Sumar hinna háu sekta Ingvar Smári Birgisson skrifar 20. september 2023 08:31 Á örfáum mánuðum hafa margar af helstu eftirlitsstofnunum á sviði fjármála- og viðskiptalífs á Íslandi lagt á langhæstu sektir í sögu hverrar stofnunar fyrir sig. Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að sektir fari hækkandi, hvað þá á tímum verðbólgu og mikilla efnahagslegra umsvifa, en athygli vekur að metsektirnar eru margfalt hærri en áður þekktist hjá stofnununum og óvíst er hvað veldur þeirri stökkbreytingu sem hefur átt sér stað. Í byrjun sumars lagði Fjármálaeftirlitið á sína langhæstu sekt þegar Íslandsbanki var sektaður vegna annmarka í störfum bankans við framkvæmd á útboði í 22,5% eignarhlut í bankanum sem fór fram í mars í fyrra. Sektarfjárhæðin, sem var kr. 1.160.000.000, kom flestum á óvart og töldu spekúlantar að sektin yrði í mesta lagi nokkuð hundruð milljónir, enda hafði sátt verið gerð í málinu. Sektin á Íslandsbanka fól því í sér meira en þrettánföldun á þeirri sekt sem áður var hæsta sekt í sögu Fjármálaeftirlitsins. Næsthæsta sekt Fjármálaeftirlitsins var lögð á Arion banka árið 2020 að fjárhæð kr. 87.700.000 og var lögð á bankann fyrir að upplýsa ekki tímanlega um hópuppsagnir. Í tilviki Persónuverndar sló stofnunin eigið met í lok júnímánaðar sl. þegar Embætti landlæknis var sektað um 12 milljónir fyrir að hafa ekki tryggt öryggi rafrænna heilbrigðisupplýsinga með fullnægjandi hætti. Sama dag var svo metsektin margfölduð með nýrri sekt, rúmlega þrefalt hærri en metsekt morgunsins, að fjárhæð kr. 37.856.900 sem Persónuvernd lagði á Creditinfo fyrir að hafa ekki staðið rétt að skráningu smálána á vanskilaskrá. Samkeppniseftirlitið setti svo Íslandsmet í lok ágústmánaðar þegar sekt að fjárhæð 4,2 milljarðar króna var lögð á Samskip vegna samráðs við Eimskip. Árið 2021 hafði Eimskip gert sátt í málinu og greitt sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna en sú sekt var einmitt á þeim tíma langhæsta sekt Samkeppniseftirlitsins, jafnvel þótt eldri sektir séu uppreiknaðar miðað við verðlag, og hélt hún þeim titli þar til sektin var tæplega þrefölduð með þeirri sekt sem nú var lögð á Samskip. Áhugavert er að stærstu eftirlitsstofnanir viðskiptalífsins hafi allar í sumar lagt á sektir sem voru margfalt, jafnvel tugfalt, hærri en hæstu sektir sem stofnanirnar höfðu áður lagt á. Það virðist ekki vera að lagabreytingar á sektarheimildum stofnananna liggi hér að baki né heldur stigmögnun í alvarleika brota, heldur frekar breytt framkvæmd á línuna. Það er að minnsta kosti gott að vita til þess að heilbrigð samkeppni þrífist á einhverjum sviðum samfélagsins. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Á örfáum mánuðum hafa margar af helstu eftirlitsstofnunum á sviði fjármála- og viðskiptalífs á Íslandi lagt á langhæstu sektir í sögu hverrar stofnunar fyrir sig. Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að sektir fari hækkandi, hvað þá á tímum verðbólgu og mikilla efnahagslegra umsvifa, en athygli vekur að metsektirnar eru margfalt hærri en áður þekktist hjá stofnununum og óvíst er hvað veldur þeirri stökkbreytingu sem hefur átt sér stað. Í byrjun sumars lagði Fjármálaeftirlitið á sína langhæstu sekt þegar Íslandsbanki var sektaður vegna annmarka í störfum bankans við framkvæmd á útboði í 22,5% eignarhlut í bankanum sem fór fram í mars í fyrra. Sektarfjárhæðin, sem var kr. 1.160.000.000, kom flestum á óvart og töldu spekúlantar að sektin yrði í mesta lagi nokkuð hundruð milljónir, enda hafði sátt verið gerð í málinu. Sektin á Íslandsbanka fól því í sér meira en þrettánföldun á þeirri sekt sem áður var hæsta sekt í sögu Fjármálaeftirlitsins. Næsthæsta sekt Fjármálaeftirlitsins var lögð á Arion banka árið 2020 að fjárhæð kr. 87.700.000 og var lögð á bankann fyrir að upplýsa ekki tímanlega um hópuppsagnir. Í tilviki Persónuverndar sló stofnunin eigið met í lok júnímánaðar sl. þegar Embætti landlæknis var sektað um 12 milljónir fyrir að hafa ekki tryggt öryggi rafrænna heilbrigðisupplýsinga með fullnægjandi hætti. Sama dag var svo metsektin margfölduð með nýrri sekt, rúmlega þrefalt hærri en metsekt morgunsins, að fjárhæð kr. 37.856.900 sem Persónuvernd lagði á Creditinfo fyrir að hafa ekki staðið rétt að skráningu smálána á vanskilaskrá. Samkeppniseftirlitið setti svo Íslandsmet í lok ágústmánaðar þegar sekt að fjárhæð 4,2 milljarðar króna var lögð á Samskip vegna samráðs við Eimskip. Árið 2021 hafði Eimskip gert sátt í málinu og greitt sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna en sú sekt var einmitt á þeim tíma langhæsta sekt Samkeppniseftirlitsins, jafnvel þótt eldri sektir séu uppreiknaðar miðað við verðlag, og hélt hún þeim titli þar til sektin var tæplega þrefölduð með þeirri sekt sem nú var lögð á Samskip. Áhugavert er að stærstu eftirlitsstofnanir viðskiptalífsins hafi allar í sumar lagt á sektir sem voru margfalt, jafnvel tugfalt, hærri en hæstu sektir sem stofnanirnar höfðu áður lagt á. Það virðist ekki vera að lagabreytingar á sektarheimildum stofnananna liggi hér að baki né heldur stigmögnun í alvarleika brota, heldur frekar breytt framkvæmd á línuna. Það er að minnsta kosti gott að vita til þess að heilbrigð samkeppni þrífist á einhverjum sviðum samfélagsins. Höfundur er lögmaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun