Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2023 12:21 Þeir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, Ásgeir Jónsson Seðlabankanstjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika bera saman bækur sínar á fundi fjármálastöðugleikarnefndar. Vísir/Einar Greiðslubyrði heimilanna hefur þyngst þrátt fyrir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans séu enn ekki komin fram af fullum þunga. Seðlabankastjóri hvetur heimilin enn á ný að huga að endurfjármögnun lána. Greiðslubyrðin eigi ekki að vera meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð er farið að bera á að greiðslubyrði heimilanna sé farin að þyngjast. Þrátt fyrir það eru vanskil heimilanna enn lítil í sögulegu samhengi en það gæti breyst hugi lántakendur og- veitendur ekki að því að breyta fasteignalánum. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að á næstu tólf mánuðum muni stór hópur lántakenda þurfa að breyta fasteignalánum sínum því fastir vextir á óverðtryggðum fasteignalánum séu að losna. „Ég vil hvetja lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar varðandi lánsskilmála. Tímalengd lána, greiðslubyrði þeirra, mögulega blanda lánum, fara eitthvað í verðtryggt,“ segir Ásgeir. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. „Við erum að sjá núna að það að svo margir hafa verið með nafnvexti m.ö.o. óverðtryggða vexti, hefur leitt til þess að heimilin hafa ekki borði kostnaðinn af verðbólgunni eins og ef þau hefði verið með verðtryggð lán. Sérstaklega þeir sem hafa verið með fasta nafnvexti en líka þeir sem hafa verið með breytilega. Það hefur þau áhrif að eiginfjárhlutföll heimilanna með fasteignir hækka verulega og það gerist hjá öllum tekjutíundum. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera með nafnvaxtalán þegar verðbólgan er svona há því þá verður greiðslubyrðin svo há. Það er erfitt fyrir fólk að nota nánast allar tekjurnar sínar til að standa straum að lánunum. Við settum ákveðin viðmið varðandi greiðslubyrði að hún ætti að vera 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Nefndinni finnst erfitt að ef greiðslubyrðin er að fara að hækka um meira en það að leita allra leiða til að halda hlutfallinu niðri og dreifa álaginu,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að mestu máli skipti nú að ná verðbólgunni niður. „Þegar verðbólgan er svona há er ill mögulegt að vera með nafnvexti. Við þurfum að ná henni niður svo við getum lækkað aftur vexti. Það er í raun sjálfhætt ef við ætlum að vera með svona háa verðbólgu að byggja upp nafnvaxtakerfi,“ segir Ásgeir. Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð er farið að bera á að greiðslubyrði heimilanna sé farin að þyngjast. Þrátt fyrir það eru vanskil heimilanna enn lítil í sögulegu samhengi en það gæti breyst hugi lántakendur og- veitendur ekki að því að breyta fasteignalánum. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að á næstu tólf mánuðum muni stór hópur lántakenda þurfa að breyta fasteignalánum sínum því fastir vextir á óverðtryggðum fasteignalánum séu að losna. „Ég vil hvetja lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar varðandi lánsskilmála. Tímalengd lána, greiðslubyrði þeirra, mögulega blanda lánum, fara eitthvað í verðtryggt,“ segir Ásgeir. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. „Við erum að sjá núna að það að svo margir hafa verið með nafnvexti m.ö.o. óverðtryggða vexti, hefur leitt til þess að heimilin hafa ekki borði kostnaðinn af verðbólgunni eins og ef þau hefði verið með verðtryggð lán. Sérstaklega þeir sem hafa verið með fasta nafnvexti en líka þeir sem hafa verið með breytilega. Það hefur þau áhrif að eiginfjárhlutföll heimilanna með fasteignir hækka verulega og það gerist hjá öllum tekjutíundum. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera með nafnvaxtalán þegar verðbólgan er svona há því þá verður greiðslubyrðin svo há. Það er erfitt fyrir fólk að nota nánast allar tekjurnar sínar til að standa straum að lánunum. Við settum ákveðin viðmið varðandi greiðslubyrði að hún ætti að vera 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Nefndinni finnst erfitt að ef greiðslubyrðin er að fara að hækka um meira en það að leita allra leiða til að halda hlutfallinu niðri og dreifa álaginu,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að mestu máli skipti nú að ná verðbólgunni niður. „Þegar verðbólgan er svona há er ill mögulegt að vera með nafnvexti. Við þurfum að ná henni niður svo við getum lækkað aftur vexti. Það er í raun sjálfhætt ef við ætlum að vera með svona háa verðbólgu að byggja upp nafnvaxtakerfi,“ segir Ásgeir.
Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira