Orkulaus orkuskipti? Jón Trausti Ólafsson skrifar 21. september 2023 09:00 Nú eru rétt um 100 dagar til áramóta. Fjármálaráðherra hefur sagt að þá verði lagður virðisaukaskattur á rafbíla af fullum þunga en í dag eru fyrstu 5.500.000 krónurnar af kaupverði rafbíla án virðisaukskatts. Rafbílar bera að auki 5% vörugjöld frá síðustu áramótum. Samanlagður skattur (vörugjöld og virðisaukaskattur) af nýjum 100% rafknúnum fólksbíl, sem kostar um 8.000.000 kr., er því um 1.100.000 krónur m.v. núverandi tilhögun. Um komandi áramót leggst viðbótar virðisaukaskattur upp á 1.360.000 krónur á þennan bíl og verður því heildarskattur bifreiðarinnar 2.460.000 krónur eða meira en tvöfaldur samanborið við daginn í dag. Þess má geta að virðisaukaskattur og vörugjöld á sparneytinn bensín- eða dísilbíl með Hybrid tækni, sem kostar fimm milljónir króna, nema um einni milljón til tólf hundruð þúsund krónum. Að óbreyttu stefnir því í að frá næstu áramótum verði skattheimta rafbílsins tvöföld á við bensín- eða dísilbíl sem uppfyllir sömu þarfir. Orkusjóður, sem á að taka við, verður að hafa tækin og tólin til að vinna á móti þessum breytingum. Þær eru þvert á anda nútímakrafna um ábyrgð í loftslagsmálum. Rafhlöður nema í mörgum tilvikum allt að 50% af framleiðslukostnaði rafbíla. Framleiðslukostnaður á hverja kílóvattstund rafhlaða hækkaði á árinu 2022, en gert er ráð fyrir einhverrri lækkun þessa kostnaðar á komandi árum. Við sem erum í þessu geira viljum búa til umhverfi sem flýtir orkuskiptum á meðan framleiðslukostnaður rafhlaða lækkar, því rafbílarnir eru einfaldlega enn mun dýrari í framleiðslu. Nú eru skráð um 290.000 ökutæki á Íslandi, þar af eru um 18.500 rafbílar eða um 6,3% af heildarflotanum. Ef við seljum aðeins rafbíla á næstu 6 árum eða um 15.000 bíla á ári og sama magn fer í förgun þá verða um 108.500 skráðir rafbílar á Íslandi árið 2030 eða um 37% af öllum ökutækjum. Að allir seldi bílar frá og með næstu áramótum verði rafbílar er hins vegar algerlega óraunhæft. Markmið Íslands (skv. stjórnarsáttmála) er að draga úr skráðri losun um 55% frá árinu 2005 fyrir 2030. Losun frá ökutækjum fer samt sem áður vaxandi, enda eru orkuskiptin hálf orkulaus þegar fyrirsjáanleiki er enginn hjá stjórnvöldum og stuðningur og skilningur takmarkaður. Fögrum fyrirheitum verða að fylgja ábyrgar aðgerðir. Það er unnt að gera svo miklu betur. Guðlaugur Þór Þórðarson er um það bil að taka við boltanum frá Bjarna Benediktssyni. Miklu skiptir að þeir hljóti báðir stuðning atvinnulífisins við að móta umgjörð sem virkar og flýtir orkuskiptum landsmanna. Höfundur er forstjóri Bílaumboðsins Öskju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Nú eru rétt um 100 dagar til áramóta. Fjármálaráðherra hefur sagt að þá verði lagður virðisaukaskattur á rafbíla af fullum þunga en í dag eru fyrstu 5.500.000 krónurnar af kaupverði rafbíla án virðisaukskatts. Rafbílar bera að auki 5% vörugjöld frá síðustu áramótum. Samanlagður skattur (vörugjöld og virðisaukaskattur) af nýjum 100% rafknúnum fólksbíl, sem kostar um 8.000.000 kr., er því um 1.100.000 krónur m.v. núverandi tilhögun. Um komandi áramót leggst viðbótar virðisaukaskattur upp á 1.360.000 krónur á þennan bíl og verður því heildarskattur bifreiðarinnar 2.460.000 krónur eða meira en tvöfaldur samanborið við daginn í dag. Þess má geta að virðisaukaskattur og vörugjöld á sparneytinn bensín- eða dísilbíl með Hybrid tækni, sem kostar fimm milljónir króna, nema um einni milljón til tólf hundruð þúsund krónum. Að óbreyttu stefnir því í að frá næstu áramótum verði skattheimta rafbílsins tvöföld á við bensín- eða dísilbíl sem uppfyllir sömu þarfir. Orkusjóður, sem á að taka við, verður að hafa tækin og tólin til að vinna á móti þessum breytingum. Þær eru þvert á anda nútímakrafna um ábyrgð í loftslagsmálum. Rafhlöður nema í mörgum tilvikum allt að 50% af framleiðslukostnaði rafbíla. Framleiðslukostnaður á hverja kílóvattstund rafhlaða hækkaði á árinu 2022, en gert er ráð fyrir einhverrri lækkun þessa kostnaðar á komandi árum. Við sem erum í þessu geira viljum búa til umhverfi sem flýtir orkuskiptum á meðan framleiðslukostnaður rafhlaða lækkar, því rafbílarnir eru einfaldlega enn mun dýrari í framleiðslu. Nú eru skráð um 290.000 ökutæki á Íslandi, þar af eru um 18.500 rafbílar eða um 6,3% af heildarflotanum. Ef við seljum aðeins rafbíla á næstu 6 árum eða um 15.000 bíla á ári og sama magn fer í förgun þá verða um 108.500 skráðir rafbílar á Íslandi árið 2030 eða um 37% af öllum ökutækjum. Að allir seldi bílar frá og með næstu áramótum verði rafbílar er hins vegar algerlega óraunhæft. Markmið Íslands (skv. stjórnarsáttmála) er að draga úr skráðri losun um 55% frá árinu 2005 fyrir 2030. Losun frá ökutækjum fer samt sem áður vaxandi, enda eru orkuskiptin hálf orkulaus þegar fyrirsjáanleiki er enginn hjá stjórnvöldum og stuðningur og skilningur takmarkaður. Fögrum fyrirheitum verða að fylgja ábyrgar aðgerðir. Það er unnt að gera svo miklu betur. Guðlaugur Þór Þórðarson er um það bil að taka við boltanum frá Bjarna Benediktssyni. Miklu skiptir að þeir hljóti báðir stuðning atvinnulífisins við að móta umgjörð sem virkar og flýtir orkuskiptum landsmanna. Höfundur er forstjóri Bílaumboðsins Öskju.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun