna átakanna 2020 en þeir birtu meðal annars myndbönd af sér taka armenska stríðsfanga af lífi. Sjá einnig: Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Aftur kom til átaka í fyrra en rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Aserar segjast hafa látið þá vita af hernaðaraðgerðinni og heita því að gera ekki árás á borgaraleg skotmörk. Aserar hafa haldið því fram að Armenar hafi verið að smygla vopnum inn í Nagorno-Karabakh og hafa setið um héraðið um nokkra vikna skeið. Fregnir hafa borist af miklum skorti á nauðsynjum eins og matvælum og lyfjum frá héraðinu. Video purportedly from Stepanakert in Karabakh - sounds of fighting and loitering munitions above #Azerbaijan, #Armenia (via @marutvanian) pic.twitter.com/Kwcxrsd2ww— Michael A. Horowitz (@michaelh992) September 19, 2023
Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Hernaður Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent