Sumar hinna háu sekta Ingvar Smári Birgisson skrifar 20. september 2023 08:31 Á örfáum mánuðum hafa margar af helstu eftirlitsstofnunum á sviði fjármála- og viðskiptalífs á Íslandi lagt á langhæstu sektir í sögu hverrar stofnunar fyrir sig. Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að sektir fari hækkandi, hvað þá á tímum verðbólgu og mikilla efnahagslegra umsvifa, en athygli vekur að metsektirnar eru margfalt hærri en áður þekktist hjá stofnununum og óvíst er hvað veldur þeirri stökkbreytingu sem hefur átt sér stað. Í byrjun sumars lagði Fjármálaeftirlitið á sína langhæstu sekt þegar Íslandsbanki var sektaður vegna annmarka í störfum bankans við framkvæmd á útboði í 22,5% eignarhlut í bankanum sem fór fram í mars í fyrra. Sektarfjárhæðin, sem var kr. 1.160.000.000, kom flestum á óvart og töldu spekúlantar að sektin yrði í mesta lagi nokkuð hundruð milljónir, enda hafði sátt verið gerð í málinu. Sektin á Íslandsbanka fól því í sér meira en þrettánföldun á þeirri sekt sem áður var hæsta sekt í sögu Fjármálaeftirlitsins. Næsthæsta sekt Fjármálaeftirlitsins var lögð á Arion banka árið 2020 að fjárhæð kr. 87.700.000 og var lögð á bankann fyrir að upplýsa ekki tímanlega um hópuppsagnir. Í tilviki Persónuverndar sló stofnunin eigið met í lok júnímánaðar sl. þegar Embætti landlæknis var sektað um 12 milljónir fyrir að hafa ekki tryggt öryggi rafrænna heilbrigðisupplýsinga með fullnægjandi hætti. Sama dag var svo metsektin margfölduð með nýrri sekt, rúmlega þrefalt hærri en metsekt morgunsins, að fjárhæð kr. 37.856.900 sem Persónuvernd lagði á Creditinfo fyrir að hafa ekki staðið rétt að skráningu smálána á vanskilaskrá. Samkeppniseftirlitið setti svo Íslandsmet í lok ágústmánaðar þegar sekt að fjárhæð 4,2 milljarðar króna var lögð á Samskip vegna samráðs við Eimskip. Árið 2021 hafði Eimskip gert sátt í málinu og greitt sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna en sú sekt var einmitt á þeim tíma langhæsta sekt Samkeppniseftirlitsins, jafnvel þótt eldri sektir séu uppreiknaðar miðað við verðlag, og hélt hún þeim titli þar til sektin var tæplega þrefölduð með þeirri sekt sem nú var lögð á Samskip. Áhugavert er að stærstu eftirlitsstofnanir viðskiptalífsins hafi allar í sumar lagt á sektir sem voru margfalt, jafnvel tugfalt, hærri en hæstu sektir sem stofnanirnar höfðu áður lagt á. Það virðist ekki vera að lagabreytingar á sektarheimildum stofnananna liggi hér að baki né heldur stigmögnun í alvarleika brota, heldur frekar breytt framkvæmd á línuna. Það er að minnsta kosti gott að vita til þess að heilbrigð samkeppni þrífist á einhverjum sviðum samfélagsins. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á örfáum mánuðum hafa margar af helstu eftirlitsstofnunum á sviði fjármála- og viðskiptalífs á Íslandi lagt á langhæstu sektir í sögu hverrar stofnunar fyrir sig. Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að sektir fari hækkandi, hvað þá á tímum verðbólgu og mikilla efnahagslegra umsvifa, en athygli vekur að metsektirnar eru margfalt hærri en áður þekktist hjá stofnununum og óvíst er hvað veldur þeirri stökkbreytingu sem hefur átt sér stað. Í byrjun sumars lagði Fjármálaeftirlitið á sína langhæstu sekt þegar Íslandsbanki var sektaður vegna annmarka í störfum bankans við framkvæmd á útboði í 22,5% eignarhlut í bankanum sem fór fram í mars í fyrra. Sektarfjárhæðin, sem var kr. 1.160.000.000, kom flestum á óvart og töldu spekúlantar að sektin yrði í mesta lagi nokkuð hundruð milljónir, enda hafði sátt verið gerð í málinu. Sektin á Íslandsbanka fól því í sér meira en þrettánföldun á þeirri sekt sem áður var hæsta sekt í sögu Fjármálaeftirlitsins. Næsthæsta sekt Fjármálaeftirlitsins var lögð á Arion banka árið 2020 að fjárhæð kr. 87.700.000 og var lögð á bankann fyrir að upplýsa ekki tímanlega um hópuppsagnir. Í tilviki Persónuverndar sló stofnunin eigið met í lok júnímánaðar sl. þegar Embætti landlæknis var sektað um 12 milljónir fyrir að hafa ekki tryggt öryggi rafrænna heilbrigðisupplýsinga með fullnægjandi hætti. Sama dag var svo metsektin margfölduð með nýrri sekt, rúmlega þrefalt hærri en metsekt morgunsins, að fjárhæð kr. 37.856.900 sem Persónuvernd lagði á Creditinfo fyrir að hafa ekki staðið rétt að skráningu smálána á vanskilaskrá. Samkeppniseftirlitið setti svo Íslandsmet í lok ágústmánaðar þegar sekt að fjárhæð 4,2 milljarðar króna var lögð á Samskip vegna samráðs við Eimskip. Árið 2021 hafði Eimskip gert sátt í málinu og greitt sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna en sú sekt var einmitt á þeim tíma langhæsta sekt Samkeppniseftirlitsins, jafnvel þótt eldri sektir séu uppreiknaðar miðað við verðlag, og hélt hún þeim titli þar til sektin var tæplega þrefölduð með þeirri sekt sem nú var lögð á Samskip. Áhugavert er að stærstu eftirlitsstofnanir viðskiptalífsins hafi allar í sumar lagt á sektir sem voru margfalt, jafnvel tugfalt, hærri en hæstu sektir sem stofnanirnar höfðu áður lagt á. Það virðist ekki vera að lagabreytingar á sektarheimildum stofnananna liggi hér að baki né heldur stigmögnun í alvarleika brota, heldur frekar breytt framkvæmd á línuna. Það er að minnsta kosti gott að vita til þess að heilbrigð samkeppni þrífist á einhverjum sviðum samfélagsins. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar