Hagsmuni borgarbúa í fyrsta sæti Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 20. september 2023 14:01 Sósíalistar lögðu í gær fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækki í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum covid faraldri. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur borgin orðið af 1,4 milljörðum króna sem nýta hefði mátt í grunnþjónustu við íbúa eða til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Á sama tíma er skorið niður á leikskólum og í félagsmiðstöðvum, sem bitnar á börnum. Tilvonandi borgarstjóri sýndi varnartilburði Eftir að sósíalistar höfðu flutt tillöguna reis oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, upp og greip til varna. Hann lagðist alfarið gegn tillögunni. Taldi hana vera of róttæka og sagði að sósíalistar beittu sér fyrir „stórfelldri skattahækkun,“ en hafa skal í huga að til umræðu var tillaga um 0,05% hækkun. Varnartilburðirnir hans voru miklir og þeim beitt af krafti. Slíkar varnir hafa ekki sést lengi og eru þær til marks um nýjar áherslur sem tilvonandi borgarstjóri hyggst innleiða í borginni. Hagsmunir fyrirtækja skulu vera settir framar þörfum íbúa. Það sást skýrt í gær, því andstaða Einars og félaga gegn tillögu sósíalista mun kosta borgina nokkra milljarða á næstu árum. Milljarða sem nýta hefði mátt í uppbyggingu grunnþjónustu. Í staðinn verður sú þjónusta áfram skorin niður því 0,05% hækkun á fyrirtækin er of erfiður biti til að kyngja. Gjaldskrárhækkanir á almenning Þegar fjármagn vantar í borgarsjóð er grunnþjónustan gjarnan skorin niður. Bara á síðustu mánuðum hefur fjármagn til matarinnkaupa á leikskólum verið skert um 100 milljónir, tækjakaup til skóla skorin niður um helming og opnunartími félagsmiðstöðva skertur. Við sjáum skýrar afleiðingar þess þegar borgin sækir ekki tekjurnar hjá þeim sem eru aflögufær. Í stað þess telur borgarstjórn ákjósanlegra að fara í niðurskurði sem bitnar ekki síst á börnum. Úreltir frasar um að lækkun gjalda á fyrirtæki auki hagsæld almennings hafa ekki staðist. Áhugavert var í samanburði að sjá áhugaleysi borgarstjórnarmeirihlutans þegar kom að gjaldskrárhækkunum á almenning, sem samþykktar voru á fundinum í gær án athugasemda. Fulltrúar meirihlutans sýndu með þessu sitt rétta andlit sem fulltrúar fyrirtækja í borgarstjórn, frekar en íbúa. Þessi forgangsröðun er ólýðræðisleg. Það voru íbúar, ekki fyrirtækin, sem kusu til borgarstjórnar og okkur ber að vinna að þeirra hagsmunum. Að sjá hlutina öðruvísi er til marks um brenglaða sýn á lýðræðið. Svigrúmið er til staðar Staða fyrirtækja er almennt mjög góð. Tölur um gjaldþrot fyrirtækja sýna að áhrif þeirra á fjölda starfa hafa minnkað frá því fyrir tveimur árum. Í ár eru áhrifin minni en þau voru fyrir covid, árið 2018. Á þeim tíma voru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hærri en í dag. Ekki verður því séð að hækkun um 0,05% muni kollvarpa fyrirtækjum. Svigrúmið er til staðar. Sósíalistar með aðra sýn en hinir flokkarnir Í borgarstjórn er mikið talað um að velta verði við hverjum steini til að koma fjárhagsstöðu borgarinnar í betra horf. Staðan sé slæm og því verði að færa fórnir, og vinsælt að tala fyrir „erfiðum ákvörðunum“ sem ekki megi víkja sér undan. Það sé nauðsynlegt að skerða grunnþjónustu til að redda slæmum fjárhag. Það sé engin önnur leið og þetta sé í raun óumflýjanlegt. Við sósíalistar tökum ekki undir slíkan málflutning og komum með aðra sýn í borgarstjórn. Sækja á tekjurnar þangað sem hægt er að fá þær, í stað þess að skerða þjónustu. Skattalækkanir á fyrirtæki hafa ekki virkað. Né hafa þær aukið hagsæld íbúa. Brauðmolahagfræðin virkar ekki. Ríkjandi stefna meirihlutans í þágu fyrirtækja hefur leitt til skertrar þjónustu sem bitnar á íbúum. Við verðum að snúa taflinu við og forgangsraða í þágu íbúa. Hingað til hefur það ekki verið gert af nægum krafti. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Reykjavík Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistar lögðu í gær fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækki í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum covid faraldri. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur borgin orðið af 1,4 milljörðum króna sem nýta hefði mátt í grunnþjónustu við íbúa eða til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Á sama tíma er skorið niður á leikskólum og í félagsmiðstöðvum, sem bitnar á börnum. Tilvonandi borgarstjóri sýndi varnartilburði Eftir að sósíalistar höfðu flutt tillöguna reis oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, upp og greip til varna. Hann lagðist alfarið gegn tillögunni. Taldi hana vera of róttæka og sagði að sósíalistar beittu sér fyrir „stórfelldri skattahækkun,“ en hafa skal í huga að til umræðu var tillaga um 0,05% hækkun. Varnartilburðirnir hans voru miklir og þeim beitt af krafti. Slíkar varnir hafa ekki sést lengi og eru þær til marks um nýjar áherslur sem tilvonandi borgarstjóri hyggst innleiða í borginni. Hagsmunir fyrirtækja skulu vera settir framar þörfum íbúa. Það sást skýrt í gær, því andstaða Einars og félaga gegn tillögu sósíalista mun kosta borgina nokkra milljarða á næstu árum. Milljarða sem nýta hefði mátt í uppbyggingu grunnþjónustu. Í staðinn verður sú þjónusta áfram skorin niður því 0,05% hækkun á fyrirtækin er of erfiður biti til að kyngja. Gjaldskrárhækkanir á almenning Þegar fjármagn vantar í borgarsjóð er grunnþjónustan gjarnan skorin niður. Bara á síðustu mánuðum hefur fjármagn til matarinnkaupa á leikskólum verið skert um 100 milljónir, tækjakaup til skóla skorin niður um helming og opnunartími félagsmiðstöðva skertur. Við sjáum skýrar afleiðingar þess þegar borgin sækir ekki tekjurnar hjá þeim sem eru aflögufær. Í stað þess telur borgarstjórn ákjósanlegra að fara í niðurskurði sem bitnar ekki síst á börnum. Úreltir frasar um að lækkun gjalda á fyrirtæki auki hagsæld almennings hafa ekki staðist. Áhugavert var í samanburði að sjá áhugaleysi borgarstjórnarmeirihlutans þegar kom að gjaldskrárhækkunum á almenning, sem samþykktar voru á fundinum í gær án athugasemda. Fulltrúar meirihlutans sýndu með þessu sitt rétta andlit sem fulltrúar fyrirtækja í borgarstjórn, frekar en íbúa. Þessi forgangsröðun er ólýðræðisleg. Það voru íbúar, ekki fyrirtækin, sem kusu til borgarstjórnar og okkur ber að vinna að þeirra hagsmunum. Að sjá hlutina öðruvísi er til marks um brenglaða sýn á lýðræðið. Svigrúmið er til staðar Staða fyrirtækja er almennt mjög góð. Tölur um gjaldþrot fyrirtækja sýna að áhrif þeirra á fjölda starfa hafa minnkað frá því fyrir tveimur árum. Í ár eru áhrifin minni en þau voru fyrir covid, árið 2018. Á þeim tíma voru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hærri en í dag. Ekki verður því séð að hækkun um 0,05% muni kollvarpa fyrirtækjum. Svigrúmið er til staðar. Sósíalistar með aðra sýn en hinir flokkarnir Í borgarstjórn er mikið talað um að velta verði við hverjum steini til að koma fjárhagsstöðu borgarinnar í betra horf. Staðan sé slæm og því verði að færa fórnir, og vinsælt að tala fyrir „erfiðum ákvörðunum“ sem ekki megi víkja sér undan. Það sé nauðsynlegt að skerða grunnþjónustu til að redda slæmum fjárhag. Það sé engin önnur leið og þetta sé í raun óumflýjanlegt. Við sósíalistar tökum ekki undir slíkan málflutning og komum með aðra sýn í borgarstjórn. Sækja á tekjurnar þangað sem hægt er að fá þær, í stað þess að skerða þjónustu. Skattalækkanir á fyrirtæki hafa ekki virkað. Né hafa þær aukið hagsæld íbúa. Brauðmolahagfræðin virkar ekki. Ríkjandi stefna meirihlutans í þágu fyrirtækja hefur leitt til skertrar þjónustu sem bitnar á íbúum. Við verðum að snúa taflinu við og forgangsraða í þágu íbúa. Hingað til hefur það ekki verið gert af nægum krafti. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar