Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 12:13 Tim Ballard nýtur mikillar frægðar þessa dagana vegna kvikmyndarinnar Sound of Freedom. Spear Fund Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð. Þetta kemur fram í frétt Vice, sem hefur lengi fjallað um Ballard og Operation Underground Railroad. Samkvæmt heimildum Vice sneri rannsóknin að hegðun Ballard í garð minnst sjö kvenna. Þessar konur tóku þátt í verkefnum sem munu hafa snúið að því að bjarga börnum úr ánauð en Ballard á að hafa sagt konunum að hegða sér eins og þær væru giftar honum. Þá á hann að hafa þvingað konurnar til að sofa í sama rúmi og hann til að fara í sturtu með honum, til að plata þrælahaldara. Vice segir hann einnig hafa sent minnst einni konu mynd af sér á nærfötunum og spurt aðra „hversu langt hún myndi ganga“ til að bjarga börnum. Talið er að hann hafi áreitt fleiri konur, þar sem þessar sjö voru starfsmenn OUR. Hann er einnig sagður hafa hagað sér með sama hætti við sjálfboðaliða samtakanna. Talsmaður OUR sagði í svari við fyrirspurn VICE að Ballard hefði hætt hjá samtökunum í júní og kæmi ekki lengur að þeim með nokkrum hætti. Hann sagði að kynferðisleg áreitni væri ekki liðin innan samtakanna og að utanaðkomandi lögfræðingar hafi verið fengnir til að rannsaka allar ásakanir. Hann sagði einnig að forsvarsmenn OUR væru sannfærðir um að samtökin yrðu áfram leiðandi á sviði þess að berjast gegn kynlífsþrælkun barna. Eftir að Ballard hætti hjá OUR stofnaði hann ný samtök sem heita The Spear fund og hann ætlar að nota að berjast gegn kynlífsþrælkun. Ballard er einnig talinn líklegur til að bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Mitt Romney, núverandi öldungadeildarþingmaður frá Utah, er að hætta eftir þetta kjörtímabil og verður kosið um hver tekur við honum í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári. Fregnir hafa þó borist af því að Ballard eigi í deilum við æðstu menn Mormónakirkjunnar í Uhah. Ballard er sagður hafa notað nafn M. Russell Ballard, eins æðsta manns kirkjunnar, við viðskipti sín. Mennirnir eru ekkert skyldir, þó þeir beri sama eftirnafnið. Í yfirlýsingu sem á að vera frá talsmanni mormónakirkjunnar segir að Tim Balldard og M. Russell Ballard hafi verið vinir en sá fyrrnefndi hafi svikið þann vinskap, með því að nota nafn þess síðarnefnda í hagnaðartilgangi og við „óásættanlega hegðun“. Því hafi M. Russell Balldard slitið öll tengsl við Tim Ballard. Tim Ballard sendi þó frá sér yfirlýsingu í gær, í gegnum Spear Fund, þar sem hann segir „illa barnaníðinga“ og bandamenn þeirra innan opinbera geirans, fjölmiðla og fyrirtækja, ljúga um sig og reyna að eyðileggja orðspor sitt. Tengdi hann þessar fregnir við mögulegt framboð hans til öldungadeildarinnar. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Vice, sem hefur lengi fjallað um Ballard og Operation Underground Railroad. Samkvæmt heimildum Vice sneri rannsóknin að hegðun Ballard í garð minnst sjö kvenna. Þessar konur tóku þátt í verkefnum sem munu hafa snúið að því að bjarga börnum úr ánauð en Ballard á að hafa sagt konunum að hegða sér eins og þær væru giftar honum. Þá á hann að hafa þvingað konurnar til að sofa í sama rúmi og hann til að fara í sturtu með honum, til að plata þrælahaldara. Vice segir hann einnig hafa sent minnst einni konu mynd af sér á nærfötunum og spurt aðra „hversu langt hún myndi ganga“ til að bjarga börnum. Talið er að hann hafi áreitt fleiri konur, þar sem þessar sjö voru starfsmenn OUR. Hann er einnig sagður hafa hagað sér með sama hætti við sjálfboðaliða samtakanna. Talsmaður OUR sagði í svari við fyrirspurn VICE að Ballard hefði hætt hjá samtökunum í júní og kæmi ekki lengur að þeim með nokkrum hætti. Hann sagði að kynferðisleg áreitni væri ekki liðin innan samtakanna og að utanaðkomandi lögfræðingar hafi verið fengnir til að rannsaka allar ásakanir. Hann sagði einnig að forsvarsmenn OUR væru sannfærðir um að samtökin yrðu áfram leiðandi á sviði þess að berjast gegn kynlífsþrælkun barna. Eftir að Ballard hætti hjá OUR stofnaði hann ný samtök sem heita The Spear fund og hann ætlar að nota að berjast gegn kynlífsþrælkun. Ballard er einnig talinn líklegur til að bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Mitt Romney, núverandi öldungadeildarþingmaður frá Utah, er að hætta eftir þetta kjörtímabil og verður kosið um hver tekur við honum í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári. Fregnir hafa þó borist af því að Ballard eigi í deilum við æðstu menn Mormónakirkjunnar í Uhah. Ballard er sagður hafa notað nafn M. Russell Ballard, eins æðsta manns kirkjunnar, við viðskipti sín. Mennirnir eru ekkert skyldir, þó þeir beri sama eftirnafnið. Í yfirlýsingu sem á að vera frá talsmanni mormónakirkjunnar segir að Tim Balldard og M. Russell Ballard hafi verið vinir en sá fyrrnefndi hafi svikið þann vinskap, með því að nota nafn þess síðarnefnda í hagnaðartilgangi og við „óásættanlega hegðun“. Því hafi M. Russell Balldard slitið öll tengsl við Tim Ballard. Tim Ballard sendi þó frá sér yfirlýsingu í gær, í gegnum Spear Fund, þar sem hann segir „illa barnaníðinga“ og bandamenn þeirra innan opinbera geirans, fjölmiðla og fyrirtækja, ljúga um sig og reyna að eyðileggja orðspor sitt. Tengdi hann þessar fregnir við mögulegt framboð hans til öldungadeildarinnar.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25